Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 11. september 2025 21:11 Mun færi íbúðir eru í byggingu nú en fyrir ári síðan. Vísir/Anton Brink Samkvæmt nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins er samdráttur hafinn í byggingariðnaðinum eftir fjögurra ára vaxtarskeið. Störfum hefur fækkað, innflutningur bygginarefna minnkað og fjöldi íbúða í byggingu dregist saman. Greiningin er dagsett 11. september og gerir grein fyrir því að byggingariðnaðurinn sé ein af undirstöðum íslensks efnahagslífs. „Niðursveiflan í byggingariðnaðinum hefur bein áhrif á hagvöxt, sem mældist aðeins 0,3 prósent á fyrri helmingi ársins eftir samdrátt í fyrra. Efnahagsáhætta fylgir miklum sveiflum í greininni. Slíkar sveiflur skapa efnahagslegan vítahring þar sem samdráttur í dag býr til skort á íbúðum og lakari innviði á morgun, sem aftur leiðir af sér minni framleiðni, lakari samkeppnishæfni, verðbólgu og hærri vexti,“ segir í greiningunni. Árið 2024 nam velta í byggingariðnaði og mannvirkjagerð alls 660 milljörðum króna, eða um níu prósent af heildarveltu í hagkerfinu. Á fyrri hluta ársins 2025 nam veltan tæpum 310 milljörðum króna sem samsvari, samkvæmt greiningunni, um tveggja prósenta samdrætti. Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2021 sem samdráttur mælist í greininni. Í greiningunni segir að umtalsverður samdráttur er í uppbyggingu íbúða en nú eru rúmlega 5500 íbúðir í byggingu. Í júní árið 2024 voru hins vegar 6200 íbúðir í byggingu. Ástæðan fyrir samdrætti í iðnaðinum séu þá til að mynda háir stýrivextir Seðlabankans sem hafi gert fjármögnun íbúðauppbyggingar dýrari. Þá hafi einnig háir vextir íbúðakaupenda og ströng lánaskilyrði hægt á sölu íbúða. „Stærsta hindrunin í vegi fyrir aukinni uppbyggingu hefur hins vegar verið skortur á byggingarhæfum lóðum á viðráðanlegu veðri og langur og óskilvirkur ferill við skipulags- og byggingarleyfi hjá sveitarfélögum.“ Störfin fækka Um tuttugu þúsund manns störfuðu í byggingariðnaðinum í júlí 2024 og nam það um níu prósentum af heildarfjölda starfandi á Íslandi. Ef fjöldi starfandi í júlí 2024 og 2025 má sjá að störfunum fækkaði um eitt prósent. „Einnig hefur hlutfall lausra starfa af heildarfjölda starfandi í greininni lækkað umtalsvert. Það var rúmlega 10% á öðrum ársfjórðungi í fyrra en var komið niður í tæplega 6% á öðrum ársfjórðungi í ár.“ Sömuleiðis er samdráttur í innflutningi byggingarefnis sem nemur 34 prósentum af innfluttu timbri, 23 prósentum í krossviði og rúmlega tíu prósent í spóna- og byggingarplötum. Samanborið var vöxtur í slíkum innflutningi fyrir ári síðan en sömu þróun má einnig sjá í sementssölu. Byggingariðnaður Seðlabankinn Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira
Greiningin er dagsett 11. september og gerir grein fyrir því að byggingariðnaðurinn sé ein af undirstöðum íslensks efnahagslífs. „Niðursveiflan í byggingariðnaðinum hefur bein áhrif á hagvöxt, sem mældist aðeins 0,3 prósent á fyrri helmingi ársins eftir samdrátt í fyrra. Efnahagsáhætta fylgir miklum sveiflum í greininni. Slíkar sveiflur skapa efnahagslegan vítahring þar sem samdráttur í dag býr til skort á íbúðum og lakari innviði á morgun, sem aftur leiðir af sér minni framleiðni, lakari samkeppnishæfni, verðbólgu og hærri vexti,“ segir í greiningunni. Árið 2024 nam velta í byggingariðnaði og mannvirkjagerð alls 660 milljörðum króna, eða um níu prósent af heildarveltu í hagkerfinu. Á fyrri hluta ársins 2025 nam veltan tæpum 310 milljörðum króna sem samsvari, samkvæmt greiningunni, um tveggja prósenta samdrætti. Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2021 sem samdráttur mælist í greininni. Í greiningunni segir að umtalsverður samdráttur er í uppbyggingu íbúða en nú eru rúmlega 5500 íbúðir í byggingu. Í júní árið 2024 voru hins vegar 6200 íbúðir í byggingu. Ástæðan fyrir samdrætti í iðnaðinum séu þá til að mynda háir stýrivextir Seðlabankans sem hafi gert fjármögnun íbúðauppbyggingar dýrari. Þá hafi einnig háir vextir íbúðakaupenda og ströng lánaskilyrði hægt á sölu íbúða. „Stærsta hindrunin í vegi fyrir aukinni uppbyggingu hefur hins vegar verið skortur á byggingarhæfum lóðum á viðráðanlegu veðri og langur og óskilvirkur ferill við skipulags- og byggingarleyfi hjá sveitarfélögum.“ Störfin fækka Um tuttugu þúsund manns störfuðu í byggingariðnaðinum í júlí 2024 og nam það um níu prósentum af heildarfjölda starfandi á Íslandi. Ef fjöldi starfandi í júlí 2024 og 2025 má sjá að störfunum fækkaði um eitt prósent. „Einnig hefur hlutfall lausra starfa af heildarfjölda starfandi í greininni lækkað umtalsvert. Það var rúmlega 10% á öðrum ársfjórðungi í fyrra en var komið niður í tæplega 6% á öðrum ársfjórðungi í ár.“ Sömuleiðis er samdráttur í innflutningi byggingarefnis sem nemur 34 prósentum af innfluttu timbri, 23 prósentum í krossviði og rúmlega tíu prósent í spóna- og byggingarplötum. Samanborið var vöxtur í slíkum innflutningi fyrir ári síðan en sömu þróun má einnig sjá í sementssölu.
Byggingariðnaður Seðlabankinn Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira