Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Lovísa Arnardóttir skrifar 20. september 2025 08:46 Ted Cruz er til vinstri og Brendan Carr til hægri. Á milli þeirra er auglýsing fyrir kvikmyndina Goodfellas. Samsett Öldungadeildaþingmaðurinn Ted Cruz, Repúblikani frá Texas, líkti hótunum Brendan Carr, forstjóra Fjarskiptastofnunar Bandaríkjanna (FCC), um að afturkalla útvarpsleyfi ABC-stöðva vegna ummæla spjallþáttastjórnandans Jimmy Kimmel, við taktík skipulagðra glæpaforingja, mafíósa, í kvikmyndinni Goodfellas frá árinu 1990. „Jimmy Kimmel hefur verið rekinn. Hann hefur verið settur í ótímabundið leyfi. Mér finnst það frábært,“ sagði Cruz í upphafi hlaðvarps síns Verdict with Ted Cruz. Þrátt fyrir það sagði hann vandamál þessu tengt sem snúi að fyrsta ákvæði stjórnarskrárinnar sem fjallar um tjáningarfrelsi. Forsvarsmenn Disney og sjónvarpsstöðvarinnar ABC, sem er í eigu Disney, tóku þá ákvörðun í vikunni að hætta að sýna þátt Jimmys Kimmel um óákveðinn tíma. Var það gert eftir að yfirmaður Fjarskiptastofnunar Bandaríkjanna (FCC), gaf til kynna að útsendingaleyfi gæti verið tekið af sjónvarpsstöðvum sem sýna þættina. Cruz, sem áður var harður andstæðingur Donalds Trump en er nú einn helsti stuðningsmaður hans, sagði að ummæli Carr væru „ótrúlega hættuleg“ og varaði við að því að afskipti stjórnvalda og tilraun þeirra til að stjórna tjáningarfrelsinu í dag gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir þau komist Demókratar aftur til valda. Sjá einnig: Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma „Hann hótar berum orðum: „Við ætlum að ógilda útvarpsleyfi ABC. Við ætlum að taka hann af skjánum svo ABC geti ekki sent út lengur.“ ... Hann segir: „Það er hægt að gera þetta með auðveldum hætti, eða við getum þetta á erfiðan hátt“. Og ég verð að segja, þetta kemur beint úr Goodfellas. Þetta er alveg eins og ef mafíuforingi gengur inn á bar og segir: „Flottur bar sem þú rekur. Það væri synd ef eitthvað kæmi fyrir hann“,“ sagði Cruz í hlaðvarpinu um hótanir Carr. Gæti endað illa Cruz sagði enn fremur að hann „hataði“ það sem Jimmy Kimmel sagði um Charlie Kirk í þætti sínum og að hann væri ánægður að hann hefði verið rekinn en bætti þó við að ef stjórnvöld ætli að skipta sér af því sem fjölmiðlar segi og banna ákveðna fjölmiðlamenn eða miðla frá því að senda út gæti það endað illa fyrir íhaldsmenn. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf ekki mikið fyrir ummæli Cruz þegar hann var spurður um þau á fundi í Hvíta húsinu í gær. Hann sagði að sjónvarpsstöðvar væru hugsanlega að misnota leyfi sitt til að senda út og birta gagnrýni um hann. „Þegar þú ert með sjónvarpsstöðvar sem gefa einhverjum 97 prósent neikvæða umfjöllun þá held ég að það sé óheiðarlegt,“ sagði Trump og að hans mati væri Carr föðurlandsvinur og hugrakkur maður. Hann sagðist vera ósammála Cruz í þessu máli. Bandaríkin Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Morðið á Charlie Kirk Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
„Jimmy Kimmel hefur verið rekinn. Hann hefur verið settur í ótímabundið leyfi. Mér finnst það frábært,“ sagði Cruz í upphafi hlaðvarps síns Verdict with Ted Cruz. Þrátt fyrir það sagði hann vandamál þessu tengt sem snúi að fyrsta ákvæði stjórnarskrárinnar sem fjallar um tjáningarfrelsi. Forsvarsmenn Disney og sjónvarpsstöðvarinnar ABC, sem er í eigu Disney, tóku þá ákvörðun í vikunni að hætta að sýna þátt Jimmys Kimmel um óákveðinn tíma. Var það gert eftir að yfirmaður Fjarskiptastofnunar Bandaríkjanna (FCC), gaf til kynna að útsendingaleyfi gæti verið tekið af sjónvarpsstöðvum sem sýna þættina. Cruz, sem áður var harður andstæðingur Donalds Trump en er nú einn helsti stuðningsmaður hans, sagði að ummæli Carr væru „ótrúlega hættuleg“ og varaði við að því að afskipti stjórnvalda og tilraun þeirra til að stjórna tjáningarfrelsinu í dag gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir þau komist Demókratar aftur til valda. Sjá einnig: Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma „Hann hótar berum orðum: „Við ætlum að ógilda útvarpsleyfi ABC. Við ætlum að taka hann af skjánum svo ABC geti ekki sent út lengur.“ ... Hann segir: „Það er hægt að gera þetta með auðveldum hætti, eða við getum þetta á erfiðan hátt“. Og ég verð að segja, þetta kemur beint úr Goodfellas. Þetta er alveg eins og ef mafíuforingi gengur inn á bar og segir: „Flottur bar sem þú rekur. Það væri synd ef eitthvað kæmi fyrir hann“,“ sagði Cruz í hlaðvarpinu um hótanir Carr. Gæti endað illa Cruz sagði enn fremur að hann „hataði“ það sem Jimmy Kimmel sagði um Charlie Kirk í þætti sínum og að hann væri ánægður að hann hefði verið rekinn en bætti þó við að ef stjórnvöld ætli að skipta sér af því sem fjölmiðlar segi og banna ákveðna fjölmiðlamenn eða miðla frá því að senda út gæti það endað illa fyrir íhaldsmenn. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf ekki mikið fyrir ummæli Cruz þegar hann var spurður um þau á fundi í Hvíta húsinu í gær. Hann sagði að sjónvarpsstöðvar væru hugsanlega að misnota leyfi sitt til að senda út og birta gagnrýni um hann. „Þegar þú ert með sjónvarpsstöðvar sem gefa einhverjum 97 prósent neikvæða umfjöllun þá held ég að það sé óheiðarlegt,“ sagði Trump og að hans mati væri Carr föðurlandsvinur og hugrakkur maður. Hann sagðist vera ósammála Cruz í þessu máli.
Bandaríkin Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Morðið á Charlie Kirk Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira