Erlent

Ný­skipaðri ríkis­stjórn þegar hótað van­trausti

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Macron hefur nú skipað sjö forsætisráðherra, þar af fimm á síðustu tveimur árum.
Macron hefur nú skipað sjö forsætisráðherra, þar af fimm á síðustu tveimur árum. Getty/Kristian Tuxen Ladegaard

Ný ríkisstjórn hefur verið valin í Frakklandi en fjármálaráðherra verður Roland Lescure, náinn bandamaður Emmanuel Macron Frakklandsforseta og fyrrverandi meðlimur Sósíalistaflokksins.

Útnefningar Sebastien Lecornu, sem Macron skipaði forsætisráðherra fyrir um það bil mánuði síðan, eru sagðar hafa átt að höfða til vinstri flokkanna en flokkurinn Óbeygt Frakkland (LFI) hefur þegar tilkynnt að hann hyggist leggja fram vantraust á ríkisstjórnina.

Lecornu er fimmti forsætisráðherrann sem Macron skipar í embætti á tveimur árum en hann á það verkefni fyrir höndum að koma fjárlögum í gegn. Síðasta ríkisstjórn féll vegna andstöðu við gríðarlega óvinsælar en nauðsynlegar niðurskurðaraðgerðir í ríkisfjármálunum.

Nýr forsætisráðherra mun á morgun útlista stefnu sína á þinginu en Lecornu hefur talað um að marka nýja stefnu. Andstæðingar hans virðast þó hafa litla trú á að áherslur muni taka miklum breytingum og ljóst að það er harður róður framundan fyrir nýja ríkisstjórn.

Bruno Le Maire, fyrrverandi fjármálaráðherra, verður varnarmálaráðherra en utanríkisráðherrann Jean-Noël Barrot, innanríkisráðherrann Bruno Retailleau og dómsmálaráðherrann Gérald Darmanin halda emvættum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×