Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Kjartan Kjartansson skrifar 30. september 2025 14:20 Maximilian Krah var Evrópuþingmaður AfD. Hann er sakaður um að hafa þegið mútur frá Kínverjum og Rússum og aðstoðarmaður hans var dæmdur fyrir njósnir í þágu Kínverja í dag. AP/Michael Kappeler/DPA Dómstóll í Dresen dæmdi aðstoðarmann fyrrverandi Evrópuþingmanns öfgahægriflokksins Valkosts fyrir Þýskaland í tæplega fimm ára fangelsi fyrir njósnir í þágu Kínverja. Þingmaðurinn segist hafa verið grunlaus um njósnir aðstoðarmannsins þótt hann hafi sjálfur verið rannsakaður fyrir að þiggja mútur frá Kína og Rússlandi. Jian Guo, þýskur ríkisborgari af kínverskum uppruna, var aðstoðarmaður Maximilians Krah þegar hann var Evrópuþingmaður Valkosts fyrir Þýskaland (AfD). Þýska lögreglan handtók Guo í apríl í fyrra en hann var sakaður um að hafa verið útsendari kínversku leyniþjónustunnar um árabil. Saksóknarar héldu því fram að Guo hefði komið upplýsingum um samningaviðræður og ákvarðanir Evrópuþingsins til kínversku leyniþjónustunnar, safnað upplýsingum um leiðtoga AfD og njósnað um kínverska stjórnarandstæðinga og andófsfólk. Guo lýsti yfir sakleysi sínu en hlaut engu að síður fjögurra ára og níu mánaða fangelsisdóm í dag, að sögn dagblaðsins Politico. Krah, sem situr nú á þýska þinginu fyrir AfD, sagði fyrir dómi að hann hefði ekki vitað af njósnunum. Hann hefði aðeins ráðið Guo vegna tungumálahæfileika hans og reynslu. Húsleit var gerð á skrifstofu þingmannsins fyrr í þessum mánuði og þýska þingið svipti hann friðhelgi vegna rannsóknar á meintri mútuþægni hans. Hann heldur því fram að rannsóknin eigi sér pólitískar rætur. Þýskaland Kína Evrópusambandið Tengdar fréttir AfD náði ekki að sigra eftir hrinu hneykslismála Fjarhægriflokknum Valkosti fyrir Þýskaland (AfD) tókst ekki að tryggja sér neina sigra þrátt fyrir að hann bætti stöðu sína í kosningum í höfuðvígi sínu í Austur-Þýskalandi um helgina. Hvert hneykslismálið hefur rekið annað hjá flokknum síðustu vikurnar. 27. maí 2024 13:10 Segir ekki af sér þrátt fyrir njósnir aðstoðarmannsins Leiðtogi þýska hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) ætlar ekki að segja af sér þrátt fyrir að aðstoðarmaður hans sé sakaður um að njósna fyrir Kina. Hann hafi sjálfur ekkert gert af sér. 24. apríl 2024 13:56 Starfsmaður hægrijaðarflokks handtekinn fyrir njósnir fyrir Kína Þýska lögreglan handtók aðstoðarmann Evrópuþingmanns hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) sem er grunaður um að njósna fyrir kínversk stjórnvöld. Málið er sagt sérstaklega alvarlegt. 23. apríl 2024 08:46 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Jian Guo, þýskur ríkisborgari af kínverskum uppruna, var aðstoðarmaður Maximilians Krah þegar hann var Evrópuþingmaður Valkosts fyrir Þýskaland (AfD). Þýska lögreglan handtók Guo í apríl í fyrra en hann var sakaður um að hafa verið útsendari kínversku leyniþjónustunnar um árabil. Saksóknarar héldu því fram að Guo hefði komið upplýsingum um samningaviðræður og ákvarðanir Evrópuþingsins til kínversku leyniþjónustunnar, safnað upplýsingum um leiðtoga AfD og njósnað um kínverska stjórnarandstæðinga og andófsfólk. Guo lýsti yfir sakleysi sínu en hlaut engu að síður fjögurra ára og níu mánaða fangelsisdóm í dag, að sögn dagblaðsins Politico. Krah, sem situr nú á þýska þinginu fyrir AfD, sagði fyrir dómi að hann hefði ekki vitað af njósnunum. Hann hefði aðeins ráðið Guo vegna tungumálahæfileika hans og reynslu. Húsleit var gerð á skrifstofu þingmannsins fyrr í þessum mánuði og þýska þingið svipti hann friðhelgi vegna rannsóknar á meintri mútuþægni hans. Hann heldur því fram að rannsóknin eigi sér pólitískar rætur.
Þýskaland Kína Evrópusambandið Tengdar fréttir AfD náði ekki að sigra eftir hrinu hneykslismála Fjarhægriflokknum Valkosti fyrir Þýskaland (AfD) tókst ekki að tryggja sér neina sigra þrátt fyrir að hann bætti stöðu sína í kosningum í höfuðvígi sínu í Austur-Þýskalandi um helgina. Hvert hneykslismálið hefur rekið annað hjá flokknum síðustu vikurnar. 27. maí 2024 13:10 Segir ekki af sér þrátt fyrir njósnir aðstoðarmannsins Leiðtogi þýska hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) ætlar ekki að segja af sér þrátt fyrir að aðstoðarmaður hans sé sakaður um að njósna fyrir Kina. Hann hafi sjálfur ekkert gert af sér. 24. apríl 2024 13:56 Starfsmaður hægrijaðarflokks handtekinn fyrir njósnir fyrir Kína Þýska lögreglan handtók aðstoðarmann Evrópuþingmanns hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) sem er grunaður um að njósna fyrir kínversk stjórnvöld. Málið er sagt sérstaklega alvarlegt. 23. apríl 2024 08:46 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
AfD náði ekki að sigra eftir hrinu hneykslismála Fjarhægriflokknum Valkosti fyrir Þýskaland (AfD) tókst ekki að tryggja sér neina sigra þrátt fyrir að hann bætti stöðu sína í kosningum í höfuðvígi sínu í Austur-Þýskalandi um helgina. Hvert hneykslismálið hefur rekið annað hjá flokknum síðustu vikurnar. 27. maí 2024 13:10
Segir ekki af sér þrátt fyrir njósnir aðstoðarmannsins Leiðtogi þýska hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) ætlar ekki að segja af sér þrátt fyrir að aðstoðarmaður hans sé sakaður um að njósna fyrir Kina. Hann hafi sjálfur ekkert gert af sér. 24. apríl 2024 13:56
Starfsmaður hægrijaðarflokks handtekinn fyrir njósnir fyrir Kína Þýska lögreglan handtók aðstoðarmann Evrópuþingmanns hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) sem er grunaður um að njósna fyrir kínversk stjórnvöld. Málið er sagt sérstaklega alvarlegt. 23. apríl 2024 08:46