Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Jón Ísak Ragnarsson skrifar 20. september 2025 22:00 Beate Meinl-Reisinger utanríkisráðherra Austurríkis. Getty Beate Meinl-Reisinger, utanríkisráðherra Austurríkis, hefur hvatt Evrópuríki til að draga sig ekki úr Eurovision vegna þátttöku Ísraela. Hollendingar, Spánverjar, Írar og Slóvenar hafa gefið það út að þau muni ekki taka þátt verði Ísraelar með. RÚV hefur einnig sett fyrirvara á þátttöku Íslands, og sagt hana ólíklega ef Ísrael verður með. Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva verður haldin í Vín í Austurríki næsta vor og mun það vera í sjötugasta skipti sem keppnin verður haldin. Um þessar mundir stendur yfir svokallað samráðsferli innan bandalags evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) vegna þeirrar stöðu sem er uppi en keppnin er sögð í sögulegri krísu vegna andstöðu sumra ríkja við þátttöku Ísraela vegna stríðrekstursins á Gasa. Í bréfi sem utanríkisráðherra Austurríkis sendi frá sér á föstudaginn og Reuters hefur undir höndum sagði hann að söngvakeppnin í Eurovision væri ekki viðeigandi vettvangur fyrir sniðgöngur og slíkt myndi aðeins dýpka gjár milli landanna. „Sem utanríkisráðherra landsins sem heldur keppnina á næsta ári hef ég gríðarlegar áhyggjur af þeirri sundrungu sem virðist ríkja í bandalagi evrópskra sjónvarpsstöðva um þetta mál.“ „Svona sundrung mun aðeins dýpka gjána milli okkar og koma í veg fyrir mikilvægt samtal milli listamanna og fólksins, og hún breytir engu um ástandið á Gasa og í Ísrael.“ „Að reka Ísraela úr keppninni eða sniðganga keppnina mun ekki leysa mannúðarkrísuna á Gasa ströndinni og mun ekki heldur stuðla að pólitískri lausn á málinu,“ sagði utanríkisráðherrann. Í gær var greint frá því að Danmörk verði með í keppninni, en þeir gerðu hins vegar þrjá fyrirvara um þátttöku sem enginn varðaði þátttöku Ísraels. Danskir Eurovision sérfræðingar segja að keppnin standi frammi fyrir einni stærstu áskorun í sögu keppninnar. „Við höfum ákveðið að segja hátt og skýrt að við verðum með í Eurovision,“ er haft eftir Gustav Lützhøft, menningarritstjóra hjá danska ríkisútvarpinu DR, í fréttum í vikunni. Hins vegar setur hann nokkra fyrirvara við fullyrðinguna. Það skuli ríkja breið evrópsk samstaða um keppnina, öryggisráðstafanir skulu vera í lagi og í þriðja lagi að keppnin verði eins laus við pólitík og kostur er. Verði þessi skilyrði uppfyllt sé ekkert því til fyrirstöðu að Danmörk verði með í keppninni. Ef ekki áskilji DR sér rétt til að endurskoða afstöðu sína til þátttöku. Spánn er eina landið af „stóru fimm“ sem hefur hótað sniðgöngu en spænska ríkisútvarpið hefur staðfest að Spánn muni ekki taka þátt verði Ísraelar meðal þátttökuþjóða. Greint var frá ákvörðuninni í vikunni sem hún hafði legið í loftinu síðustu vikurnar. Rúnar Freyr Gíslason verkefnastjóri hjá Rúv sagði fyrr í mánuðinum afar ólíklegt að Ísland verði með ef Ísraelar verði meðal þátttökuþjóða. Eurovision Eurovision 2026 Austurríki Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Spænska ríkisútvarpið hefur staðfest að Spánn muni ekki taka þátt í Eurovision í Vín á næsta ári, verði Ísraelar á meðal þátttökuþjóða. Áður hafa Hollendingar, Slóvenar, Írar og Íslendingar boðað það sama. 16. september 2025 11:24 Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Hollendingar hafa nú bæst í hóp þeirra sem segjast munu sniðganga Eurovision sem fram fer í Vín í Austurríki á næsta ári, verði Ísraelum heimilt að taka þátt. 12. september 2025 11:17 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Sjá meira
Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva verður haldin í Vín í Austurríki næsta vor og mun það vera í sjötugasta skipti sem keppnin verður haldin. Um þessar mundir stendur yfir svokallað samráðsferli innan bandalags evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) vegna þeirrar stöðu sem er uppi en keppnin er sögð í sögulegri krísu vegna andstöðu sumra ríkja við þátttöku Ísraela vegna stríðrekstursins á Gasa. Í bréfi sem utanríkisráðherra Austurríkis sendi frá sér á föstudaginn og Reuters hefur undir höndum sagði hann að söngvakeppnin í Eurovision væri ekki viðeigandi vettvangur fyrir sniðgöngur og slíkt myndi aðeins dýpka gjár milli landanna. „Sem utanríkisráðherra landsins sem heldur keppnina á næsta ári hef ég gríðarlegar áhyggjur af þeirri sundrungu sem virðist ríkja í bandalagi evrópskra sjónvarpsstöðva um þetta mál.“ „Svona sundrung mun aðeins dýpka gjána milli okkar og koma í veg fyrir mikilvægt samtal milli listamanna og fólksins, og hún breytir engu um ástandið á Gasa og í Ísrael.“ „Að reka Ísraela úr keppninni eða sniðganga keppnina mun ekki leysa mannúðarkrísuna á Gasa ströndinni og mun ekki heldur stuðla að pólitískri lausn á málinu,“ sagði utanríkisráðherrann. Í gær var greint frá því að Danmörk verði með í keppninni, en þeir gerðu hins vegar þrjá fyrirvara um þátttöku sem enginn varðaði þátttöku Ísraels. Danskir Eurovision sérfræðingar segja að keppnin standi frammi fyrir einni stærstu áskorun í sögu keppninnar. „Við höfum ákveðið að segja hátt og skýrt að við verðum með í Eurovision,“ er haft eftir Gustav Lützhøft, menningarritstjóra hjá danska ríkisútvarpinu DR, í fréttum í vikunni. Hins vegar setur hann nokkra fyrirvara við fullyrðinguna. Það skuli ríkja breið evrópsk samstaða um keppnina, öryggisráðstafanir skulu vera í lagi og í þriðja lagi að keppnin verði eins laus við pólitík og kostur er. Verði þessi skilyrði uppfyllt sé ekkert því til fyrirstöðu að Danmörk verði með í keppninni. Ef ekki áskilji DR sér rétt til að endurskoða afstöðu sína til þátttöku. Spánn er eina landið af „stóru fimm“ sem hefur hótað sniðgöngu en spænska ríkisútvarpið hefur staðfest að Spánn muni ekki taka þátt verði Ísraelar meðal þátttökuþjóða. Greint var frá ákvörðuninni í vikunni sem hún hafði legið í loftinu síðustu vikurnar. Rúnar Freyr Gíslason verkefnastjóri hjá Rúv sagði fyrr í mánuðinum afar ólíklegt að Ísland verði með ef Ísraelar verði meðal þátttökuþjóða.
Eurovision Eurovision 2026 Austurríki Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Spænska ríkisútvarpið hefur staðfest að Spánn muni ekki taka þátt í Eurovision í Vín á næsta ári, verði Ísraelar á meðal þátttökuþjóða. Áður hafa Hollendingar, Slóvenar, Írar og Íslendingar boðað það sama. 16. september 2025 11:24 Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Hollendingar hafa nú bæst í hóp þeirra sem segjast munu sniðganga Eurovision sem fram fer í Vín í Austurríki á næsta ári, verði Ísraelum heimilt að taka þátt. 12. september 2025 11:17 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Sjá meira
Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Spænska ríkisútvarpið hefur staðfest að Spánn muni ekki taka þátt í Eurovision í Vín á næsta ári, verði Ísraelar á meðal þátttökuþjóða. Áður hafa Hollendingar, Slóvenar, Írar og Íslendingar boðað það sama. 16. september 2025 11:24
Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Hollendingar hafa nú bæst í hóp þeirra sem segjast munu sniðganga Eurovision sem fram fer í Vín í Austurríki á næsta ári, verði Ísraelum heimilt að taka þátt. 12. september 2025 11:17