Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar 8. október 2025 21:01 Lífsskoðunarfélög fjalla um siðferði, grunn þekkingar, gildi og helstu tímamót í lífi einstaklinga og fjölskyldna, meðal annars gegnum athafnir. Hugmyndagrunni þeirra hefur einkum verið skipt í tvo meginflokka: trúuðum og veraldlegum (án trúar á æðri mátt). Sé horft til þróunar síðari flokksins hérlendis hafa ekki verið miklar hreyfingar í fjölda veraldlegra (trúlausra) lífsskoðunarfélaga á landinu frá stofnun Siðmenntar árið 1990. Nú hefur átt sér stað sá viðburður að nýtt veraldlegt lífsskoðunarfélag hefur verið stofnað - húmanískt félag. Húmaníska lífsskoðunarfélagið Farsæld stofnað Farsæld var stofnað þann 23. mars síðastliðinn í Safnahúsi, Reykjavík. Stofnendur þess eru meðal annarra nokkrir af helstu burðarásum Siðmenntar frá árunum 1995 til 2018. Líkt og hjá Siðmennt er Amsterdam-yfirlýsing alþjóðlegra húmanista mikilvægur hluti af hugmyndagrunni félagsins en hún kom upphaflega fram árið 1952. Skyldleiki er því með hugmyndalegum grunni félaganna, en stofnendur Farsældar vilja taka upp á ný þráð þeirrar fjölbreyttu umræðu- og menntastarfsemi sem hluti þeirra byggði upp hjá Siðmennt og bæta við hana. Þess má sjá strax merki á vefsíðu Farsældar sem skartar fróðleik um húmanískar lífsskoðanir. Fleira mun vafalaust verða ólíkt milli félaganna en það endurspeglar að nokkru ólíka forgangsröðun í gildismati og áherslur í starfi. Farsæld byggir starf sitt einnig á grunni rökræðulýðræðis og dygðasiðfræði, með gagnrýninni hugsun og mannkostamenntun sem viðmið í störfum félagsmanna fyrir félagið. Nafnið Farsæld vísar til siðferðilegrar vegferðar manneskja og samfélaga til aukins þroska og blómstrunar í lífinu. Farsæld er nú að fara af stað með vetrardagskrá sína og þar sjást áherslurnar á umræðu- og menntastarf þess. Félagið býður upp á sveigjanlega athafnaþjónustu sem meðal annars tekur tillit til þarfa fyrir styttri giftingarathafnir. Nýverið sótti Farsæld um opinbera skráningu sem veraldlegt lífsskoðunarfélag þar sem það uppfyllir öll lagaleg skilyrði þar um. Alþjóðlegt samhengi húmanískra félaga Á alþjóðavísu eru veraldleg lífsskoðunarfélög flest kennd við húmanisma (120 félög starfandi í 60 löndum) en sum við raunhyggju (realism), fríþenkjara eða skynsemistrú (free thought), vísindalega sýn (scientific inquiry) eða veraldlega óhlutdræga skipan samfélaga (secularism eða „aðskilnað ríkis og kirkju“). Hjá Farsæld, líkt og hjá öðrum félögum húmanista víða um heim, er rík áhersla lögð á að styðja við heiðarlega, vísindalega öflun þekkingar og stuðning við heilsusamlegt líferni og forvarnandi aðgerðir líkt og bólusetningar og eflingu geðheilbrigðis. Jafnrétti, sjálfsákvörðunarréttur fólks um líf sitt, myndun og styrking dýrmætra tengsla, verndun lýðræðislegrar rökræðu og uppbygging gagnrýninnar hugsunar eru meðal hornsteina í stefnu félagsins. Farsæld og framtíð fjölbreyttrar húmanískrar hugsunar Samkvæmt skýrslu Þjóðskrár 1. júlí 2025 eru 60 skráð trú- og lífsskoðunarfélög, þar af 58 trúarleg af fjölbreyttu tagi þó flest séu afsprengi kristninnar. Líkt og þessi mikla flóra trúfélaga hérlendis gefur til kynna, þá er ekki ólíklegt að fjöldi veraldlegra lífsskoðunarfélaga muni aukast þegar fram í sækir, enda er mannlífið og áherslur þess hvarvetna fjölbreyttar. Það sem sameinar öll veraldleg lífsskoðunarfélög er einkum höfnun átrúnaðar á hugmyndir um æðri verur og það sem sameinar slík húmanísk lífsskoðunarfélög er sú sannfæring að heimspekilegt sammannlegt siðferði og rökstutt gildismat sé farsælasta leiðin til góðs lífs. Farsæld ætlar að leggja sitt af mörkum til að styðja við samfélagið með þetta að leiðarljósi. Höfundur er formaður lífsskoðunarfélagsins Farsældar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Mest lesið Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Lífsskoðunarfélög fjalla um siðferði, grunn þekkingar, gildi og helstu tímamót í lífi einstaklinga og fjölskyldna, meðal annars gegnum athafnir. Hugmyndagrunni þeirra hefur einkum verið skipt í tvo meginflokka: trúuðum og veraldlegum (án trúar á æðri mátt). Sé horft til þróunar síðari flokksins hérlendis hafa ekki verið miklar hreyfingar í fjölda veraldlegra (trúlausra) lífsskoðunarfélaga á landinu frá stofnun Siðmenntar árið 1990. Nú hefur átt sér stað sá viðburður að nýtt veraldlegt lífsskoðunarfélag hefur verið stofnað - húmanískt félag. Húmaníska lífsskoðunarfélagið Farsæld stofnað Farsæld var stofnað þann 23. mars síðastliðinn í Safnahúsi, Reykjavík. Stofnendur þess eru meðal annarra nokkrir af helstu burðarásum Siðmenntar frá árunum 1995 til 2018. Líkt og hjá Siðmennt er Amsterdam-yfirlýsing alþjóðlegra húmanista mikilvægur hluti af hugmyndagrunni félagsins en hún kom upphaflega fram árið 1952. Skyldleiki er því með hugmyndalegum grunni félaganna, en stofnendur Farsældar vilja taka upp á ný þráð þeirrar fjölbreyttu umræðu- og menntastarfsemi sem hluti þeirra byggði upp hjá Siðmennt og bæta við hana. Þess má sjá strax merki á vefsíðu Farsældar sem skartar fróðleik um húmanískar lífsskoðanir. Fleira mun vafalaust verða ólíkt milli félaganna en það endurspeglar að nokkru ólíka forgangsröðun í gildismati og áherslur í starfi. Farsæld byggir starf sitt einnig á grunni rökræðulýðræðis og dygðasiðfræði, með gagnrýninni hugsun og mannkostamenntun sem viðmið í störfum félagsmanna fyrir félagið. Nafnið Farsæld vísar til siðferðilegrar vegferðar manneskja og samfélaga til aukins þroska og blómstrunar í lífinu. Farsæld er nú að fara af stað með vetrardagskrá sína og þar sjást áherslurnar á umræðu- og menntastarf þess. Félagið býður upp á sveigjanlega athafnaþjónustu sem meðal annars tekur tillit til þarfa fyrir styttri giftingarathafnir. Nýverið sótti Farsæld um opinbera skráningu sem veraldlegt lífsskoðunarfélag þar sem það uppfyllir öll lagaleg skilyrði þar um. Alþjóðlegt samhengi húmanískra félaga Á alþjóðavísu eru veraldleg lífsskoðunarfélög flest kennd við húmanisma (120 félög starfandi í 60 löndum) en sum við raunhyggju (realism), fríþenkjara eða skynsemistrú (free thought), vísindalega sýn (scientific inquiry) eða veraldlega óhlutdræga skipan samfélaga (secularism eða „aðskilnað ríkis og kirkju“). Hjá Farsæld, líkt og hjá öðrum félögum húmanista víða um heim, er rík áhersla lögð á að styðja við heiðarlega, vísindalega öflun þekkingar og stuðning við heilsusamlegt líferni og forvarnandi aðgerðir líkt og bólusetningar og eflingu geðheilbrigðis. Jafnrétti, sjálfsákvörðunarréttur fólks um líf sitt, myndun og styrking dýrmætra tengsla, verndun lýðræðislegrar rökræðu og uppbygging gagnrýninnar hugsunar eru meðal hornsteina í stefnu félagsins. Farsæld og framtíð fjölbreyttrar húmanískrar hugsunar Samkvæmt skýrslu Þjóðskrár 1. júlí 2025 eru 60 skráð trú- og lífsskoðunarfélög, þar af 58 trúarleg af fjölbreyttu tagi þó flest séu afsprengi kristninnar. Líkt og þessi mikla flóra trúfélaga hérlendis gefur til kynna, þá er ekki ólíklegt að fjöldi veraldlegra lífsskoðunarfélaga muni aukast þegar fram í sækir, enda er mannlífið og áherslur þess hvarvetna fjölbreyttar. Það sem sameinar öll veraldleg lífsskoðunarfélög er einkum höfnun átrúnaðar á hugmyndir um æðri verur og það sem sameinar slík húmanísk lífsskoðunarfélög er sú sannfæring að heimspekilegt sammannlegt siðferði og rökstutt gildismat sé farsælasta leiðin til góðs lífs. Farsæld ætlar að leggja sitt af mörkum til að styðja við samfélagið með þetta að leiðarljósi. Höfundur er formaður lífsskoðunarfélagsins Farsældar.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar