Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar 8. október 2025 07:01 Baráttan gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni hefur orðið öflugri á síðustu árum. Innan skólanna hefur ítrekað borist ákall um róttækar aðgerðir til að vernda börn og ungmenni. Sem betur fer hefur verið hlustað á þessar raddir. En baráttunni lýkur sennilega aldrei og þess vegna hef ég lagt fram fyrirspurn til mennta- og barnamálaráðherra um stöðu forvarnateyma grunnskóla. Með henni vil ég fá skýra mynd af því hvernig þessi mikilvæga aðgerð, sem ætlað er að vernda börn gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, stendur í dag. Forvarnateymi í hverjum grunnskóla Í júní 2020 samþykkti Alþingi þingsályktun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt aðgerðaáætlun fyrir árin 2021–2025. Ein af aðgerðum hennar, C.1., kveður á um að í hverjum grunnskóla starfi forvarnateymi sem tryggi kennslu í öllum árgöngum um kynbundið og kynferðislegt ofbeldi og áreitni, kennslu sem hæfir aldri og þroska nemenda. Teymið á jafnframt að vera kennurum og öðru starfsfólki til stuðnings og sjá til þess að fræðsla og þjálfun starfsfólks sé fullnægjandi. Þetta er framsækin og nauðsynleg aðgerð. Hún felur í sér að við tökum forvarnir alvarlega, ekki sem tilfallandi verkefni, heldur sem fastan hluta af menningu skólans og samfélagsins. Aðgerð merkt „lokið“ – en er hún það? Í mælaborði dómsmálaráðuneytisins, þar sem fylgst er með stöðu aðgerða í áætluninni, kemur fram að aðgerð C.1. teljist lokið, þar sem forvarnateymum hafi verið komið á í öllum grunnskólum. En aðkoma teyma að þessum málaflokki er ekki verkefni sem hægt er að „loka“. Hluti af ábyrgð þeirra er stöðug fræðsla, bæði til nemenda og starfsfólks, og sú fræðsla þarf að vera endurnýjuð, markviss og lifandi. Ég spyr því hvort virkni teyma hafi haldist óslitin frá því þau voru stofnuð, og hvernig sé tryggt að þessi mikilvæga vinna sé ekki orðin pappírsvinna sem hefur misst marks í daglegum veruleika skólanna. Þekking og yfirsýn sem vantar Þegar kallað var eftir upplýsingum um hlutfall starfsfólks sem lokið hafði námskeiði um þessi mál í vor, bárust svör aðeins frá 60% grunnskóla. Ef sama verður uppi á teningnum nú, má ljóst vera að okkur skortir yfirsýn yfir stöðuna. Það er bagalegt, ekki síst þegar við erum að tala um forvarnir sem snerta öryggi barna. Við eigum að vita með vissu hvernig staðan er, hjá öllum börnum í skólakerfinu, í stað þess að giska eða vona hið besta. Rödd ungmenna – alvöru aðgerðir sem skipta máli Ungmenni sjálf hafa lengi kallað eftir raunverulegum aðgerðum gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi. Samþykkt aðgerðaáætlunarinnar er í raun hluti af þeirri samfélagsbyltingu sem hefur átt sér stað á síðustu árum þar sem ungt fólk hefur verið leiðandi í því að kalla eftir breytingum. Það er mikilvægt að við höldum áfram að hlusta á ungmenni, fólkið sem hefur beina reynslu af því hvort aðgerðir séu að virka. Í vinnustofum sem Barnaheill hélt sl. vor kom það skýrt fram að fræðsla um þessi mál er of stopul og misjöfn eftir skólum. Fæst ungmennanna sögðust fá fræðslu reglulega, ólíkt því sem gildir um önnur forvarnarefni eins og umferð eða vímuefni. Þegar fulltrúar ungmenna komu á Alþingi í apríl síðastliðnum, sögðu þau að fræðslan væri oft tilviljanakennd og háð áhuga einstakra kennara eða skólastjóra. Þau hafa rétt fyrir sér. Það er ekki nóg að eiga góðar stefnur á pappír, þær þurfa að lifa í raunveruleikanum, í skólastofum landsins. Börn eiga rétt á öryggi – ekki áætlun sem gleymist Markmiðið með fyrirspurn minni er að fá skýra mynd af því hvernig forvarnateymi grunnskóla starfa í dag, og hvort þau uppfylla raunverulega það hlutverk sem Alþingi ætlaði þeim. Við skuldbundum okkur til að gera betur í þessum málum. Ekki vegna forms eða skýrslna, heldur vegna barna landsins. Börn eiga rétt á öryggi. Þau eiga rétt á fræðslu, skilningi og stuðningi til að greina og verjast ofbeldi og áreitni.Það er ábyrgð okkar allra! Stjórnvalda, sveitarfélaga, skóla, forráðamanna og samfélagsins alls að tryggja að þessi réttur sé ekki bara orð á blaði, heldur lifandi veruleiki í skólum landsins. Ég hvet mennta- og barnamálaráðherra til að tryggja að forvarnateymi grunnskóla fái þann stuðning, eftirfylgni og skýra ábyrgð sem þarf til að markmið áætlunarinnar náist til fulls. Því forvarnir sem virka eru forvarnir sem lifa. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi skólameistari Verkmenntaskóla Austurlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Samfylkingin Eydís Ásbjörnsdóttir Múlaþing Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Baráttan gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni hefur orðið öflugri á síðustu árum. Innan skólanna hefur ítrekað borist ákall um róttækar aðgerðir til að vernda börn og ungmenni. Sem betur fer hefur verið hlustað á þessar raddir. En baráttunni lýkur sennilega aldrei og þess vegna hef ég lagt fram fyrirspurn til mennta- og barnamálaráðherra um stöðu forvarnateyma grunnskóla. Með henni vil ég fá skýra mynd af því hvernig þessi mikilvæga aðgerð, sem ætlað er að vernda börn gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, stendur í dag. Forvarnateymi í hverjum grunnskóla Í júní 2020 samþykkti Alþingi þingsályktun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt aðgerðaáætlun fyrir árin 2021–2025. Ein af aðgerðum hennar, C.1., kveður á um að í hverjum grunnskóla starfi forvarnateymi sem tryggi kennslu í öllum árgöngum um kynbundið og kynferðislegt ofbeldi og áreitni, kennslu sem hæfir aldri og þroska nemenda. Teymið á jafnframt að vera kennurum og öðru starfsfólki til stuðnings og sjá til þess að fræðsla og þjálfun starfsfólks sé fullnægjandi. Þetta er framsækin og nauðsynleg aðgerð. Hún felur í sér að við tökum forvarnir alvarlega, ekki sem tilfallandi verkefni, heldur sem fastan hluta af menningu skólans og samfélagsins. Aðgerð merkt „lokið“ – en er hún það? Í mælaborði dómsmálaráðuneytisins, þar sem fylgst er með stöðu aðgerða í áætluninni, kemur fram að aðgerð C.1. teljist lokið, þar sem forvarnateymum hafi verið komið á í öllum grunnskólum. En aðkoma teyma að þessum málaflokki er ekki verkefni sem hægt er að „loka“. Hluti af ábyrgð þeirra er stöðug fræðsla, bæði til nemenda og starfsfólks, og sú fræðsla þarf að vera endurnýjuð, markviss og lifandi. Ég spyr því hvort virkni teyma hafi haldist óslitin frá því þau voru stofnuð, og hvernig sé tryggt að þessi mikilvæga vinna sé ekki orðin pappírsvinna sem hefur misst marks í daglegum veruleika skólanna. Þekking og yfirsýn sem vantar Þegar kallað var eftir upplýsingum um hlutfall starfsfólks sem lokið hafði námskeiði um þessi mál í vor, bárust svör aðeins frá 60% grunnskóla. Ef sama verður uppi á teningnum nú, má ljóst vera að okkur skortir yfirsýn yfir stöðuna. Það er bagalegt, ekki síst þegar við erum að tala um forvarnir sem snerta öryggi barna. Við eigum að vita með vissu hvernig staðan er, hjá öllum börnum í skólakerfinu, í stað þess að giska eða vona hið besta. Rödd ungmenna – alvöru aðgerðir sem skipta máli Ungmenni sjálf hafa lengi kallað eftir raunverulegum aðgerðum gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi. Samþykkt aðgerðaáætlunarinnar er í raun hluti af þeirri samfélagsbyltingu sem hefur átt sér stað á síðustu árum þar sem ungt fólk hefur verið leiðandi í því að kalla eftir breytingum. Það er mikilvægt að við höldum áfram að hlusta á ungmenni, fólkið sem hefur beina reynslu af því hvort aðgerðir séu að virka. Í vinnustofum sem Barnaheill hélt sl. vor kom það skýrt fram að fræðsla um þessi mál er of stopul og misjöfn eftir skólum. Fæst ungmennanna sögðust fá fræðslu reglulega, ólíkt því sem gildir um önnur forvarnarefni eins og umferð eða vímuefni. Þegar fulltrúar ungmenna komu á Alþingi í apríl síðastliðnum, sögðu þau að fræðslan væri oft tilviljanakennd og háð áhuga einstakra kennara eða skólastjóra. Þau hafa rétt fyrir sér. Það er ekki nóg að eiga góðar stefnur á pappír, þær þurfa að lifa í raunveruleikanum, í skólastofum landsins. Börn eiga rétt á öryggi – ekki áætlun sem gleymist Markmiðið með fyrirspurn minni er að fá skýra mynd af því hvernig forvarnateymi grunnskóla starfa í dag, og hvort þau uppfylla raunverulega það hlutverk sem Alþingi ætlaði þeim. Við skuldbundum okkur til að gera betur í þessum málum. Ekki vegna forms eða skýrslna, heldur vegna barna landsins. Börn eiga rétt á öryggi. Þau eiga rétt á fræðslu, skilningi og stuðningi til að greina og verjast ofbeldi og áreitni.Það er ábyrgð okkar allra! Stjórnvalda, sveitarfélaga, skóla, forráðamanna og samfélagsins alls að tryggja að þessi réttur sé ekki bara orð á blaði, heldur lifandi veruleiki í skólum landsins. Ég hvet mennta- og barnamálaráðherra til að tryggja að forvarnateymi grunnskóla fái þann stuðning, eftirfylgni og skýra ábyrgð sem þarf til að markmið áætlunarinnar náist til fulls. Því forvarnir sem virka eru forvarnir sem lifa. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi skólameistari Verkmenntaskóla Austurlands.
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun