Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 9. september 2025 08:32 Í dag kemur Alþingi saman þegar 157. löggjafarþing verður sett. Verkefnin verða víst ærin fyrir okkur þingmenn, svo mikið er víst af lestri fjárlagafrumvarps ríkisstjórnarinnar sem boðar m.a. miklar skattahækkanir. Á Alþingi sitja 63 kjörnir fulltrúar almennings sem fara með löggjafarvaldið ásamt forseta Íslands. Alþingi fer einnig með fjárveitingavaldið og ríkisstjórnin, ráðherrarnir, sitja í skjóli meirihluta Alþingis. Auk þess gegna alþingismenn mikilvægu eftirlitshlutverki gagnvart framkvæmdarvaldinu, m.a. ráðherrum. Hvert er hlutverk stjórnarandstæðinga? Einhverjir virðast standa í þeirri trú að þingmenn sem hafa ekki aðkomu að ríkisstjórn, og eru í stjórnarandstöðu, hafi litlu hlutverki að gegna á Alþingi. Þeir eigi einna helst að láta lítið fyrir sér fara og þvælast ekki fyrir þingmálum meirihlutans. Þegar kjósendur velja sér flokka í alþingiskosningum, og þar með fulltrúa á Alþingi, geta þeir ekki vitað hvort atkvæðið þeirra endar hjá stjórnarliðum eða stjórnarandstæðingum (eða jafnvel flokkum utan þings). Alþingismenn eru samkvæmt stjórnarskrá aðeins bundnir við eigin sannfæringu, en þeir þurfa sannarlega að standa skil á gjörðum sínum þegar kosið er á ný. Vert er að hafa í huga að í síðustu kosningum hlaut: - Samfylkingin sem fer fyrir ríkisstjórninni 20,8% stuðning - Sjálfstæðisflokkur19,4% stuðning - Flokkarnir þrír sem mynda ríkisstjórn 50,4% stuðning 49,6% þjóðarinnar kaus ekki ríkisstjórnarflokkana Með öðrum orðum kaus 49,6% þjóðarinnar annað en stjórnarflokkana til gæta hagsmuna og sjónarmiða sinna á Alþingi. Mikilvægt er að þingmenn ræki framangreint hlutverk sitt, hvort sem er í stjórn eða stjórnarandstöðu. Til þess hafa þeir verið kjörnir – þannig virkar lýðræðið. Við höfum dæmi frá svokölluðum lýðræðisríkjum um allan heim þar sem stjórnarandstaðan „þvælist ekki fyrir“. Við berum okkur alla jafna ekki saman við þau ríki og lítum ekki til þeirra um okkar hagi. Nærtækasta dæmið er e.t.v. nýleg þróun í Ungverjalandi þar sem stjórnarandstaðan hefur kerfisbundið verið veikt af valdhöfum. Alþingi er ekki lagasetningarverksmiðja Alþingi er vettvangur frjálsrar umræðu þar sem kjörnir fulltrúar gæta hagsmuna kjósenda sinna, vonandi af ástríðu og heilindum. Alþingi er ekki lagasetningarverksmiðja þar sem afköstin eru mæld í hraða og fjölda, og þingmenn eru ekki stimpilpúðar. Umræðan getur vissulega verið óþægileg og tímafrek fyrir valdhafa, en hún er nauðsynleg í lýðræðissamfélagi. Og það er sannarlega ástæða til að setja spurningamerki við ásetning valdhafa sem afskrifa hlutverk stjórnarandstöðu. Ég hlakka til þingstarfanna og bendi lesendum enn á ný að hafa samband við mig með ábendingar á dilja.mist@althingi.is. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag kemur Alþingi saman þegar 157. löggjafarþing verður sett. Verkefnin verða víst ærin fyrir okkur þingmenn, svo mikið er víst af lestri fjárlagafrumvarps ríkisstjórnarinnar sem boðar m.a. miklar skattahækkanir. Á Alþingi sitja 63 kjörnir fulltrúar almennings sem fara með löggjafarvaldið ásamt forseta Íslands. Alþingi fer einnig með fjárveitingavaldið og ríkisstjórnin, ráðherrarnir, sitja í skjóli meirihluta Alþingis. Auk þess gegna alþingismenn mikilvægu eftirlitshlutverki gagnvart framkvæmdarvaldinu, m.a. ráðherrum. Hvert er hlutverk stjórnarandstæðinga? Einhverjir virðast standa í þeirri trú að þingmenn sem hafa ekki aðkomu að ríkisstjórn, og eru í stjórnarandstöðu, hafi litlu hlutverki að gegna á Alþingi. Þeir eigi einna helst að láta lítið fyrir sér fara og þvælast ekki fyrir þingmálum meirihlutans. Þegar kjósendur velja sér flokka í alþingiskosningum, og þar með fulltrúa á Alþingi, geta þeir ekki vitað hvort atkvæðið þeirra endar hjá stjórnarliðum eða stjórnarandstæðingum (eða jafnvel flokkum utan þings). Alþingismenn eru samkvæmt stjórnarskrá aðeins bundnir við eigin sannfæringu, en þeir þurfa sannarlega að standa skil á gjörðum sínum þegar kosið er á ný. Vert er að hafa í huga að í síðustu kosningum hlaut: - Samfylkingin sem fer fyrir ríkisstjórninni 20,8% stuðning - Sjálfstæðisflokkur19,4% stuðning - Flokkarnir þrír sem mynda ríkisstjórn 50,4% stuðning 49,6% þjóðarinnar kaus ekki ríkisstjórnarflokkana Með öðrum orðum kaus 49,6% þjóðarinnar annað en stjórnarflokkana til gæta hagsmuna og sjónarmiða sinna á Alþingi. Mikilvægt er að þingmenn ræki framangreint hlutverk sitt, hvort sem er í stjórn eða stjórnarandstöðu. Til þess hafa þeir verið kjörnir – þannig virkar lýðræðið. Við höfum dæmi frá svokölluðum lýðræðisríkjum um allan heim þar sem stjórnarandstaðan „þvælist ekki fyrir“. Við berum okkur alla jafna ekki saman við þau ríki og lítum ekki til þeirra um okkar hagi. Nærtækasta dæmið er e.t.v. nýleg þróun í Ungverjalandi þar sem stjórnarandstaðan hefur kerfisbundið verið veikt af valdhöfum. Alþingi er ekki lagasetningarverksmiðja Alþingi er vettvangur frjálsrar umræðu þar sem kjörnir fulltrúar gæta hagsmuna kjósenda sinna, vonandi af ástríðu og heilindum. Alþingi er ekki lagasetningarverksmiðja þar sem afköstin eru mæld í hraða og fjölda, og þingmenn eru ekki stimpilpúðar. Umræðan getur vissulega verið óþægileg og tímafrek fyrir valdhafa, en hún er nauðsynleg í lýðræðissamfélagi. Og það er sannarlega ástæða til að setja spurningamerki við ásetning valdhafa sem afskrifa hlutverk stjórnarandstöðu. Ég hlakka til þingstarfanna og bendi lesendum enn á ný að hafa samband við mig með ábendingar á dilja.mist@althingi.is. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun