Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar 20. september 2025 20:30 Haustið heilsar, skólinn byrjaður, skólataskan komin á bakið og heimalestrarbókin á eldhúsborðið. Ballið er byrjað. Foreldrar/forráðamenn þið eruð bestu lestrarþjálfararnir og þátttaka ykkar í lestrarnáminu getur skipt sköpum. Það er mikil áskorun að heimalestur verði ekki kvöð heldur gæðastund ykkar og barnsins og heimalestrarbókin vinur. Heimalestur getur verið áskorun bæði fyrir börn og fullorðna, hann gengur ekki alltaf smurt en þá reynir á þolinmæði og þrautseigju ykkar. 15 mínútur á dag er oft sett sem viðmið en jafnvel það eitt og sér getur haft truflandi áhrif og valdið spennu svo að oft er meira fylgst með mínútum sem liðnar eru í stað innihaldi textans sem lesinn er. Hafið í huga að allur lestur skiptir máli, jafnvel stutt stund er betri en engin og líklegri til að kosta síður grát og gnístan tanna sé áskorunin varðandi heimalestur stór. Byrjið á þremur mínútum og svo má auka tímann þegar úthald og áhugi eykst. Takið af alla pressu en setjið markið á að barnið njóti stundarinnar. Ef barn nýtur þess að lesa og gleymir sér við innihaldið þá ætti engin klukka að stoppa lesturinn. Þegar barn hefur náð góðri færni þá er ekkert úr vegi að lesa upphátt í stutta stund og fá leiðsögn við lesturinn og svo framhald í hljóði. Ef að heimaþjálfun á að vera líkleg til að efla færni barns í lestri er mikilvægt að lesefni samræmist færni barnsins og gott að miða við að barnið lesi textann um 95% rétt. Of þungur þjálfunartexti er hvorki til þess fallinn að byggja upp sjálfstraust né glæða áhuga á lestri. Í texta sem hentar lestrarfærni barnsins myndast flæði en í of þungum texta vill barnið hugsanlega giska eða lesa mörg orðin rangt, þá er gott að óska eftir öðru lesefni. Barnið þarf að upplifa tilfinninguna ÉG GET! við lesturinn. Þið foreldrar/forráðamenn ættuð að sitja við hlið barnsins og fylgjast með hvernig lesturinn gengur, les barnið rétt, stoppar það lesturinn við punkta, les það með spurnartón ef spurningarmerki. Þarna getið þið gripið inn í og gefið sýnishorn af því hvernig lesa má með áherslum, innlifun og mismunandi röddu til að glæða textann lífi. Stoppað ef koma framandi orð eða orðasambönd og útskýrt en þannig eflið þið orðaforðann en góður orðaforði er forsenda góðs lesskilnings. Að tala saman um innihald textans sem lesinn er, hvað gerist fyrst og hvað gerist svo og hvað var skemmtilegt, sorglegt og þar fram eftir götunum þjálfar skilninginn. Kæru foreldrar/forráðamenn takið hlutverk ykkar sem lestrarþjálfara alvarlega, gefið ykkur tíma, skapið notalegt andrúmsloft og gerið allt sem í ykkar valdi stendur til að skapa gæðastund með barni og bók/þjálfunarefni. Þannig nást framfarir og til þess er leikurinn gerður. Gerið heimalestur að gæðastund og forðist grátur og gnístan tanna! Höfundur er læsisfræðingur og sérkennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svava Þ. Hjaltalín Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Haustið heilsar, skólinn byrjaður, skólataskan komin á bakið og heimalestrarbókin á eldhúsborðið. Ballið er byrjað. Foreldrar/forráðamenn þið eruð bestu lestrarþjálfararnir og þátttaka ykkar í lestrarnáminu getur skipt sköpum. Það er mikil áskorun að heimalestur verði ekki kvöð heldur gæðastund ykkar og barnsins og heimalestrarbókin vinur. Heimalestur getur verið áskorun bæði fyrir börn og fullorðna, hann gengur ekki alltaf smurt en þá reynir á þolinmæði og þrautseigju ykkar. 15 mínútur á dag er oft sett sem viðmið en jafnvel það eitt og sér getur haft truflandi áhrif og valdið spennu svo að oft er meira fylgst með mínútum sem liðnar eru í stað innihaldi textans sem lesinn er. Hafið í huga að allur lestur skiptir máli, jafnvel stutt stund er betri en engin og líklegri til að kosta síður grát og gnístan tanna sé áskorunin varðandi heimalestur stór. Byrjið á þremur mínútum og svo má auka tímann þegar úthald og áhugi eykst. Takið af alla pressu en setjið markið á að barnið njóti stundarinnar. Ef barn nýtur þess að lesa og gleymir sér við innihaldið þá ætti engin klukka að stoppa lesturinn. Þegar barn hefur náð góðri færni þá er ekkert úr vegi að lesa upphátt í stutta stund og fá leiðsögn við lesturinn og svo framhald í hljóði. Ef að heimaþjálfun á að vera líkleg til að efla færni barns í lestri er mikilvægt að lesefni samræmist færni barnsins og gott að miða við að barnið lesi textann um 95% rétt. Of þungur þjálfunartexti er hvorki til þess fallinn að byggja upp sjálfstraust né glæða áhuga á lestri. Í texta sem hentar lestrarfærni barnsins myndast flæði en í of þungum texta vill barnið hugsanlega giska eða lesa mörg orðin rangt, þá er gott að óska eftir öðru lesefni. Barnið þarf að upplifa tilfinninguna ÉG GET! við lesturinn. Þið foreldrar/forráðamenn ættuð að sitja við hlið barnsins og fylgjast með hvernig lesturinn gengur, les barnið rétt, stoppar það lesturinn við punkta, les það með spurnartón ef spurningarmerki. Þarna getið þið gripið inn í og gefið sýnishorn af því hvernig lesa má með áherslum, innlifun og mismunandi röddu til að glæða textann lífi. Stoppað ef koma framandi orð eða orðasambönd og útskýrt en þannig eflið þið orðaforðann en góður orðaforði er forsenda góðs lesskilnings. Að tala saman um innihald textans sem lesinn er, hvað gerist fyrst og hvað gerist svo og hvað var skemmtilegt, sorglegt og þar fram eftir götunum þjálfar skilninginn. Kæru foreldrar/forráðamenn takið hlutverk ykkar sem lestrarþjálfara alvarlega, gefið ykkur tíma, skapið notalegt andrúmsloft og gerið allt sem í ykkar valdi stendur til að skapa gæðastund með barni og bók/þjálfunarefni. Þannig nást framfarir og til þess er leikurinn gerður. Gerið heimalestur að gæðastund og forðist grátur og gnístan tanna! Höfundur er læsisfræðingur og sérkennari
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun