Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar 19. september 2025 11:32 Flest öll viljum við að húsunum okkar, bílum og öðrum eignum sé vel við haldið og þau séu örugg og í góðu ásigkomulagi. Ætti þetta ekki að vera eins með mannvirki eins og vegakerfið okkar? Ættum við ekki að hafa metnað til að hafa vegina okkar góða og örugga? Vegurinn yfir Öxi hefur verið með allra versta móti það sem af er ári. Svo virðist sem metnaður Vegagerðar og samgönguyfirvalda sé enginn þegar kemur að viðhaldi á þessum fjölfarna vegi. Þessi 18 km vegarspotti fær ekki það viðhald sem hann þarf, til að halda honum góðum miðað við þá umferð sem orðin er, en nú í september þurfti að loka Axarvegi tímabundið af því að vegurinn var svo slæmur, holurnar svo djúpar og svo margar. Um leið og umferð var hleypt á aftur varð umferðin um Öxi aftur orðin meiri en um þjóðveg 1. Sumarumferð á Öxi hefur aldrei verið meiri en í ár en 19 daga í ágústmánuði var umferðin meiri á Öxi heldur en um þjóðveg 1, þrátt fyrir að vegurinn hafi verið afar slæmur vegna skorts á viðhaldi stóran hluta af júlí. Samkvæmt teljara Vegagerðarinnar var umferðin yfir Öxi í ágúst 711 bílar á dag samanborið við 693 um þjóðveg 1. Það liggur því ljóst fyrir hvaða leið vegarendur kjósa. Ástæðan er einföld. Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km og þar að auki er leiðin afskaplega falleg og útsýnið einstakt. Svo er það auðvitað orkusparandi að geta valið um styttri leiðina. Í samantekt Samgöngustofu um umferðarslys á Íslandi sem stofnunin gefur út árlega kemur fram að vegurinn yfir Öxi er sá vegur þar sem flest slys verða miðað við umferð á vegum í dreifbýli samkvæmt tölfræði frá Samgöngustofu og hefur vegurinn haft þennan vafasama heiður undanfarin ár. Þörfin fyrir góðan og öruggan veg yfir Öxi er svo sannarlega til staðar, vilji íbúanna er skýr, árið er 2025 og við eigum að geta gert betur. Heimastjórn Djúpavogs bókaði eftirfarandi um Axarveg á fundi þann 4. september s.l.: „Heimastjórn vill árétta fyrri bókanir um miklvægi Axarvegar og að það sé nauðsynlegt að ráðist verði í framkvæmdir á heilsársvegi nú þegar. Umferð úm Axarveg frá áramótum til ágústloka er nálgt 80 þúsund bílum þrátt fyrir að lítil sem engin vetrarþjónusta hafi verið á tímabilinu janúar til apríl. umferðarþynsti dagurinn taldi 880 bíla. Meðalumferð frá 1. júní til 24. ágúst var 623 bílar. Aukning á umferð um Öxi á tveimur árum er yfir 35% Marga daga er umferð um Öxi meiri en um þjóðveg 1 við Streitishvarf. Heimastjórn sýnist það einsýnt að öllu lengur sé ekki hægt að bíða eftir framkvæmdum vegna síaukinnar umferðar og það sé ljóst að mjór og illa viðhaldinn malarvegur dugi ekki til að anna þessari umferð. Einnig vill heimastjórn árétta að viðhald sé í lágmarki og því vegurinn oft á köflum holóttur og erfiður yfirferðar, en þrátt fyrir það þá sé hann að verða umferðaþyngsti vegurinn milli Djúpavogs og miðausturlands og það kalli á tafarlausr úrbætur.“ Þegar sveitarfélögin Djúpivogur, Egilsstaðir, Seyðisfjörður og Borgarfjörður voru sameinuð í Múlaþing var ein af forsendum sameiningarinnar bættar samgöngur og þar var Axarvegur á settur á oddinn. Síðan hefur allt verið í frosti, varla voru þetta fögur loforð sem ekkert var á bak við? Að lokum vil ég segja þetta við samgönguyfirvöld: Hlustið á íbúana, hættið að draga lappirnar, brettið upp ermarnar og sýnið íbúunum þá virðingu að bjóða þeim upp á örugga og góða vegi. Hönnun nýs vegar yfir Öxi er tilbúin, það eina sem vantar er vilji og metnaður. Höfundur er öryggis og fræðslustjóri hjá Kaldvík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Vegagerð Samgöngur Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Skoðanagrein – Alþjóðlegi Gigtardaginn: Achieve Your Dreams Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Flest öll viljum við að húsunum okkar, bílum og öðrum eignum sé vel við haldið og þau séu örugg og í góðu ásigkomulagi. Ætti þetta ekki að vera eins með mannvirki eins og vegakerfið okkar? Ættum við ekki að hafa metnað til að hafa vegina okkar góða og örugga? Vegurinn yfir Öxi hefur verið með allra versta móti það sem af er ári. Svo virðist sem metnaður Vegagerðar og samgönguyfirvalda sé enginn þegar kemur að viðhaldi á þessum fjölfarna vegi. Þessi 18 km vegarspotti fær ekki það viðhald sem hann þarf, til að halda honum góðum miðað við þá umferð sem orðin er, en nú í september þurfti að loka Axarvegi tímabundið af því að vegurinn var svo slæmur, holurnar svo djúpar og svo margar. Um leið og umferð var hleypt á aftur varð umferðin um Öxi aftur orðin meiri en um þjóðveg 1. Sumarumferð á Öxi hefur aldrei verið meiri en í ár en 19 daga í ágústmánuði var umferðin meiri á Öxi heldur en um þjóðveg 1, þrátt fyrir að vegurinn hafi verið afar slæmur vegna skorts á viðhaldi stóran hluta af júlí. Samkvæmt teljara Vegagerðarinnar var umferðin yfir Öxi í ágúst 711 bílar á dag samanborið við 693 um þjóðveg 1. Það liggur því ljóst fyrir hvaða leið vegarendur kjósa. Ástæðan er einföld. Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km og þar að auki er leiðin afskaplega falleg og útsýnið einstakt. Svo er það auðvitað orkusparandi að geta valið um styttri leiðina. Í samantekt Samgöngustofu um umferðarslys á Íslandi sem stofnunin gefur út árlega kemur fram að vegurinn yfir Öxi er sá vegur þar sem flest slys verða miðað við umferð á vegum í dreifbýli samkvæmt tölfræði frá Samgöngustofu og hefur vegurinn haft þennan vafasama heiður undanfarin ár. Þörfin fyrir góðan og öruggan veg yfir Öxi er svo sannarlega til staðar, vilji íbúanna er skýr, árið er 2025 og við eigum að geta gert betur. Heimastjórn Djúpavogs bókaði eftirfarandi um Axarveg á fundi þann 4. september s.l.: „Heimastjórn vill árétta fyrri bókanir um miklvægi Axarvegar og að það sé nauðsynlegt að ráðist verði í framkvæmdir á heilsársvegi nú þegar. Umferð úm Axarveg frá áramótum til ágústloka er nálgt 80 þúsund bílum þrátt fyrir að lítil sem engin vetrarþjónusta hafi verið á tímabilinu janúar til apríl. umferðarþynsti dagurinn taldi 880 bíla. Meðalumferð frá 1. júní til 24. ágúst var 623 bílar. Aukning á umferð um Öxi á tveimur árum er yfir 35% Marga daga er umferð um Öxi meiri en um þjóðveg 1 við Streitishvarf. Heimastjórn sýnist það einsýnt að öllu lengur sé ekki hægt að bíða eftir framkvæmdum vegna síaukinnar umferðar og það sé ljóst að mjór og illa viðhaldinn malarvegur dugi ekki til að anna þessari umferð. Einnig vill heimastjórn árétta að viðhald sé í lágmarki og því vegurinn oft á köflum holóttur og erfiður yfirferðar, en þrátt fyrir það þá sé hann að verða umferðaþyngsti vegurinn milli Djúpavogs og miðausturlands og það kalli á tafarlausr úrbætur.“ Þegar sveitarfélögin Djúpivogur, Egilsstaðir, Seyðisfjörður og Borgarfjörður voru sameinuð í Múlaþing var ein af forsendum sameiningarinnar bættar samgöngur og þar var Axarvegur á settur á oddinn. Síðan hefur allt verið í frosti, varla voru þetta fögur loforð sem ekkert var á bak við? Að lokum vil ég segja þetta við samgönguyfirvöld: Hlustið á íbúana, hættið að draga lappirnar, brettið upp ermarnar og sýnið íbúunum þá virðingu að bjóða þeim upp á örugga og góða vegi. Hönnun nýs vegar yfir Öxi er tilbúin, það eina sem vantar er vilji og metnaður. Höfundur er öryggis og fræðslustjóri hjá Kaldvík.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun