Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar 20. september 2025 20:30 Haustið heilsar, skólinn byrjaður, skólataskan komin á bakið og heimalestrarbókin á eldhúsborðið. Ballið er byrjað. Foreldrar/forráðamenn þið eruð bestu lestrarþjálfararnir og þátttaka ykkar í lestrarnáminu getur skipt sköpum. Það er mikil áskorun að heimalestur verði ekki kvöð heldur gæðastund ykkar og barnsins og heimalestrarbókin vinur. Heimalestur getur verið áskorun bæði fyrir börn og fullorðna, hann gengur ekki alltaf smurt en þá reynir á þolinmæði og þrautseigju ykkar. 15 mínútur á dag er oft sett sem viðmið en jafnvel það eitt og sér getur haft truflandi áhrif og valdið spennu svo að oft er meira fylgst með mínútum sem liðnar eru í stað innihaldi textans sem lesinn er. Hafið í huga að allur lestur skiptir máli, jafnvel stutt stund er betri en engin og líklegri til að kosta síður grát og gnístan tanna sé áskorunin varðandi heimalestur stór. Byrjið á þremur mínútum og svo má auka tímann þegar úthald og áhugi eykst. Takið af alla pressu en setjið markið á að barnið njóti stundarinnar. Ef barn nýtur þess að lesa og gleymir sér við innihaldið þá ætti engin klukka að stoppa lesturinn. Þegar barn hefur náð góðri færni þá er ekkert úr vegi að lesa upphátt í stutta stund og fá leiðsögn við lesturinn og svo framhald í hljóði. Ef að heimaþjálfun á að vera líkleg til að efla færni barns í lestri er mikilvægt að lesefni samræmist færni barnsins og gott að miða við að barnið lesi textann um 95% rétt. Of þungur þjálfunartexti er hvorki til þess fallinn að byggja upp sjálfstraust né glæða áhuga á lestri. Í texta sem hentar lestrarfærni barnsins myndast flæði en í of þungum texta vill barnið hugsanlega giska eða lesa mörg orðin rangt, þá er gott að óska eftir öðru lesefni. Barnið þarf að upplifa tilfinninguna ÉG GET! við lesturinn. Þið foreldrar/forráðamenn ættuð að sitja við hlið barnsins og fylgjast með hvernig lesturinn gengur, les barnið rétt, stoppar það lesturinn við punkta, les það með spurnartón ef spurningarmerki. Þarna getið þið gripið inn í og gefið sýnishorn af því hvernig lesa má með áherslum, innlifun og mismunandi röddu til að glæða textann lífi. Stoppað ef koma framandi orð eða orðasambönd og útskýrt en þannig eflið þið orðaforðann en góður orðaforði er forsenda góðs lesskilnings. Að tala saman um innihald textans sem lesinn er, hvað gerist fyrst og hvað gerist svo og hvað var skemmtilegt, sorglegt og þar fram eftir götunum þjálfar skilninginn. Kæru foreldrar/forráðamenn takið hlutverk ykkar sem lestrarþjálfara alvarlega, gefið ykkur tíma, skapið notalegt andrúmsloft og gerið allt sem í ykkar valdi stendur til að skapa gæðastund með barni og bók/þjálfunarefni. Þannig nást framfarir og til þess er leikurinn gerður. Gerið heimalestur að gæðastund og forðist grátur og gnístan tanna! Höfundur er læsisfræðingur og sérkennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svava Þ. Hjaltalín Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Haustið heilsar, skólinn byrjaður, skólataskan komin á bakið og heimalestrarbókin á eldhúsborðið. Ballið er byrjað. Foreldrar/forráðamenn þið eruð bestu lestrarþjálfararnir og þátttaka ykkar í lestrarnáminu getur skipt sköpum. Það er mikil áskorun að heimalestur verði ekki kvöð heldur gæðastund ykkar og barnsins og heimalestrarbókin vinur. Heimalestur getur verið áskorun bæði fyrir börn og fullorðna, hann gengur ekki alltaf smurt en þá reynir á þolinmæði og þrautseigju ykkar. 15 mínútur á dag er oft sett sem viðmið en jafnvel það eitt og sér getur haft truflandi áhrif og valdið spennu svo að oft er meira fylgst með mínútum sem liðnar eru í stað innihaldi textans sem lesinn er. Hafið í huga að allur lestur skiptir máli, jafnvel stutt stund er betri en engin og líklegri til að kosta síður grát og gnístan tanna sé áskorunin varðandi heimalestur stór. Byrjið á þremur mínútum og svo má auka tímann þegar úthald og áhugi eykst. Takið af alla pressu en setjið markið á að barnið njóti stundarinnar. Ef barn nýtur þess að lesa og gleymir sér við innihaldið þá ætti engin klukka að stoppa lesturinn. Þegar barn hefur náð góðri færni þá er ekkert úr vegi að lesa upphátt í stutta stund og fá leiðsögn við lesturinn og svo framhald í hljóði. Ef að heimaþjálfun á að vera líkleg til að efla færni barns í lestri er mikilvægt að lesefni samræmist færni barnsins og gott að miða við að barnið lesi textann um 95% rétt. Of þungur þjálfunartexti er hvorki til þess fallinn að byggja upp sjálfstraust né glæða áhuga á lestri. Í texta sem hentar lestrarfærni barnsins myndast flæði en í of þungum texta vill barnið hugsanlega giska eða lesa mörg orðin rangt, þá er gott að óska eftir öðru lesefni. Barnið þarf að upplifa tilfinninguna ÉG GET! við lesturinn. Þið foreldrar/forráðamenn ættuð að sitja við hlið barnsins og fylgjast með hvernig lesturinn gengur, les barnið rétt, stoppar það lesturinn við punkta, les það með spurnartón ef spurningarmerki. Þarna getið þið gripið inn í og gefið sýnishorn af því hvernig lesa má með áherslum, innlifun og mismunandi röddu til að glæða textann lífi. Stoppað ef koma framandi orð eða orðasambönd og útskýrt en þannig eflið þið orðaforðann en góður orðaforði er forsenda góðs lesskilnings. Að tala saman um innihald textans sem lesinn er, hvað gerist fyrst og hvað gerist svo og hvað var skemmtilegt, sorglegt og þar fram eftir götunum þjálfar skilninginn. Kæru foreldrar/forráðamenn takið hlutverk ykkar sem lestrarþjálfara alvarlega, gefið ykkur tíma, skapið notalegt andrúmsloft og gerið allt sem í ykkar valdi stendur til að skapa gæðastund með barni og bók/þjálfunarefni. Þannig nást framfarir og til þess er leikurinn gerður. Gerið heimalestur að gæðastund og forðist grátur og gnístan tanna! Höfundur er læsisfræðingur og sérkennari
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun