Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar 16. september 2025 08:31 Fregnir af hinu hryllilega morði á Charlie Kirk hafa breiðst út eins og eldur í sinu um heimsbyggðina; virðist sem annar hver maður hafi nú þegar stigið inn á jarðsprengjusvæðið sem umræðan um það hefur orðið. Margir hafa réttilega fordæmt þá aðila sem hafa fagnað morðinu. En þeir hafa sömuleiðis ausið úr skálum reiði sinnar yfir hvern þann mann sem hefur bent á að Charlie Kirk var hægriöfgamaður sem hafði ótal ógeðfelldar skoðanir. Í hópi hinna hneykslunargjörnu er blaðamaður Morgunblaðsins sem vildi meina að Kirk hefði einfaldlega talað„…til ungs fólks um trú, um að elska náungann og standa með fjölskyldu sinni.“ Það sætir furðu að þessir aðilar, sem vilja halda minningu Charlie Kirk á lofti, hneykslist á því að fólk geri einmitt það með því að rifja upp skoðanir hans. Honum hugnaðist til dæmis ekki að sitja í flugvél með svörtum flugmanni, hann taldi að konur ættu að vera undirgefnar eiginmönnum sínum og að dauðsföll í skotárásum væru skynsamlegur fórnarkostnaður í þágu núverandi byssulöggjafar Bandaríkjanna. Auk þess áleit hann að sá hluti Biblíunnar, sem vísar til þess að grýta eigi samkynhneigða til bana, væri „hið fullkomna lögmál Guðs“. Listinn yfir hinar viðbjóðslegu skoðanir Kirk gæti verið öllu lengri en þá yrði fljótt farið yfir leyfilegan orðafjölda aðsendra greina hjá Vísi. Málsvarar Charlie Kirk hafa reynt að endurskrifa söguna og hvítþvo arfleifð hans; þá ekki síst á þeirri forsendu að Kirk hafi verið ótrauður málsvari málfrelsis. Þetta er lygi. Þvert á móti þá var hann eindreginn stuðningsmaður þess að þagga niður í andmælamönnum sínum. Má þar nefna að hann birti á netinu langan lista yfir háskólakennara með skoðanir sem honum hugnaðist ekki. Það eitt að vera mótfallinn hinni almennu byssueign Bandaríkjamanna dugði til að vera settur á svarta lista Charlie Kirk, sem leiddi oftar en ekki til holskeflu áreitis og jafnvel morðhótana fyrir viðkomandi kennara. Markmiðið með slíkum lista gat aldrei verið neitt annað en þöggun og skoðanakúgun. Auk þess var Kirk dyggur stuðningsmaður núverandi Bandaríkjastjórnar; stjórnar sem hefur rekið opinbera starfsmenn fyrir að vera ekki nægilega dyggir stuðningsmenn forsetans og jafnvel fangelsað fólk án dóms og laga fyrir skoðanir sem henni mislíkar. Það eitt að gagnrýna stríðsrekstur Ísrael á Gasasvæðinu hefur nægt til þess henda fólki í fangaklefa og mátti það hvorki hitta lögfræðing né koma fyrir dómara, eitthvað sem tíðkast ekki í nokkru lýðræðisríki. Þetta studdi Charlie Kirk með ráðum og dáð. Ástríða hans fyrir skoðana- og tjáningarfrelsi var því ekki beysin og segja má að skoðun Kirk og safnaðarbarna hans hafi verið eftirfarandi: Málfrelsi fyrir mig en ekki þig. Að því sögðu, réttlætir þessi upptalning fögnuð yfir dauða Charlie Kirk? Nei, alls ekki. Við megum og eigum að fordæma slíka hegðun. En við megum heldur ekki gleyma að Kirk réttlætti sjálfur pólitískt ofbeldi, hvort sem þegar ráðist var inn í þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021, eða ráðist var með hamri á eiginmann Demókratans Nancy Pelosi. Gekk hann svo langt að segja að „föðurlandsvinur“ ætti að borga tryggingagjaldið fyrir árásarmanninn svo hann gæti gengið laus. En í því ljósi er mikilvægt að fólk sýni lágmarks sómakennd og fagni ekki dauða Kirk, þótt það kunni að fyrirlíta skoðanir hans. Því við getum fordæmt viðhorf Charlie Kirk án þess að leggjast jafn lágt og hann gerði sjálfur í lifanda lífi. Höfundur er framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Morðið á Charlie Kirk Bandaríkin Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Fregnir af hinu hryllilega morði á Charlie Kirk hafa breiðst út eins og eldur í sinu um heimsbyggðina; virðist sem annar hver maður hafi nú þegar stigið inn á jarðsprengjusvæðið sem umræðan um það hefur orðið. Margir hafa réttilega fordæmt þá aðila sem hafa fagnað morðinu. En þeir hafa sömuleiðis ausið úr skálum reiði sinnar yfir hvern þann mann sem hefur bent á að Charlie Kirk var hægriöfgamaður sem hafði ótal ógeðfelldar skoðanir. Í hópi hinna hneykslunargjörnu er blaðamaður Morgunblaðsins sem vildi meina að Kirk hefði einfaldlega talað„…til ungs fólks um trú, um að elska náungann og standa með fjölskyldu sinni.“ Það sætir furðu að þessir aðilar, sem vilja halda minningu Charlie Kirk á lofti, hneykslist á því að fólk geri einmitt það með því að rifja upp skoðanir hans. Honum hugnaðist til dæmis ekki að sitja í flugvél með svörtum flugmanni, hann taldi að konur ættu að vera undirgefnar eiginmönnum sínum og að dauðsföll í skotárásum væru skynsamlegur fórnarkostnaður í þágu núverandi byssulöggjafar Bandaríkjanna. Auk þess áleit hann að sá hluti Biblíunnar, sem vísar til þess að grýta eigi samkynhneigða til bana, væri „hið fullkomna lögmál Guðs“. Listinn yfir hinar viðbjóðslegu skoðanir Kirk gæti verið öllu lengri en þá yrði fljótt farið yfir leyfilegan orðafjölda aðsendra greina hjá Vísi. Málsvarar Charlie Kirk hafa reynt að endurskrifa söguna og hvítþvo arfleifð hans; þá ekki síst á þeirri forsendu að Kirk hafi verið ótrauður málsvari málfrelsis. Þetta er lygi. Þvert á móti þá var hann eindreginn stuðningsmaður þess að þagga niður í andmælamönnum sínum. Má þar nefna að hann birti á netinu langan lista yfir háskólakennara með skoðanir sem honum hugnaðist ekki. Það eitt að vera mótfallinn hinni almennu byssueign Bandaríkjamanna dugði til að vera settur á svarta lista Charlie Kirk, sem leiddi oftar en ekki til holskeflu áreitis og jafnvel morðhótana fyrir viðkomandi kennara. Markmiðið með slíkum lista gat aldrei verið neitt annað en þöggun og skoðanakúgun. Auk þess var Kirk dyggur stuðningsmaður núverandi Bandaríkjastjórnar; stjórnar sem hefur rekið opinbera starfsmenn fyrir að vera ekki nægilega dyggir stuðningsmenn forsetans og jafnvel fangelsað fólk án dóms og laga fyrir skoðanir sem henni mislíkar. Það eitt að gagnrýna stríðsrekstur Ísrael á Gasasvæðinu hefur nægt til þess henda fólki í fangaklefa og mátti það hvorki hitta lögfræðing né koma fyrir dómara, eitthvað sem tíðkast ekki í nokkru lýðræðisríki. Þetta studdi Charlie Kirk með ráðum og dáð. Ástríða hans fyrir skoðana- og tjáningarfrelsi var því ekki beysin og segja má að skoðun Kirk og safnaðarbarna hans hafi verið eftirfarandi: Málfrelsi fyrir mig en ekki þig. Að því sögðu, réttlætir þessi upptalning fögnuð yfir dauða Charlie Kirk? Nei, alls ekki. Við megum og eigum að fordæma slíka hegðun. En við megum heldur ekki gleyma að Kirk réttlætti sjálfur pólitískt ofbeldi, hvort sem þegar ráðist var inn í þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021, eða ráðist var með hamri á eiginmann Demókratans Nancy Pelosi. Gekk hann svo langt að segja að „föðurlandsvinur“ ætti að borga tryggingagjaldið fyrir árásarmanninn svo hann gæti gengið laus. En í því ljósi er mikilvægt að fólk sýni lágmarks sómakennd og fagni ekki dauða Kirk, þótt það kunni að fyrirlíta skoðanir hans. Því við getum fordæmt viðhorf Charlie Kirk án þess að leggjast jafn lágt og hann gerði sjálfur í lifanda lífi. Höfundur er framhaldsskólakennari.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun