Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. september 2025 12:02 Maðurinn fullyrti að hann hefði aðlagast íslensku samfélagi undanfarin tvö ár. Hér njóta landsmenn veðurblíðu við Austurvöll í Reykjavík. Vísir/Anton Brink Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest ákvörðun Útlendingastofnunar um að vísa litháískum karlmanni úr landi og banna honum endurkomu til Íslands næstu sjö árin. Maðurinn hefur hlotið dóma fyrir auðgunarbrot, fíkniefnabrot og umferðarlagabrot og var talinn veruleg ógn við grundvallarhagsmuni samfélagsins. Hélt því fram að brottvísun væri ósanngjörn Maðurinn, sem skráði dvöl sína á Íslandi sumarið 2023, kærði ákvörðun Útlendingastofnunar frá því í febrúar á þessu ári. Hann krafðist þess að brottvísunin yrði felld úr gildi eða að endurkomubannið yrði stytt. Í greinargerð sinni hélt hann því fram að brot hans væru ekki svo alvarleg að réttlæta brottvísun. Hann sagðist aðeins hafa hlotið einn refsidóm og að um minniháttar auðgunarbrot og umferðarlagabrot væri að ræða. Þá hefði hann aðlagast íslensku samfélagi og ætti engin tengsl við Litháen, þar sem hann hefði hvorki búið né talað tungumálið. Brottvísun væri því „bersýnilega ósanngjörn“, að hans mati. Kærandi byggði einnig á meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar og vísaði til reglna Evrópusambandsins um frjálsa för borgara EES-ríkja, þar sem tekið er mið af lengd dvalar, fjölskylduaðstæðum og félagslegri aðlögun áður en gripið er til brottvísunar. Tvö dómsmál og endurtekin brot Kærunefnd féllst ekki á þessi rök. Í úrskurði hennar kemur fram að maðurinn hafi tvívegis verið dæmdur til fangelsisrefsingar fyrir fjölda brota á árunum 2024 og 2025. Með dómi Héraðsdóms Reykjaness í september 2024 hlaut hann fjögurra mánaða fangelsisdóm, að hluta skilorðsbundinn, fyrir þjófnaðarbrot, eignarspjöll, húsbrot, nytjastuld, vörslu fíkniefna og umferðarlagabrot. Í maí 2025 dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur hann síðan í tólf mánaða fangelsi fyrir 15 ákæruliði, þar á meðal fimm þjófnaðarbrot, gripdeildir, fjársvik, fleiri nytjastuldi, vörslu fíkniefna og fíkniefnaakstur. Fjárhæð fjármunabrota hans nam rúmlega 630 þúsund krónum auk þess sem hann braust inn á heimili og í iðnaðarhúsnæði og stal verðmætum tækjum og fatnaði. Samkvæmt lögreglu hafa afskipti af manninum verið tíð og hann hafi ítrekað framið brot stuttu eftir að hann kom til landsins. Hann hafi ítrekað lagst til svefns í annarlegu ástandi í húsnæði eða bifreiðum, hvar hann væri óvelkominn. Þá hafi hann einnig verið vistaður í gæsluvarðhaldi til að sporna gegn áframhaldandi brotahrinu. Talinn ógn við samfélagið Kærunefnd komst að þeirri niðurstöðu að hegðun mannsins benti til þess að hann muni fremja ný brot og að hann væri yfirvofandi ógn við grundvallarhagsmuni samfélagsins. Hann hafi ekki sýnt fram á tengsl við Ísland né að hann nyti ótímabundins dvalarréttar. Einnig var tekið fram að hann hafi ekki verið í stöðugri vinnu eftir maí 2024 og þegið félagslega aðstoð. Brotaferill hans sýndi skeytingarleysi gagnvart lögum landsins og lítil sem engin merki um aðlögun að íslensku samfélagi. Að öllu virtu staðfesti kærunefndin brottvísunina og sjö ára endurkomubann. Dómsmál Litáen Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira
Hélt því fram að brottvísun væri ósanngjörn Maðurinn, sem skráði dvöl sína á Íslandi sumarið 2023, kærði ákvörðun Útlendingastofnunar frá því í febrúar á þessu ári. Hann krafðist þess að brottvísunin yrði felld úr gildi eða að endurkomubannið yrði stytt. Í greinargerð sinni hélt hann því fram að brot hans væru ekki svo alvarleg að réttlæta brottvísun. Hann sagðist aðeins hafa hlotið einn refsidóm og að um minniháttar auðgunarbrot og umferðarlagabrot væri að ræða. Þá hefði hann aðlagast íslensku samfélagi og ætti engin tengsl við Litháen, þar sem hann hefði hvorki búið né talað tungumálið. Brottvísun væri því „bersýnilega ósanngjörn“, að hans mati. Kærandi byggði einnig á meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar og vísaði til reglna Evrópusambandsins um frjálsa för borgara EES-ríkja, þar sem tekið er mið af lengd dvalar, fjölskylduaðstæðum og félagslegri aðlögun áður en gripið er til brottvísunar. Tvö dómsmál og endurtekin brot Kærunefnd féllst ekki á þessi rök. Í úrskurði hennar kemur fram að maðurinn hafi tvívegis verið dæmdur til fangelsisrefsingar fyrir fjölda brota á árunum 2024 og 2025. Með dómi Héraðsdóms Reykjaness í september 2024 hlaut hann fjögurra mánaða fangelsisdóm, að hluta skilorðsbundinn, fyrir þjófnaðarbrot, eignarspjöll, húsbrot, nytjastuld, vörslu fíkniefna og umferðarlagabrot. Í maí 2025 dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur hann síðan í tólf mánaða fangelsi fyrir 15 ákæruliði, þar á meðal fimm þjófnaðarbrot, gripdeildir, fjársvik, fleiri nytjastuldi, vörslu fíkniefna og fíkniefnaakstur. Fjárhæð fjármunabrota hans nam rúmlega 630 þúsund krónum auk þess sem hann braust inn á heimili og í iðnaðarhúsnæði og stal verðmætum tækjum og fatnaði. Samkvæmt lögreglu hafa afskipti af manninum verið tíð og hann hafi ítrekað framið brot stuttu eftir að hann kom til landsins. Hann hafi ítrekað lagst til svefns í annarlegu ástandi í húsnæði eða bifreiðum, hvar hann væri óvelkominn. Þá hafi hann einnig verið vistaður í gæsluvarðhaldi til að sporna gegn áframhaldandi brotahrinu. Talinn ógn við samfélagið Kærunefnd komst að þeirri niðurstöðu að hegðun mannsins benti til þess að hann muni fremja ný brot og að hann væri yfirvofandi ógn við grundvallarhagsmuni samfélagsins. Hann hafi ekki sýnt fram á tengsl við Ísland né að hann nyti ótímabundins dvalarréttar. Einnig var tekið fram að hann hafi ekki verið í stöðugri vinnu eftir maí 2024 og þegið félagslega aðstoð. Brotaferill hans sýndi skeytingarleysi gagnvart lögum landsins og lítil sem engin merki um aðlögun að íslensku samfélagi. Að öllu virtu staðfesti kærunefndin brottvísunina og sjö ára endurkomubann.
Dómsmál Litáen Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira