Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar 19. september 2025 12:31 Árleg evrópsk könnun sem var gerð í sumar meðal ungs fólks (16-26 ára) í sjö ríkjum álfunnar sýnir grafalvarlega þróun: færri en sex af hverjum tíu telja lýðræði besta stjórnarfarið. Það eru ekki aðeins blikur á lofti, það eru rauð ljós. Fimmtungur aðspurðra styður einræði við ákveðnar aðstæður og aðeins sex prósent telja að stjórnmálakerfið virki vel. Ég minnist þess ekki að könnunin hafi ratað á borð íslenskra fjölmiðla en niðurstöður hennar sýna að grundvallartraust á lýðræðinu stendur allt að því á brauðfótum. Fræðimenn hafa bent á að stofnanatraust fari minnkandi á heimsvísu, ekki síst meðal yngri kynslóðanna. Patricia Justino prófessor og næsti rektor Háskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU-Wider) segir í nýlegri grein að yfir fjórðungur þeirra sem fæddir eru á tíunda áratug síðustu aldar treysti stjórnvöldum alls ekki, samanborið við sautján prósent eldri borgara. Hún bendir á að Evrópa hafi um árabil verið undanskilin þessari þróun en nú sé unga fólkið orðið tortryggnara í garð lýðræðis en eldri kynslóðir. Þrennt skýrir að mestu þessa þróun: efnahagslega óvissa, ójöfnuður og endurteknar kreppur. Efnahagslega óvissan blasir við hér á landi: ungt fólk á erfitt með að koma sér inn á húsnæðismarkað, fasteignir eru dýrar, vextir háir og greiðslubyrðin þung. Og það er rándýrt að lifa, lítið eftir til að leggja fyrir. Að ekki sé minnst á leikskólavandann ógrátandi! En það er fleira sem grefur undan trú ungs fólks á getu stofnana til að bregðast við áföllum. Flóttamannavandinn, heimsfaraldurinn, loftslagskvíðinn og stríðin í heiminum með tilheyrandi mannfalli og hungri. Það kemur því tæpast á óvart að efasemdir um að lýðræðislegar stofnanir virki nútildags, kyndi undir vantrú unga fólksins á lýðræðinu. Justino bendir á að traust verði ekki endurheimt með orðræðu einni. Lýðræðið þurfi að skila áþreifanlegum árangri. Fyrst og fremst verði að tryggja ungu kynslóðinni viðráðanlegt húsnæði, mannsæmandi störf, lífvænlega plánetu og raunverulega þátttöku í stjórnmálum. Hún segir að ein áhrifaríkasta leiðin sé að efla félagslega vernd sem nái til allra og sé talin sanngjörn og aðgengileg. Sú stefna þurfi að taka mið af jafnvægi milli kynslóða. Af þessu má ráða að ungt fólk hafni ekki lýðræði sem hugmynd heldur þeirri útgáfu sem það upplifir sem ósanngjarna, ónæma og óábyrga. Nú ættu allar viðvörunarbjöllur að hringja: Ef stjórnvöld grípa ekki til aðgerða gæti lýðræðisrofið orðið dýpra og einræðistilburðir náð fótfestu. Til þess þarf pólitískt hugrekki og félagsleg kerfi sem endurspegla veruleika ungs fólks. Höfundur er fyrrverandi fréttamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Salvarsson Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Sjá meira
Árleg evrópsk könnun sem var gerð í sumar meðal ungs fólks (16-26 ára) í sjö ríkjum álfunnar sýnir grafalvarlega þróun: færri en sex af hverjum tíu telja lýðræði besta stjórnarfarið. Það eru ekki aðeins blikur á lofti, það eru rauð ljós. Fimmtungur aðspurðra styður einræði við ákveðnar aðstæður og aðeins sex prósent telja að stjórnmálakerfið virki vel. Ég minnist þess ekki að könnunin hafi ratað á borð íslenskra fjölmiðla en niðurstöður hennar sýna að grundvallartraust á lýðræðinu stendur allt að því á brauðfótum. Fræðimenn hafa bent á að stofnanatraust fari minnkandi á heimsvísu, ekki síst meðal yngri kynslóðanna. Patricia Justino prófessor og næsti rektor Háskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU-Wider) segir í nýlegri grein að yfir fjórðungur þeirra sem fæddir eru á tíunda áratug síðustu aldar treysti stjórnvöldum alls ekki, samanborið við sautján prósent eldri borgara. Hún bendir á að Evrópa hafi um árabil verið undanskilin þessari þróun en nú sé unga fólkið orðið tortryggnara í garð lýðræðis en eldri kynslóðir. Þrennt skýrir að mestu þessa þróun: efnahagslega óvissa, ójöfnuður og endurteknar kreppur. Efnahagslega óvissan blasir við hér á landi: ungt fólk á erfitt með að koma sér inn á húsnæðismarkað, fasteignir eru dýrar, vextir háir og greiðslubyrðin þung. Og það er rándýrt að lifa, lítið eftir til að leggja fyrir. Að ekki sé minnst á leikskólavandann ógrátandi! En það er fleira sem grefur undan trú ungs fólks á getu stofnana til að bregðast við áföllum. Flóttamannavandinn, heimsfaraldurinn, loftslagskvíðinn og stríðin í heiminum með tilheyrandi mannfalli og hungri. Það kemur því tæpast á óvart að efasemdir um að lýðræðislegar stofnanir virki nútildags, kyndi undir vantrú unga fólksins á lýðræðinu. Justino bendir á að traust verði ekki endurheimt með orðræðu einni. Lýðræðið þurfi að skila áþreifanlegum árangri. Fyrst og fremst verði að tryggja ungu kynslóðinni viðráðanlegt húsnæði, mannsæmandi störf, lífvænlega plánetu og raunverulega þátttöku í stjórnmálum. Hún segir að ein áhrifaríkasta leiðin sé að efla félagslega vernd sem nái til allra og sé talin sanngjörn og aðgengileg. Sú stefna þurfi að taka mið af jafnvægi milli kynslóða. Af þessu má ráða að ungt fólk hafni ekki lýðræði sem hugmynd heldur þeirri útgáfu sem það upplifir sem ósanngjarna, ónæma og óábyrga. Nú ættu allar viðvörunarbjöllur að hringja: Ef stjórnvöld grípa ekki til aðgerða gæti lýðræðisrofið orðið dýpra og einræðistilburðir náð fótfestu. Til þess þarf pólitískt hugrekki og félagsleg kerfi sem endurspegla veruleika ungs fólks. Höfundur er fyrrverandi fréttamaður.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun