Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar 19. september 2025 12:31 Árleg evrópsk könnun sem var gerð í sumar meðal ungs fólks (16-26 ára) í sjö ríkjum álfunnar sýnir grafalvarlega þróun: færri en sex af hverjum tíu telja lýðræði besta stjórnarfarið. Það eru ekki aðeins blikur á lofti, það eru rauð ljós. Fimmtungur aðspurðra styður einræði við ákveðnar aðstæður og aðeins sex prósent telja að stjórnmálakerfið virki vel. Ég minnist þess ekki að könnunin hafi ratað á borð íslenskra fjölmiðla en niðurstöður hennar sýna að grundvallartraust á lýðræðinu stendur allt að því á brauðfótum. Fræðimenn hafa bent á að stofnanatraust fari minnkandi á heimsvísu, ekki síst meðal yngri kynslóðanna. Patricia Justino prófessor og næsti rektor Háskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU-Wider) segir í nýlegri grein að yfir fjórðungur þeirra sem fæddir eru á tíunda áratug síðustu aldar treysti stjórnvöldum alls ekki, samanborið við sautján prósent eldri borgara. Hún bendir á að Evrópa hafi um árabil verið undanskilin þessari þróun en nú sé unga fólkið orðið tortryggnara í garð lýðræðis en eldri kynslóðir. Þrennt skýrir að mestu þessa þróun: efnahagslega óvissa, ójöfnuður og endurteknar kreppur. Efnahagslega óvissan blasir við hér á landi: ungt fólk á erfitt með að koma sér inn á húsnæðismarkað, fasteignir eru dýrar, vextir háir og greiðslubyrðin þung. Og það er rándýrt að lifa, lítið eftir til að leggja fyrir. Að ekki sé minnst á leikskólavandann ógrátandi! En það er fleira sem grefur undan trú ungs fólks á getu stofnana til að bregðast við áföllum. Flóttamannavandinn, heimsfaraldurinn, loftslagskvíðinn og stríðin í heiminum með tilheyrandi mannfalli og hungri. Það kemur því tæpast á óvart að efasemdir um að lýðræðislegar stofnanir virki nútildags, kyndi undir vantrú unga fólksins á lýðræðinu. Justino bendir á að traust verði ekki endurheimt með orðræðu einni. Lýðræðið þurfi að skila áþreifanlegum árangri. Fyrst og fremst verði að tryggja ungu kynslóðinni viðráðanlegt húsnæði, mannsæmandi störf, lífvænlega plánetu og raunverulega þátttöku í stjórnmálum. Hún segir að ein áhrifaríkasta leiðin sé að efla félagslega vernd sem nái til allra og sé talin sanngjörn og aðgengileg. Sú stefna þurfi að taka mið af jafnvægi milli kynslóða. Af þessu má ráða að ungt fólk hafni ekki lýðræði sem hugmynd heldur þeirri útgáfu sem það upplifir sem ósanngjarna, ónæma og óábyrga. Nú ættu allar viðvörunarbjöllur að hringja: Ef stjórnvöld grípa ekki til aðgerða gæti lýðræðisrofið orðið dýpra og einræðistilburðir náð fótfestu. Til þess þarf pólitískt hugrekki og félagsleg kerfi sem endurspegla veruleika ungs fólks. Höfundur er fyrrverandi fréttamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Salvarsson Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Sjá meira
Árleg evrópsk könnun sem var gerð í sumar meðal ungs fólks (16-26 ára) í sjö ríkjum álfunnar sýnir grafalvarlega þróun: færri en sex af hverjum tíu telja lýðræði besta stjórnarfarið. Það eru ekki aðeins blikur á lofti, það eru rauð ljós. Fimmtungur aðspurðra styður einræði við ákveðnar aðstæður og aðeins sex prósent telja að stjórnmálakerfið virki vel. Ég minnist þess ekki að könnunin hafi ratað á borð íslenskra fjölmiðla en niðurstöður hennar sýna að grundvallartraust á lýðræðinu stendur allt að því á brauðfótum. Fræðimenn hafa bent á að stofnanatraust fari minnkandi á heimsvísu, ekki síst meðal yngri kynslóðanna. Patricia Justino prófessor og næsti rektor Háskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU-Wider) segir í nýlegri grein að yfir fjórðungur þeirra sem fæddir eru á tíunda áratug síðustu aldar treysti stjórnvöldum alls ekki, samanborið við sautján prósent eldri borgara. Hún bendir á að Evrópa hafi um árabil verið undanskilin þessari þróun en nú sé unga fólkið orðið tortryggnara í garð lýðræðis en eldri kynslóðir. Þrennt skýrir að mestu þessa þróun: efnahagslega óvissa, ójöfnuður og endurteknar kreppur. Efnahagslega óvissan blasir við hér á landi: ungt fólk á erfitt með að koma sér inn á húsnæðismarkað, fasteignir eru dýrar, vextir háir og greiðslubyrðin þung. Og það er rándýrt að lifa, lítið eftir til að leggja fyrir. Að ekki sé minnst á leikskólavandann ógrátandi! En það er fleira sem grefur undan trú ungs fólks á getu stofnana til að bregðast við áföllum. Flóttamannavandinn, heimsfaraldurinn, loftslagskvíðinn og stríðin í heiminum með tilheyrandi mannfalli og hungri. Það kemur því tæpast á óvart að efasemdir um að lýðræðislegar stofnanir virki nútildags, kyndi undir vantrú unga fólksins á lýðræðinu. Justino bendir á að traust verði ekki endurheimt með orðræðu einni. Lýðræðið þurfi að skila áþreifanlegum árangri. Fyrst og fremst verði að tryggja ungu kynslóðinni viðráðanlegt húsnæði, mannsæmandi störf, lífvænlega plánetu og raunverulega þátttöku í stjórnmálum. Hún segir að ein áhrifaríkasta leiðin sé að efla félagslega vernd sem nái til allra og sé talin sanngjörn og aðgengileg. Sú stefna þurfi að taka mið af jafnvægi milli kynslóða. Af þessu má ráða að ungt fólk hafni ekki lýðræði sem hugmynd heldur þeirri útgáfu sem það upplifir sem ósanngjarna, ónæma og óábyrga. Nú ættu allar viðvörunarbjöllur að hringja: Ef stjórnvöld grípa ekki til aðgerða gæti lýðræðisrofið orðið dýpra og einræðistilburðir náð fótfestu. Til þess þarf pólitískt hugrekki og félagsleg kerfi sem endurspegla veruleika ungs fólks. Höfundur er fyrrverandi fréttamaður.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun