Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar 10. október 2025 10:30 Sveitarfélög standa frammi fyrir margvíslegum áskorunum þegar kemur að fjárfestingu í innviðum og þjónustu fyrir íbúa landsins. Lykilatriði er að fjárfestingar nýtist vel og skili sér í öflugra samfélagi, sérstaklega í ljósi þess að sveitarfélög verja um 60% af fjármunum sínum í málefni barna og fjölskyldna. UNICEF á Íslandi og Kópavogsbær kynntu á dögunum leiðir til þess að auka virði fjárfestinga í málefnum barna á Fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna, en UNICEF vinnur með Barnvænum sveitarfélögum um allt land að því að innleiða lög um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Arðbær samfélög virða réttindi barna Þegar fjármunum er ráðstafað í fyrirbyggjandi aðgerðir sem koma í veg fyrir að barn verði fyrir skaða, er það fjárfesting sem kostar samfélagið minna til lengri tíma en aðgerðaleysi með tilheyrandi kostnaði fyrir einstaklinginn og samfélagið.[1] Þannig eru samfélög þar sem réttindi barna eru virt arðbærari en samfélög þar sem brotið er á réttindum barna. Sveitarfélög spila stórt hlutverk í því að tryggja að réttindi barna verði að veruleika og því er nauðsynlegt að horfa til ávinningsins af vandaðri fjárfestingu í þeirra þágu. Fjármálastjórnun sveitarfélaga snýst að miklu leyti um að tryggja jafnvægi milli fjárhagslegrar ábyrgðar og samfélagslegrar skyldu svo þau geti staðið undir skuldbindingum sínum og sinnt lögbundnum verkefnum á sjálfbæran hátt. Arðbær samfélög meta áhrif fjárhagsákvarðana á börn Mat á áhrifum ákvarðana á börn, eða svokallað barnvænt hagsmunamat, getur stutt sveitarfélög í að taka upplýstar fjárhagsákvarðanir sem styðja við réttindi barna. Það er nefnilega ekki bara samfélagslega ábyrgt af sveitarfélögum að innleiða lög um Barnasáttmálann, heldur er það einnig arðbært. Sveitarfélög geta stuðlað að upplýstri ákvörðunartöku og ábyrgri fjárfestingu með því að fylgja eftirfarandi fimm skrefum: Bæta gagnaöflun um réttindi barna í samhengi við fjármál sveitarfélagsins. Meta hagsmuni barni - með sérstakri áherslu á viðkvæma hópa barna. Efla þátttöku barna í fjárhagsferli sveitarfélagsins. Vinna að jafnrétti og koma í veg fyrir mismunun. Tryggja eftirfylgni og mat á árangri. Arðbær samfélög fjárfesta í réttindum barna Til þess að svara spurningunni sem sett er fram í titli greinarinnar: Getur fjárfesting í réttindum barna bætt fjárhag sveitarfélaganna? er svarið: Já! Til þess að tryggja bestu nýtingu þeirra fjármuna sem sveitarfélög verja í málefni barna á ári hverju þarf að tryggja ábyrga fjárfesting í réttindum barna og að þau séu höfð að leiðarljósi við fjárhagsákvarðanir. Ef öll sveitarfélög á Íslandi taka höndum saman og greina fjármál sveitarfélagsins út frá réttindum barna og fjárfesta í aðgerðum sem eru réttindum barna til framdráttar geta þau komið í veg fyrir óþarfa kostnað við að grípa of seint inn í mál þeirra barna sem þurfa stuðning. Með þessu tryggjum við betri nýtingu fjármagns sveitarfélaga og gerum réttindi allra barna að veruleika. Höfundur er sérfræðingur í mannréttindum barna og verkefnastjóri Barnvænna sveitarfélaga hjá UNICEF á Íslandi. World Health Organization, United Nations Children’s Fund, og World Bank Group, Nurturing Care for Early Childhood Development: A Framework for Helping Children Survive and Thrive to Transform Health and Human Potential (Geneva: WHO, 2018), https://apps.who.int/iris/bitstream/handle/10665/272603/9789241514064-eng.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Sveitarfélög standa frammi fyrir margvíslegum áskorunum þegar kemur að fjárfestingu í innviðum og þjónustu fyrir íbúa landsins. Lykilatriði er að fjárfestingar nýtist vel og skili sér í öflugra samfélagi, sérstaklega í ljósi þess að sveitarfélög verja um 60% af fjármunum sínum í málefni barna og fjölskyldna. UNICEF á Íslandi og Kópavogsbær kynntu á dögunum leiðir til þess að auka virði fjárfestinga í málefnum barna á Fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna, en UNICEF vinnur með Barnvænum sveitarfélögum um allt land að því að innleiða lög um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Arðbær samfélög virða réttindi barna Þegar fjármunum er ráðstafað í fyrirbyggjandi aðgerðir sem koma í veg fyrir að barn verði fyrir skaða, er það fjárfesting sem kostar samfélagið minna til lengri tíma en aðgerðaleysi með tilheyrandi kostnaði fyrir einstaklinginn og samfélagið.[1] Þannig eru samfélög þar sem réttindi barna eru virt arðbærari en samfélög þar sem brotið er á réttindum barna. Sveitarfélög spila stórt hlutverk í því að tryggja að réttindi barna verði að veruleika og því er nauðsynlegt að horfa til ávinningsins af vandaðri fjárfestingu í þeirra þágu. Fjármálastjórnun sveitarfélaga snýst að miklu leyti um að tryggja jafnvægi milli fjárhagslegrar ábyrgðar og samfélagslegrar skyldu svo þau geti staðið undir skuldbindingum sínum og sinnt lögbundnum verkefnum á sjálfbæran hátt. Arðbær samfélög meta áhrif fjárhagsákvarðana á börn Mat á áhrifum ákvarðana á börn, eða svokallað barnvænt hagsmunamat, getur stutt sveitarfélög í að taka upplýstar fjárhagsákvarðanir sem styðja við réttindi barna. Það er nefnilega ekki bara samfélagslega ábyrgt af sveitarfélögum að innleiða lög um Barnasáttmálann, heldur er það einnig arðbært. Sveitarfélög geta stuðlað að upplýstri ákvörðunartöku og ábyrgri fjárfestingu með því að fylgja eftirfarandi fimm skrefum: Bæta gagnaöflun um réttindi barna í samhengi við fjármál sveitarfélagsins. Meta hagsmuni barni - með sérstakri áherslu á viðkvæma hópa barna. Efla þátttöku barna í fjárhagsferli sveitarfélagsins. Vinna að jafnrétti og koma í veg fyrir mismunun. Tryggja eftirfylgni og mat á árangri. Arðbær samfélög fjárfesta í réttindum barna Til þess að svara spurningunni sem sett er fram í titli greinarinnar: Getur fjárfesting í réttindum barna bætt fjárhag sveitarfélaganna? er svarið: Já! Til þess að tryggja bestu nýtingu þeirra fjármuna sem sveitarfélög verja í málefni barna á ári hverju þarf að tryggja ábyrga fjárfesting í réttindum barna og að þau séu höfð að leiðarljósi við fjárhagsákvarðanir. Ef öll sveitarfélög á Íslandi taka höndum saman og greina fjármál sveitarfélagsins út frá réttindum barna og fjárfesta í aðgerðum sem eru réttindum barna til framdráttar geta þau komið í veg fyrir óþarfa kostnað við að grípa of seint inn í mál þeirra barna sem þurfa stuðning. Með þessu tryggjum við betri nýtingu fjármagns sveitarfélaga og gerum réttindi allra barna að veruleika. Höfundur er sérfræðingur í mannréttindum barna og verkefnastjóri Barnvænna sveitarfélaga hjá UNICEF á Íslandi. World Health Organization, United Nations Children’s Fund, og World Bank Group, Nurturing Care for Early Childhood Development: A Framework for Helping Children Survive and Thrive to Transform Health and Human Potential (Geneva: WHO, 2018), https://apps.who.int/iris/bitstream/handle/10665/272603/9789241514064-eng.pdf
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar