Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Pálmi Þórsson skrifar 9. október 2025 18:31 Þórsarar hefja leiktíðina á tveimur töpum. Álftnesingar lögðu leið sýna í Hamingjuhöllina í kvöld og mættu þar Þór frá Þorlákshöfn, og unnu nítján stiga sigur, 89-70. Í síðustu umferð þá höfðu Álftnesingar farið illa með Ármenninga á heimavelli meðan Þórsarar máttu lúta í gras gegn Skagamönnum. Álftnesingar héldu því flugi áfram og tóku strax frumkvæði í leiknum í kvöld. Eftir aðeins 5 mínútna leik þá voru gestirnir komnir með 10 stiga forystu og varð munurinn aldrei mikið minni en það. Þórsarar reyndu hvað þeir gátu með góði baráttu en boltinn vildi alls ekki ofan í og staðan eftir 1. leikhluta var 16-22. Álftnesingar byrjuðu 2. leikhluta eins og þeir byrjuðu leikinn. Skoruðu 12 stig á móti 2 frá Þórsurum á fyrstu 5 mínútunum. Þórsarar reyndu síðan hvað þeir gátu að reyna troða sér aftur inn í leikinn en gestirnir gerðu mjög vel að loka á að það og staðan í hálfleik 29-42. Seinni hálfleikurinn var mjög tíðindalítill. Heimamenn gerðu sig oft líklega til að koma með áhlaup en það bara kom aldrei. Þeir settu kannski tvær körfur í röð en fengu þá kannski þrist í andlitið hinu megin. Leikurinn endaði því með góðum sigri Álftnesinga 70-89. Atvik leiksins Atvik leiksins eru fyrstu fimm mínúturnar í 1. og 2. leikhluta. Álftnesingar vinna þessar mínútur 25-5 og það er sirka það sem skildi liðin að. Stjörnur og skúrkar Ade Taqqivy Henry Murkey var frábær fyrir Álfnesinga. Hann skoraði 24 stig með 50% nýtingu og tók 7 fráköst. David Okeke var einnig ill viðráðanlegur með 21 stig og 17 fráköst. Skúrkurinn er þriggja stiga nýtingin hjá Þór en þeir hittu úr 10 þristum af 33. Dómarar Dómaratríóið í dag voru þeir Kristinn Óskarsson, Davið Kristján Hreiðarsson og Einar Valur Gunnarsson. Dæmdu þeir þennan virkilega vel. Gott flæði og klikkuðu á engu að manni sýndist. Stemning og umgjörð Það var vel mætt á völlinn í kvöld. Þröngt setið og mikill læti. Viðtöl Kjartan Atli: Takturinn okkar megin í fjörutíu mínútur Kjartan Atli Kjartansson þjálfari Álftnesinga sáttur með sína menn í kvöld. „Ánægður með orkustigið í liðinu. Vorum að gera vel á boltaskrínum. Það er svona það fyrsta sem kemur upp í hugann á mér. Og við vorum að hlaupa völlinn mjög vel. Það var svona takturinn í leiknum. Við vorum að gera skotin þeirra erfið, keyra vel upp völlinn og finna góðar stöður mjög fljótt í sókninni. Það er svona það sem stendur upp úr núna.“ En takturinn var einmitt Álftanes megin megnið af leiknum og uppskáru þeir eftir því. „Mér fannst þetta bara snúast um taktinn í leiknum. Þeir eru með rosalega hæfileikaríkt lið. Þeir eru með fjóra mjög flotta erlenda leikmenn sem allir koma með sitt að borðinu og passa vel saman. Svo eru þeir með reynslubolta í Davíð og Emil sem kunna þessa list að vera með sterkum mönnum og opna völlinn. Svo er Skarphéðinn bara mjög efnilegur leikmaður sem þeir fengu frá Selfossi. Þannig þetta er hörku lið og fyrir okkur þá var þetta bara spurning um taktinn í leiknum. Að hann væri okkar megin og mér fannst hann vera það í 40 mínútur. Mér fannst við ná að setja tóninn strax í byrjun. Þeir koma með aðeins áhlaup í byrjun 1.leikhluta en það var meira útaf því að við vorum meira óheppnir. Skot sem voru að fara ofan í en skrúfuðust uppúr. En eins og ég setji þá snerist þetta um taktinn í leiknum og hann var okkar megin,“ sagði Kjartan en Álftnesingar náðu aldrei að skilja þá eftir ef svo má segja. „Þórsliðið er rosalega gott skotlið. Gildið á hverju skoti er alltaf mjög hátt. Margfeldis áhrifin á að setja tvo, þrjá í röð þá minnkar munurinn hratt. Þannig þú þarft að vera einbeittur í gegnum það og vita afhverju þeir eru að fá opin skot og hvernig er hægt að stoppa það. Einnig þegar þú tekur mikið af þriggja stiga skotum þá verða fráköstin lengri og þeir voru að gera vel í að fara í sóknar fráköstin. Þannig þeir gerðu mjög vel að halda í okkur og slepptu aldrei takinu af okkur. Hörkuleikur og lokastaðan er eins og hún er og takturinn var eins og hann var en þeir spila mjög vel,“ sagði Kjartan. Uppgangurinn í körfunni á Álftanesi hefur verið í stöðugri uppbyggingu undanfarin ár en Kjartan er mjög stoltur af þeirri uppbyggingu í heimabænum. „Það er svona drifkrafturinn fyrir mig. Stóra hugmyndin er að byggja áfram körfuboltamenningu. Það er mjög sterkur hópur í kringum okkur og þetta hljómar kannski klisjulega en þegar lið finna að samfélagið er á bakvið það þá spila þau betur,“ sagði Kjartan að lokum. Lárus Jónsson: Komumst ekki úr þriðja gírnum Lárus Jónsson var að vonum svekktur að hafa ekki náð neinu úr þessum leik. „Mjög þungt tap. Við náðum einhvern veginn ekki að komast úr þriðja gír sóknarlega. Við gerðum ágætlega varnarlega. Þeir hitta mjög vel úr erfiðum skotum. Varnarleikurinn var fínn hjá okkur en við náðum aldrei að snúa leiknum okkur í vil. Mér fannst koma smá augnablik í fyrri hálfleik en þá ná þeir sóknarfrákasti og setja svo þrist. Þannig augnablikið var aldrei okkar. Við vorum í þriðja gír og þeir voru fjórða eða fimma allan leikinn. Mér fannst strákarnir vera berjast og allt svoleiðis. En þegar við skoruðum þá fengum við körfu í andlitið og við náðum aldrei augnablikinu til okkar.“ En það var einmitt mikil barátta í leiknum. „Þeir fengu smá verðlaun fyrir baráttuna. Við náðum því ekki.Við vorum alveg að berjast en fengum einhvern vegin ekkert út úr því. Ef við fórum í sóknarfráköst þá fengum við ekki annað skot út úr því heldur frekar villu eða eitthvað. Meðan þeir fóru í sóknarfráköst og fengu kannski þrist. Ég var kannski óánægður með tvo, þrjá kafla þar sem þeir náðu hröðum sóknum á okkur og voru að skora á okkur. Mér fannst við geta varið körfuna betur þar. Annars var ég bara sáttur með varnarleikinn en mér fannst sóknarleikurinn rosalega þungur hjá okkur. Mér fannst við of mikið reyna einn á einn. Boltinn flaut of lítið hjá okkur. Og það er bara góður varnarleikur hjá Álftanesi. Við náðum aldrei að brjóta þann múr,“ sagði Lárus. Þórsarar byrja þá tímabilið með tveimur töpum og eru það mikil vonbrigði. „Hefði alveg verið til í að byrja það akkúrat öfugt. En það er bara næsti leikur í þessu. Við getum ekkert annað gert, auðvitað vonbrigði að byrja þetta svona. Hefði viljað vinna báða þessa leiki. Útaf því að við erum í þessu til að vinna alla leiki,“ sagði Lárus að lokum. Bónus-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Álftanes
Álftnesingar lögðu leið sýna í Hamingjuhöllina í kvöld og mættu þar Þór frá Þorlákshöfn, og unnu nítján stiga sigur, 89-70. Í síðustu umferð þá höfðu Álftnesingar farið illa með Ármenninga á heimavelli meðan Þórsarar máttu lúta í gras gegn Skagamönnum. Álftnesingar héldu því flugi áfram og tóku strax frumkvæði í leiknum í kvöld. Eftir aðeins 5 mínútna leik þá voru gestirnir komnir með 10 stiga forystu og varð munurinn aldrei mikið minni en það. Þórsarar reyndu hvað þeir gátu með góði baráttu en boltinn vildi alls ekki ofan í og staðan eftir 1. leikhluta var 16-22. Álftnesingar byrjuðu 2. leikhluta eins og þeir byrjuðu leikinn. Skoruðu 12 stig á móti 2 frá Þórsurum á fyrstu 5 mínútunum. Þórsarar reyndu síðan hvað þeir gátu að reyna troða sér aftur inn í leikinn en gestirnir gerðu mjög vel að loka á að það og staðan í hálfleik 29-42. Seinni hálfleikurinn var mjög tíðindalítill. Heimamenn gerðu sig oft líklega til að koma með áhlaup en það bara kom aldrei. Þeir settu kannski tvær körfur í röð en fengu þá kannski þrist í andlitið hinu megin. Leikurinn endaði því með góðum sigri Álftnesinga 70-89. Atvik leiksins Atvik leiksins eru fyrstu fimm mínúturnar í 1. og 2. leikhluta. Álftnesingar vinna þessar mínútur 25-5 og það er sirka það sem skildi liðin að. Stjörnur og skúrkar Ade Taqqivy Henry Murkey var frábær fyrir Álfnesinga. Hann skoraði 24 stig með 50% nýtingu og tók 7 fráköst. David Okeke var einnig ill viðráðanlegur með 21 stig og 17 fráköst. Skúrkurinn er þriggja stiga nýtingin hjá Þór en þeir hittu úr 10 þristum af 33. Dómarar Dómaratríóið í dag voru þeir Kristinn Óskarsson, Davið Kristján Hreiðarsson og Einar Valur Gunnarsson. Dæmdu þeir þennan virkilega vel. Gott flæði og klikkuðu á engu að manni sýndist. Stemning og umgjörð Það var vel mætt á völlinn í kvöld. Þröngt setið og mikill læti. Viðtöl Kjartan Atli: Takturinn okkar megin í fjörutíu mínútur Kjartan Atli Kjartansson þjálfari Álftnesinga sáttur með sína menn í kvöld. „Ánægður með orkustigið í liðinu. Vorum að gera vel á boltaskrínum. Það er svona það fyrsta sem kemur upp í hugann á mér. Og við vorum að hlaupa völlinn mjög vel. Það var svona takturinn í leiknum. Við vorum að gera skotin þeirra erfið, keyra vel upp völlinn og finna góðar stöður mjög fljótt í sókninni. Það er svona það sem stendur upp úr núna.“ En takturinn var einmitt Álftanes megin megnið af leiknum og uppskáru þeir eftir því. „Mér fannst þetta bara snúast um taktinn í leiknum. Þeir eru með rosalega hæfileikaríkt lið. Þeir eru með fjóra mjög flotta erlenda leikmenn sem allir koma með sitt að borðinu og passa vel saman. Svo eru þeir með reynslubolta í Davíð og Emil sem kunna þessa list að vera með sterkum mönnum og opna völlinn. Svo er Skarphéðinn bara mjög efnilegur leikmaður sem þeir fengu frá Selfossi. Þannig þetta er hörku lið og fyrir okkur þá var þetta bara spurning um taktinn í leiknum. Að hann væri okkar megin og mér fannst hann vera það í 40 mínútur. Mér fannst við ná að setja tóninn strax í byrjun. Þeir koma með aðeins áhlaup í byrjun 1.leikhluta en það var meira útaf því að við vorum meira óheppnir. Skot sem voru að fara ofan í en skrúfuðust uppúr. En eins og ég setji þá snerist þetta um taktinn í leiknum og hann var okkar megin,“ sagði Kjartan en Álftnesingar náðu aldrei að skilja þá eftir ef svo má segja. „Þórsliðið er rosalega gott skotlið. Gildið á hverju skoti er alltaf mjög hátt. Margfeldis áhrifin á að setja tvo, þrjá í röð þá minnkar munurinn hratt. Þannig þú þarft að vera einbeittur í gegnum það og vita afhverju þeir eru að fá opin skot og hvernig er hægt að stoppa það. Einnig þegar þú tekur mikið af þriggja stiga skotum þá verða fráköstin lengri og þeir voru að gera vel í að fara í sóknar fráköstin. Þannig þeir gerðu mjög vel að halda í okkur og slepptu aldrei takinu af okkur. Hörkuleikur og lokastaðan er eins og hún er og takturinn var eins og hann var en þeir spila mjög vel,“ sagði Kjartan. Uppgangurinn í körfunni á Álftanesi hefur verið í stöðugri uppbyggingu undanfarin ár en Kjartan er mjög stoltur af þeirri uppbyggingu í heimabænum. „Það er svona drifkrafturinn fyrir mig. Stóra hugmyndin er að byggja áfram körfuboltamenningu. Það er mjög sterkur hópur í kringum okkur og þetta hljómar kannski klisjulega en þegar lið finna að samfélagið er á bakvið það þá spila þau betur,“ sagði Kjartan að lokum. Lárus Jónsson: Komumst ekki úr þriðja gírnum Lárus Jónsson var að vonum svekktur að hafa ekki náð neinu úr þessum leik. „Mjög þungt tap. Við náðum einhvern veginn ekki að komast úr þriðja gír sóknarlega. Við gerðum ágætlega varnarlega. Þeir hitta mjög vel úr erfiðum skotum. Varnarleikurinn var fínn hjá okkur en við náðum aldrei að snúa leiknum okkur í vil. Mér fannst koma smá augnablik í fyrri hálfleik en þá ná þeir sóknarfrákasti og setja svo þrist. Þannig augnablikið var aldrei okkar. Við vorum í þriðja gír og þeir voru fjórða eða fimma allan leikinn. Mér fannst strákarnir vera berjast og allt svoleiðis. En þegar við skoruðum þá fengum við körfu í andlitið og við náðum aldrei augnablikinu til okkar.“ En það var einmitt mikil barátta í leiknum. „Þeir fengu smá verðlaun fyrir baráttuna. Við náðum því ekki.Við vorum alveg að berjast en fengum einhvern vegin ekkert út úr því. Ef við fórum í sóknarfráköst þá fengum við ekki annað skot út úr því heldur frekar villu eða eitthvað. Meðan þeir fóru í sóknarfráköst og fengu kannski þrist. Ég var kannski óánægður með tvo, þrjá kafla þar sem þeir náðu hröðum sóknum á okkur og voru að skora á okkur. Mér fannst við geta varið körfuna betur þar. Annars var ég bara sáttur með varnarleikinn en mér fannst sóknarleikurinn rosalega þungur hjá okkur. Mér fannst við of mikið reyna einn á einn. Boltinn flaut of lítið hjá okkur. Og það er bara góður varnarleikur hjá Álftanesi. Við náðum aldrei að brjóta þann múr,“ sagði Lárus. Þórsarar byrja þá tímabilið með tveimur töpum og eru það mikil vonbrigði. „Hefði alveg verið til í að byrja það akkúrat öfugt. En það er bara næsti leikur í þessu. Við getum ekkert annað gert, auðvitað vonbrigði að byrja þetta svona. Hefði viljað vinna báða þessa leiki. Útaf því að við erum í þessu til að vinna alla leiki,“ sagði Lárus að lokum.
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti