Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Atli Ísleifsson skrifar 21. september 2025 07:03 Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri á Norðurlandi eystra hefur leitað til sveitarfélaganna til að fjármagna tilraunaverkefnið að hluta. Einhver þeirra hafa samþykkt að taka þátt, önnur ekki. Vísir/Anton Brink/dji Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hyggst ráðast tilraunaverkefni til tveggja ára þar sem drónar verða notaðir og sendir á vettvang á stöðum í umdæminu þar sem löggæsla er ekki mönnuð allan sólarhringinn. Markmið verkefnisins er að með drónunum verði hægt að auka viðbragðsgetu lögreglunnar þannig að lögreglan geti fyrr lagt mat á ástand þegar útköll verða og þannig aukið öryggi almennings og lögreglumanna. Í bréfi sem Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri hefur sent sveitarstjórnum í sex stærstu sveitarfélögum umdæmisins er óskað eftir 2,5 milljóna króna styrk á hverju um sig í þeim tilgangi að koma verkefninu af stað. Sveitarfélögin sem um ræðir eru Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð, Akureyri, Norðurþing, Þingeyjarsveit og Langanesbyggð. Páley segir að með markvissri uppsetningu sjálfvirkra flugdróna á lykilstöðum á Norðurlandi eystra megi byggja upp skilvirkt og tæknimiðað löggæsluumhverfi sem vinnur með lögreglu, en komi ekki í stað hennar. „Tæknin byggir á því að flugdrónum er fjarstýrt einkum frá lögreglustöðinni á Akureyri þar sem mönnun er allan sólarhringinn allt árið um kring. Eftir atvikum er einnig unnt að stýra þeim frá fjarskiptamiðstöð lögreglu í Skógarhlíð,“ segir í bréfinu. Hafa þegar pantað sex dróna Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur þegar pantað sex dróna ásamt nauðsynlegum búnaði auk þess að undirbúningur er hafinn að því að útvega nauðsynlega þjálfun. Frá Húsavík. Sveitarstjórn Norðurþings hyggst ekki styrkja tilraunaverkefnið enda telji hún það á könnu ríkisvaldsins að sinna löggæslu.Vísir/Vilhelm Kostnaður við verkefnið er sagður vera 30 milljónir króna og þar af 15 milljónir við kaup á búnaði. Um sé að ræða dróna af gerðinni DJI Dock 3 sem sé útbúinn fullkomnum myndavélum sem streymi myndefni til lögreglu. „Myndavélar eru með aðdrætti, náttsýn og möguleika til að greina hitaútstreymi. Geta þeirra til athafna er -30° til 50°C og flugþol við bestu aðstæður allt að 50 mínútur í senn.“ Frumkvöðlavinna og leið til að efla traust Páley segir að um sé að ræða tveggja ára tilraunaverkefni og að árangurinn og reynsla verði metin að tilraun lokinni. „Þetta er frumkvöðlavinna í löggæslu og leið embættisins til að efla traust á lögreglunni með því að bæta þjónustu sína við íbúa og gesti svæðisins og stuðla þannig að öflugra og öruggara samfélagi. Þá teljum við að þetta verkefni geti skilað þeirri niðurstöðu að unnt sé að auka möguleika lögreglu til þess að hraða málsmeðferð og afla sönnunargagna strax í upphafi máls. Þá metum við það jafnframt svo að tilraunaverkefnið geti jafnvel átt þátt í því að draga úr kolefnisspori lögreglunnar og annarra viðbragðsaðila með betri ákvarðanatöku og stuðlað þannig að skilvirkni í rekstri,“ segir lögreglustjórinn í bréfi sínu. Skiptar skoðanir sveitarstjórnanna Akureyrarbær og Dalvíkurbyggð hafa fyrir sitt leyti samþykkt styrkveitinguna. Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar hefur samþykkt að fresta afgreiðslu málsins og óska eftir frekari kynningu á erindinu frá lögreglunni. Sveitarstjórn Norðurþings hefur hins vegar hafnað því að veita styrk „enda á framfæri Ríkisins að sinna löggæslu“ líkt og segir í bókun. Ekki fæst sést á fundargerðum að sveitarstjórnir Fjallabyggðar og Landanesbyggðar hafi tekið erindið til afgreiðslu. Lögreglan Lögreglumál Akureyri Dalvíkurbyggð Fjallabyggð Norðurþing Langanesbyggð Þingeyjarsveit Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Sjá meira
