Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. október 2025 09:47 Rögnvaldur Hreiðarsson hætti dómgæslu fyrir nokkrum árum eftir langan feril með flautuna. vísir/bára Rögnvaldur Hreiðarsson, fyrrverandi körfuboltadómari og meðlimur í dómaranefnd KKÍ til sextán ára, stakk niður penna á Facebook og tjáði sig gagnrýnina á störf dómaranefndarinnar og svarar dómurunum sem fannst þeir settir til hliðar af henni. Mikið hefur verið rætt og ritað um vinnubrögð dómaranefndar KKÍ eftir að Davíð Tómas Tómasson steig fram og sagði frá ástæðum þess að hann er hættur dómgæslu. Jón Guðmundsson hafði svipaða sögu að segja af samskiptum við dómaranefnd og í gær tjáðu tvíburarnir Helgi og Sigurður Jónssynir sig um ástæður þess að þeir hættu að dæma. Fáir hafa dæmt fleiri leiki hérlendis en Rögnvaldur og þá sat hann lengi í dómaranefnd KKÍ. Hann hefur nú tjáð sig um gagnrýnina á störf dómaranefndarinnar. Hann hnýtir í Jón og tvíburana og fer yfir ástæður þess að þeir hættu dómgæslu, þvert á vilja dómaranefndarinnar að hans sögn. Rögnvaldur segir að tvíburarnir hafi verið mjög frambærilegir dómarar og fengið hraðan framgang. En þeir hafi ekki gert fyrirvara um forföll þegar raðað var niður á leiki og tekið illa í athugasemdir þess efnis. Þá hafi þeir átt í átökum við allavega einn dómara um tilhögun aksturs í leiki. Rögnvaldur segir að dómaranefnd hafi ekki sett þá Helga og Sigurð út af sakramentinu, heldur hafi þeir sjálfir talið að þeir gætu ekki unnið í þessu umhverfi. Hvað Jón varðar segir Rögnvaldur hann frábæran dómara og sterkan karakter. Hann hafi hins vegar ekki verið viljugur að dæma leiki í öðrum deildum en þeim efstu þegar hann sneri aftur í dómgæslu fyrir nokkrum árum. Í viðtali við Vísi sagðist Jón hafa komið að lokuðum dyrum hjá dómaranefndinni þegar hann vildi snúa aftur. Einnig segir Rögnvaldur að dómarar tali ótrúlega illa um dómaranefndir, þótt þeir segi það ekki beint við meðlimi hennar. Hann segir að viðbúið sé að gagnrýni heyrist í umhverfi kappsamra einstaklinga en einhver takmörk séu fyrir hvað menn láti út úr sér. Rögnvaldur segist jafnframt tilbúinn að ræða undir fjögur augu við þá aðila sem hafa gagnrýnt dómaranefndina. Báðir tvíburarnir hafa sett athugasemd við færslu Rögnvaldar og boðið honum heim til sín að ræða málin. Rögnvaldur hefur ekki brugðist við athugasemdum þeirra. Færslu Rögnvaldar má sjá hér fyrir neðan. Í síðustu viku sendi KKÍ frá sér yfirlýsingu vegna gagnrýninnar á störf dómaranefndar. Þar segir að málefni sem snúa að einstaklingum geti verið viðkvæm, þeim þyki miður hvar mál Davíðs sé statt en vill ekki og telur sig ekki vera heimilt til að tjá sig um málefni hans. KKÍ Körfubolti Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna Tengdar fréttir Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Helena Sverrisdóttir, leikjahæsta landsliðskona Íslands í körfubolta frá upphafi, hefur nú blandað sér í umræðuna um þá staðreynd að góðir körfuboltadómarar fái ekki að dæma leiki vegna samskipta við dómaranefnd KKÍ. 25. september 2025 08:32 Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Fátt heyrist frá Körfuknattleikssambandi Íslands eftir að dómarar kvörtuðu undan útilokunartilburðum dómaranefndar sambandsins. Sérfræðingur skilur ekki hvers vegna færum aðilum er ýtt til hliðar, vonast eftir lausn á samskiptavandamálum innan sambandsins og krefur það svara. 23. september 2025 23:00 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Sjá meira
Mikið hefur verið rætt og ritað um vinnubrögð dómaranefndar KKÍ eftir að Davíð Tómas Tómasson steig fram og sagði frá ástæðum þess að hann er hættur dómgæslu. Jón Guðmundsson hafði svipaða sögu að segja af samskiptum við dómaranefnd og í gær tjáðu tvíburarnir Helgi og Sigurður Jónssynir sig um ástæður þess að þeir hættu að dæma. Fáir hafa dæmt fleiri leiki hérlendis en Rögnvaldur og þá sat hann lengi í dómaranefnd KKÍ. Hann hefur nú tjáð sig um gagnrýnina á störf dómaranefndarinnar. Hann hnýtir í Jón og tvíburana og fer yfir ástæður þess að þeir hættu dómgæslu, þvert á vilja dómaranefndarinnar að hans sögn. Rögnvaldur segir að tvíburarnir hafi verið mjög frambærilegir dómarar og fengið hraðan framgang. En þeir hafi ekki gert fyrirvara um forföll þegar raðað var niður á leiki og tekið illa í athugasemdir þess efnis. Þá hafi þeir átt í átökum við allavega einn dómara um tilhögun aksturs í leiki. Rögnvaldur segir að dómaranefnd hafi ekki sett þá Helga og Sigurð út af sakramentinu, heldur hafi þeir sjálfir talið að þeir gætu ekki unnið í þessu umhverfi. Hvað Jón varðar segir Rögnvaldur hann frábæran dómara og sterkan karakter. Hann hafi hins vegar ekki verið viljugur að dæma leiki í öðrum deildum en þeim efstu þegar hann sneri aftur í dómgæslu fyrir nokkrum árum. Í viðtali við Vísi sagðist Jón hafa komið að lokuðum dyrum hjá dómaranefndinni þegar hann vildi snúa aftur. Einnig segir Rögnvaldur að dómarar tali ótrúlega illa um dómaranefndir, þótt þeir segi það ekki beint við meðlimi hennar. Hann segir að viðbúið sé að gagnrýni heyrist í umhverfi kappsamra einstaklinga en einhver takmörk séu fyrir hvað menn láti út úr sér. Rögnvaldur segist jafnframt tilbúinn að ræða undir fjögur augu við þá aðila sem hafa gagnrýnt dómaranefndina. Báðir tvíburarnir hafa sett athugasemd við færslu Rögnvaldar og boðið honum heim til sín að ræða málin. Rögnvaldur hefur ekki brugðist við athugasemdum þeirra. Færslu Rögnvaldar má sjá hér fyrir neðan. Í síðustu viku sendi KKÍ frá sér yfirlýsingu vegna gagnrýninnar á störf dómaranefndar. Þar segir að málefni sem snúa að einstaklingum geti verið viðkvæm, þeim þyki miður hvar mál Davíðs sé statt en vill ekki og telur sig ekki vera heimilt til að tjá sig um málefni hans.
KKÍ Körfubolti Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna Tengdar fréttir Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Helena Sverrisdóttir, leikjahæsta landsliðskona Íslands í körfubolta frá upphafi, hefur nú blandað sér í umræðuna um þá staðreynd að góðir körfuboltadómarar fái ekki að dæma leiki vegna samskipta við dómaranefnd KKÍ. 25. september 2025 08:32 Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Fátt heyrist frá Körfuknattleikssambandi Íslands eftir að dómarar kvörtuðu undan útilokunartilburðum dómaranefndar sambandsins. Sérfræðingur skilur ekki hvers vegna færum aðilum er ýtt til hliðar, vonast eftir lausn á samskiptavandamálum innan sambandsins og krefur það svara. 23. september 2025 23:00 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Sjá meira
Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Helena Sverrisdóttir, leikjahæsta landsliðskona Íslands í körfubolta frá upphafi, hefur nú blandað sér í umræðuna um þá staðreynd að góðir körfuboltadómarar fái ekki að dæma leiki vegna samskipta við dómaranefnd KKÍ. 25. september 2025 08:32
Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Fátt heyrist frá Körfuknattleikssambandi Íslands eftir að dómarar kvörtuðu undan útilokunartilburðum dómaranefndar sambandsins. Sérfræðingur skilur ekki hvers vegna færum aðilum er ýtt til hliðar, vonast eftir lausn á samskiptavandamálum innan sambandsins og krefur það svara. 23. september 2025 23:00
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum