Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Lovísa Arnardóttir skrifar 20. september 2025 08:46 Ted Cruz er til vinstri og Brendan Carr til hægri. Á milli þeirra er auglýsing fyrir kvikmyndina Goodfellas. Samsett Öldungadeildaþingmaðurinn Ted Cruz, Repúblikani frá Texas, líkti hótunum Brendan Carr, forstjóra Fjarskiptastofnunar Bandaríkjanna (FCC), um að afturkalla útvarpsleyfi ABC-stöðva vegna ummæla spjallþáttastjórnandans Jimmy Kimmel, við taktík skipulagðra glæpaforingja, mafíósa, í kvikmyndinni Goodfellas frá árinu 1990. „Jimmy Kimmel hefur verið rekinn. Hann hefur verið settur í ótímabundið leyfi. Mér finnst það frábært,“ sagði Cruz í upphafi hlaðvarps síns Verdict with Ted Cruz. Þrátt fyrir það sagði hann vandamál þessu tengt sem snúi að fyrsta ákvæði stjórnarskrárinnar sem fjallar um tjáningarfrelsi. Forsvarsmenn Disney og sjónvarpsstöðvarinnar ABC, sem er í eigu Disney, tóku þá ákvörðun í vikunni að hætta að sýna þátt Jimmys Kimmel um óákveðinn tíma. Var það gert eftir að yfirmaður Fjarskiptastofnunar Bandaríkjanna (FCC), gaf til kynna að útsendingaleyfi gæti verið tekið af sjónvarpsstöðvum sem sýna þættina. Cruz, sem áður var harður andstæðingur Donalds Trump en er nú einn helsti stuðningsmaður hans, sagði að ummæli Carr væru „ótrúlega hættuleg“ og varaði við að því að afskipti stjórnvalda og tilraun þeirra til að stjórna tjáningarfrelsinu í dag gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir þau komist Demókratar aftur til valda. Sjá einnig: Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma „Hann hótar berum orðum: „Við ætlum að ógilda útvarpsleyfi ABC. Við ætlum að taka hann af skjánum svo ABC geti ekki sent út lengur.“ ... Hann segir: „Það er hægt að gera þetta með auðveldum hætti, eða við getum þetta á erfiðan hátt“. Og ég verð að segja, þetta kemur beint úr Goodfellas. Þetta er alveg eins og ef mafíuforingi gengur inn á bar og segir: „Flottur bar sem þú rekur. Það væri synd ef eitthvað kæmi fyrir hann“,“ sagði Cruz í hlaðvarpinu um hótanir Carr. Gæti endað illa Cruz sagði enn fremur að hann „hataði“ það sem Jimmy Kimmel sagði um Charlie Kirk í þætti sínum og að hann væri ánægður að hann hefði verið rekinn en bætti þó við að ef stjórnvöld ætli að skipta sér af því sem fjölmiðlar segi og banna ákveðna fjölmiðlamenn eða miðla frá því að senda út gæti það endað illa fyrir íhaldsmenn. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf ekki mikið fyrir ummæli Cruz þegar hann var spurður um þau á fundi í Hvíta húsinu í gær. Hann sagði að sjónvarpsstöðvar væru hugsanlega að misnota leyfi sitt til að senda út og birta gagnrýni um hann. „Þegar þú ert með sjónvarpsstöðvar sem gefa einhverjum 97 prósent neikvæða umfjöllun þá held ég að það sé óheiðarlegt,“ sagði Trump og að hans mati væri Carr föðurlandsvinur og hugrakkur maður. Hann sagðist vera ósammála Cruz í þessu máli. Bandaríkin Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Morðið á Charlie Kirk Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Sjá meira
„Jimmy Kimmel hefur verið rekinn. Hann hefur verið settur í ótímabundið leyfi. Mér finnst það frábært,“ sagði Cruz í upphafi hlaðvarps síns Verdict with Ted Cruz. Þrátt fyrir það sagði hann vandamál þessu tengt sem snúi að fyrsta ákvæði stjórnarskrárinnar sem fjallar um tjáningarfrelsi. Forsvarsmenn Disney og sjónvarpsstöðvarinnar ABC, sem er í eigu Disney, tóku þá ákvörðun í vikunni að hætta að sýna þátt Jimmys Kimmel um óákveðinn tíma. Var það gert eftir að yfirmaður Fjarskiptastofnunar Bandaríkjanna (FCC), gaf til kynna að útsendingaleyfi gæti verið tekið af sjónvarpsstöðvum sem sýna þættina. Cruz, sem áður var harður andstæðingur Donalds Trump en er nú einn helsti stuðningsmaður hans, sagði að ummæli Carr væru „ótrúlega hættuleg“ og varaði við að því að afskipti stjórnvalda og tilraun þeirra til að stjórna tjáningarfrelsinu í dag gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir þau komist Demókratar aftur til valda. Sjá einnig: Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma „Hann hótar berum orðum: „Við ætlum að ógilda útvarpsleyfi ABC. Við ætlum að taka hann af skjánum svo ABC geti ekki sent út lengur.“ ... Hann segir: „Það er hægt að gera þetta með auðveldum hætti, eða við getum þetta á erfiðan hátt“. Og ég verð að segja, þetta kemur beint úr Goodfellas. Þetta er alveg eins og ef mafíuforingi gengur inn á bar og segir: „Flottur bar sem þú rekur. Það væri synd ef eitthvað kæmi fyrir hann“,“ sagði Cruz í hlaðvarpinu um hótanir Carr. Gæti endað illa Cruz sagði enn fremur að hann „hataði“ það sem Jimmy Kimmel sagði um Charlie Kirk í þætti sínum og að hann væri ánægður að hann hefði verið rekinn en bætti þó við að ef stjórnvöld ætli að skipta sér af því sem fjölmiðlar segi og banna ákveðna fjölmiðlamenn eða miðla frá því að senda út gæti það endað illa fyrir íhaldsmenn. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf ekki mikið fyrir ummæli Cruz þegar hann var spurður um þau á fundi í Hvíta húsinu í gær. Hann sagði að sjónvarpsstöðvar væru hugsanlega að misnota leyfi sitt til að senda út og birta gagnrýni um hann. „Þegar þú ert með sjónvarpsstöðvar sem gefa einhverjum 97 prósent neikvæða umfjöllun þá held ég að það sé óheiðarlegt,“ sagði Trump og að hans mati væri Carr föðurlandsvinur og hugrakkur maður. Hann sagðist vera ósammála Cruz í þessu máli.
Bandaríkin Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Morðið á Charlie Kirk Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Sjá meira