Markmið verkefnisins er að með drónunum verði hægt að auka viðbragðsgetu lögreglunnar þannig að lögreglan geti fyrr lagt mat á ástand þegar útköll verða og þannig aukið öryggi almennings og lögreglumanna. Í bréfi sem Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri hefur sent sveitarstjórnum í sex stærstu sveitarfélögum umdæmisins er óskað eftir 2,5 milljóna króna styrk á hverju um sig í þeim tilgangi að koma verkefninu af stað. Sveitarfélögin sem um ræðir eru Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð, Akureyri, Norðurþing, Þingeyjarsveit og Langanesbyggð. Páley segir að með markvissri uppsetningu sjálfvirkra flugdróna á lykilstöðum á Norðurlandi eystra megi byggja upp skilvirkt og tæknimiðað löggæsluumhverfi sem vinnur með lögreglu, en komi ekki í stað hennar. „Tæknin byggir á því að flugdrónum er fjarstýrt einkum frá lögreglustöðinni á Akureyri þar sem mönnun er allan sólarhringinn allt árið um kring. Eftir atvikum er einnig unnt að stýra þeim frá fjarskiptamiðstöð lögreglu í Skógarhlíð,“ segir í bréfinu. Hafa þegar pantað sex dróna Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur þegar pantað sex dróna ásamt nauðsynlegum búnaði auk þess að undirbúningur er hafinn að því að útvega nauðsynlega þjálfun. Frá Húsavík. Sveitarstjórn Norðurþings hyggst ekki styrkja tilraunaverkefnið enda telji hún það á könnu ríkisvaldsins að sinna löggæslu.Vísir/Vilhelm Kostnaður við verkefnið er sagður vera 30 milljónir króna og þar af 15 milljónir við kaup á búnaði. Um sé að ræða dróna af gerðinni DJI Dock 3 sem sé útbúinn fullkomnum myndavélum sem streymi myndefni til lögreglu. „Myndavélar eru með aðdrætti, náttsýn og möguleika til að greina hitaútstreymi. Geta þeirra til athafna er -30° til 50°C og flugþol við bestu aðstæður allt að 50 mínútur í senn.“ Frumkvöðlavinna og leið til að efla traust Páley segir að um sé að ræða tveggja ára tilraunaverkefni og að árangurinn og reynsla verði metin að tilraun lokinni. „Þetta er frumkvöðlavinna í löggæslu og leið embættisins til að efla traust á lögreglunni með því að bæta þjónustu sína við íbúa og gesti svæðisins og stuðla þannig að öflugra og öruggara samfélagi. Þá teljum við að þetta verkefni geti skilað þeirri niðurstöðu að unnt sé að auka möguleika lögreglu til þess að hraða málsmeðferð og afla sönnunargagna strax í upphafi máls. Þá metum við það jafnframt svo að tilraunaverkefnið geti jafnvel átt þátt í því að draga úr kolefnisspori lögreglunnar og annarra viðbragðsaðila með betri ákvarðanatöku og stuðlað þannig að skilvirkni í rekstri,“ segir lögreglustjórinn í bréfi sínu. Skiptar skoðanir sveitarstjórnanna Akureyrarbær og Dalvíkurbyggð hafa fyrir sitt leyti samþykkt styrkveitinguna. Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar hefur samþykkt að fresta afgreiðslu málsins og óska eftir frekari kynningu á erindinu frá lögreglunni. Sveitarstjórn Norðurþings hefur hins vegar hafnað því að veita styrk „enda á framfæri Ríkisins að sinna löggæslu“ líkt og segir í bókun. Ekki fæst sést á fundargerðum að sveitarstjórnir Fjallabyggðar og Landanesbyggðar hafi tekið erindið til afgreiðslu.
Lögreglan Lögreglumál Akureyri Dalvíkurbyggð Fjallabyggð Norðurþing Langanesbyggð Þingeyjarsveit Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Sjá meira