Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar 13. september 2025 10:31 Við stöndum nú frammi fyrir ákvarðanatöku sem getur haft afgerandi áhrif á framtíð íslensks landbúnaðar. Fjármála- og efnahagsráðherra hefur boðað lagasetningu sem breytir tollflokkun svonefnds pítsaosts – osts með viðbættri jurtafitu – þannig að innflutningur hans verði tollfrjáls. Sú ákvörðun þjónar fyrst og fremst hagsmunum heildsala og innflutningsaðila, en á sama tíma er hún til þess fallin að veikja stöðu íslenskra bænda. Fæðuöryggi og byggðafesta í hættu Ef tollarnir á þessum osti verða afnumdir mun það hafa alvarleg áhrif á íslenska kúabændur. Tugir kúabúa gætu neyðst til að hætta starfsemi. Hundruð milljóna króna færast frá íslenskum bændum til erlendra stórfyrirtækja, og framtíð ungra bænda verður óviss. Afleiðingin verður veikara fæðuöryggi og minni byggðafesta í sveitum landsins. Þetta er ekki aðeins spurning um verð á osti í verslun – heldur um framtíð íslenskrar matvælaframleiðslu. Ætlum við að fórna okkar eigin framleiðslu og sjálfbærni fyrir skammtímaávinning heildsala? Að mínu mati er Alþingi skuldbundið til að verja innlenda hagsmuni, bændur og fæðuöryggi þjóðarinnar – ekki til að ganga erinda heildsala og erlendra fyrirtækja. Íslenskir dómstólar hafa þegar staðfest núverandi tollflokkun. Það eitt ætti að gefa stjórnvöldum tilefni til að standa fast gegn kröfum ESA. Fjölmörg ríki hafa neitað að fylgja sambærilegum tilmælum án þess að það hafi haft neikvæðar afleiðingar. Fullveldi Alþingis Það er líka mikilvægt að minna á lagalega hliðina, Ísland er ekki skuldbundið til að breyta tollflokkuninni bara vegna ESA, því bókun 35 hefur ekki verið tekin upp í íslensk lög. Alþingi ræður og getur valið að verja hagsmuni íslenskra bænda. Það kann að leiða til ágreinings við ESA og jafnvel málshöfðunar fyrir EFTA-dómstólnum, en það er pólitísk ákvörðun að standa í lappirnar. Félag atvinnurekenda hefur árum saman þrýst á stjórnvöld í þessu máli. Þeir tala um réttlæti og fríverslun, en í raun snýst baráttan um að færa fjármuni frá íslenskum bændum til heildsala og erlendra framleiðenda. Það er óásættanlegt að ríkisstjórnin skuli ganga að kröfum þeirra, í stað þess að standa vörð um íslenskan landbúnað og matvælaframleiðslu. Vilja Íslendingar vera upp á aðra komnir í matvælaframleiðslu? Nú er komið að Alþingi og stjórnvöldum að taka afstöðu. Viljum við halda í sjálfstæða og sterka innlenda matvælaframleiðslu sem tryggir þjóðaröryggi og byggðafestu, eða ætlum við að treysta æ meira á innflutning frá erlendum stórfyrirtækjum, að kröfu heildsala? Að mínu mati er svarið skýrt, Við verðum að verja íslenskan landbúnað, tryggja framtíð unga fólksins í sveitum landsins og standa vörð um sjálfbærni okkar sem þjóðar. Þetta er ekki aðeins hagsmunamál bænda – heldur allra landsmanna. Grafalvarleg staða blasir við í þessum efnum. Við þurfum með miklu sterkari hætti að stuðla að eflingu íslensks landbúnaðar. Þingmenn þessarar þjóðar þurfa að setja málefni sem snerta fæðuöryggi og hagsæld bænda á dagskrá og standa vörð um sérstöðu landbúnaðar hérlendis. Þannig má tryggja dreifða búsetu um land allt og fæðuöryggi íslensku þjóðarinnar. Höfundur er oddviti Framsóknarflokksins í Suðurnesjabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anton Guðmundsson Suðurnesjabær Framsóknarflokkurinn Matvælaframleiðsla Landbúnaður Skattar og tollar Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Við stöndum nú frammi fyrir ákvarðanatöku sem getur haft afgerandi áhrif á framtíð íslensks landbúnaðar. Fjármála- og efnahagsráðherra hefur boðað lagasetningu sem breytir tollflokkun svonefnds pítsaosts – osts með viðbættri jurtafitu – þannig að innflutningur hans verði tollfrjáls. Sú ákvörðun þjónar fyrst og fremst hagsmunum heildsala og innflutningsaðila, en á sama tíma er hún til þess fallin að veikja stöðu íslenskra bænda. Fæðuöryggi og byggðafesta í hættu Ef tollarnir á þessum osti verða afnumdir mun það hafa alvarleg áhrif á íslenska kúabændur. Tugir kúabúa gætu neyðst til að hætta starfsemi. Hundruð milljóna króna færast frá íslenskum bændum til erlendra stórfyrirtækja, og framtíð ungra bænda verður óviss. Afleiðingin verður veikara fæðuöryggi og minni byggðafesta í sveitum landsins. Þetta er ekki aðeins spurning um verð á osti í verslun – heldur um framtíð íslenskrar matvælaframleiðslu. Ætlum við að fórna okkar eigin framleiðslu og sjálfbærni fyrir skammtímaávinning heildsala? Að mínu mati er Alþingi skuldbundið til að verja innlenda hagsmuni, bændur og fæðuöryggi þjóðarinnar – ekki til að ganga erinda heildsala og erlendra fyrirtækja. Íslenskir dómstólar hafa þegar staðfest núverandi tollflokkun. Það eitt ætti að gefa stjórnvöldum tilefni til að standa fast gegn kröfum ESA. Fjölmörg ríki hafa neitað að fylgja sambærilegum tilmælum án þess að það hafi haft neikvæðar afleiðingar. Fullveldi Alþingis Það er líka mikilvægt að minna á lagalega hliðina, Ísland er ekki skuldbundið til að breyta tollflokkuninni bara vegna ESA, því bókun 35 hefur ekki verið tekin upp í íslensk lög. Alþingi ræður og getur valið að verja hagsmuni íslenskra bænda. Það kann að leiða til ágreinings við ESA og jafnvel málshöfðunar fyrir EFTA-dómstólnum, en það er pólitísk ákvörðun að standa í lappirnar. Félag atvinnurekenda hefur árum saman þrýst á stjórnvöld í þessu máli. Þeir tala um réttlæti og fríverslun, en í raun snýst baráttan um að færa fjármuni frá íslenskum bændum til heildsala og erlendra framleiðenda. Það er óásættanlegt að ríkisstjórnin skuli ganga að kröfum þeirra, í stað þess að standa vörð um íslenskan landbúnað og matvælaframleiðslu. Vilja Íslendingar vera upp á aðra komnir í matvælaframleiðslu? Nú er komið að Alþingi og stjórnvöldum að taka afstöðu. Viljum við halda í sjálfstæða og sterka innlenda matvælaframleiðslu sem tryggir þjóðaröryggi og byggðafestu, eða ætlum við að treysta æ meira á innflutning frá erlendum stórfyrirtækjum, að kröfu heildsala? Að mínu mati er svarið skýrt, Við verðum að verja íslenskan landbúnað, tryggja framtíð unga fólksins í sveitum landsins og standa vörð um sjálfbærni okkar sem þjóðar. Þetta er ekki aðeins hagsmunamál bænda – heldur allra landsmanna. Grafalvarleg staða blasir við í þessum efnum. Við þurfum með miklu sterkari hætti að stuðla að eflingu íslensks landbúnaðar. Þingmenn þessarar þjóðar þurfa að setja málefni sem snerta fæðuöryggi og hagsæld bænda á dagskrá og standa vörð um sérstöðu landbúnaðar hérlendis. Þannig má tryggja dreifða búsetu um land allt og fæðuöryggi íslensku þjóðarinnar. Höfundur er oddviti Framsóknarflokksins í Suðurnesjabæ.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun