Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Lovísa Arnardóttir skrifar 10. október 2025 09:03 Formaður Nóbelsnefndarinnar sagði gildi Maríu og áratuga baráttu hennar samræmast gildum verðlaunanna. Vísir/Getty Norska Nóbelsnefndin tilkynnti rétt í þessu að María Corina Machado leiðtogi stjórnarandstöðunnar frá Venesúela hlaut friðarverðlaun Nóbels. Í tilkynningu nefndarinnar kom fram að verðlaunin færu til hugrakkrar konu og hún fengi verðlaunin fyrir sleitulausa baráttu sína fyrir lýðræði í Venesúela og að tryggja friðsamleg umskipti til lýðræðis frá einræði í Venesúela. Í tilkynningunni kom fram að Maria hefði sameinað stjórnarandstöðuna í Venesúela sem áður hafði verið sundruð. Ítrekað var mikilvægi þess að verja lýðræðið. Venesúela hefði þróast frá því að vera farsælt lýðræðisríki en að í dag væri krísa þar. Allt of margir lifi í fátækt. Um átta milljónir hafi flúið og stjórnarandstaðan orðið fyrir ítrekuðum árásum og verið fangelsuð. Starf í stjórnarandstöðu í Venesúela sé gríðarlega hættulegt og sem stofnandi Sumate hafi hún ávallt staðið fyrir þeim lýðræðislegu gildum, mannréttindum og sjálfstæðum dómstólum. Hún hafi varið áratugum í að verja frelsi Venesúelabúa. Maria Corina Machado leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela hlaut friðarverðlaun Nóbels. Vísir/EPA Meinað að bjóða sig fram Machado var leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela þegar umdeildar forsetakosningar fóru fram þar í fyrra. Henni var þó sjálfri meinað að bjóða sig fram. Stjórnarandstaðan taldi sig hafa sigrað Nicolás Maduro forseta og lagði fram gögn úr kosningavélum máli sínu til stuðnings. Þrátt fyrir það lýsti opinber kjörstjórn Maduro sigurvegara. Alþjóðlegar stofnanir og vestræn ríki hafa lýst yfir miklum efasemdum um heilindi kosninganna. Machado sakaði Maduro um að hafa haft rangt við í kosningunum og fór í kjölfarið í felur. Hún tók engu að síður þátt í mótmælum vitandi að hún ætti yfir höfuð sér að vera handtekin. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna segja að forsetakosningar sem fóru fram í Venesúela á síðasta ári hafi skort gegnsæi og heilindi. Sýnt frá fundi í morgun Sýnt var beint frá fréttamannafundinum þar sem formaður nefndarinnar tilkynnti um verðlaunahafa klukkan níu í morgun. Barátta fyrir kjarnorkulausum heimi og gegn kúgun kvenna Búið er að veita friðarverðlaun Nóbels 105 sinnum frá árinu 1901. Alls voru 338 tilnefndir til verðlaunanna í ár. Tilnefningum er haldið leyndum í fimmtíu ár eftir að verðlaunin eru veitt. Alls hafa 111 einstaklingar og 28 samtök hafa hlotið friðarverðlaun Nóbels. Yngsta manneskjan til að hljóta þau er Malala Yousafzai en hún var 17 ára og elsta manneskan er Joseph Rotblat en hann var 86 ára. Japönsku samtökin Nihon Hidankyo sem voru stofnuð af eftirlifendum kjarnorkuárásanna á Hiroshima og Nagasaki hlutu friðarverðlaun Nóbels í fyrra. Verðlaunin fenug þau fyrir baráttu sína fyrir kjarnorkuvopnalausum heimi og fyrir að sýna með eigin vitnisburði hvers vegna aldrei megi beita kjarnavopnum aftur. Íranska baráttukonan og mannréttindafrömuðurinn Narges Mohammadi hlaut friðarverðlaun Nóbels árið áður, 2023, fyrir baráttu sína gegn kúgun kvenna í Íran og baráttu fyrir mannréttindum og frelsi allra. Venesúela Nóbelsverðlaun Noregur Tengdar fréttir Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Stjórnmálamenn í Noregi eru sagðir í viðbragðsstöðu vegna tilkynningar um handhafa friðarverðlauna Nóbels, þar sem Donald Trump Bandaríkjaforseta sé til alls trúandi ef hann hlýtur ekki verðlaunin. 10. október 2025 06:56 László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Ungverski rithöfundurinn og handritshöfundurinn László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. 9. október 2025 11:06 Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sænska vísindaakademían hefur ákveðið að veita þeim Susumu Kitagawa, Richard Robson og Omar M. Yaghi Nóbelsverðlaunin í efnafræði í ár. Þeir fá verðlaunin fyrir „þróun málmlífrænna grinda“. 8. október 2025 10:05 Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Sænska vísindaakademían hefur ákveðið að veita þeim John Clarke, Michel H. Devoret og John M. Martinis Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði. 7. október 2025 10:24 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Í tilkynningu nefndarinnar kom fram að verðlaunin færu til hugrakkrar konu og hún fengi verðlaunin fyrir sleitulausa baráttu sína fyrir lýðræði í Venesúela og að tryggja friðsamleg umskipti til lýðræðis frá einræði í Venesúela. Í tilkynningunni kom fram að Maria hefði sameinað stjórnarandstöðuna í Venesúela sem áður hafði verið sundruð. Ítrekað var mikilvægi þess að verja lýðræðið. Venesúela hefði þróast frá því að vera farsælt lýðræðisríki en að í dag væri krísa þar. Allt of margir lifi í fátækt. Um átta milljónir hafi flúið og stjórnarandstaðan orðið fyrir ítrekuðum árásum og verið fangelsuð. Starf í stjórnarandstöðu í Venesúela sé gríðarlega hættulegt og sem stofnandi Sumate hafi hún ávallt staðið fyrir þeim lýðræðislegu gildum, mannréttindum og sjálfstæðum dómstólum. Hún hafi varið áratugum í að verja frelsi Venesúelabúa. Maria Corina Machado leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela hlaut friðarverðlaun Nóbels. Vísir/EPA Meinað að bjóða sig fram Machado var leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela þegar umdeildar forsetakosningar fóru fram þar í fyrra. Henni var þó sjálfri meinað að bjóða sig fram. Stjórnarandstaðan taldi sig hafa sigrað Nicolás Maduro forseta og lagði fram gögn úr kosningavélum máli sínu til stuðnings. Þrátt fyrir það lýsti opinber kjörstjórn Maduro sigurvegara. Alþjóðlegar stofnanir og vestræn ríki hafa lýst yfir miklum efasemdum um heilindi kosninganna. Machado sakaði Maduro um að hafa haft rangt við í kosningunum og fór í kjölfarið í felur. Hún tók engu að síður þátt í mótmælum vitandi að hún ætti yfir höfuð sér að vera handtekin. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna segja að forsetakosningar sem fóru fram í Venesúela á síðasta ári hafi skort gegnsæi og heilindi. Sýnt frá fundi í morgun Sýnt var beint frá fréttamannafundinum þar sem formaður nefndarinnar tilkynnti um verðlaunahafa klukkan níu í morgun. Barátta fyrir kjarnorkulausum heimi og gegn kúgun kvenna Búið er að veita friðarverðlaun Nóbels 105 sinnum frá árinu 1901. Alls voru 338 tilnefndir til verðlaunanna í ár. Tilnefningum er haldið leyndum í fimmtíu ár eftir að verðlaunin eru veitt. Alls hafa 111 einstaklingar og 28 samtök hafa hlotið friðarverðlaun Nóbels. Yngsta manneskjan til að hljóta þau er Malala Yousafzai en hún var 17 ára og elsta manneskan er Joseph Rotblat en hann var 86 ára. Japönsku samtökin Nihon Hidankyo sem voru stofnuð af eftirlifendum kjarnorkuárásanna á Hiroshima og Nagasaki hlutu friðarverðlaun Nóbels í fyrra. Verðlaunin fenug þau fyrir baráttu sína fyrir kjarnorkuvopnalausum heimi og fyrir að sýna með eigin vitnisburði hvers vegna aldrei megi beita kjarnavopnum aftur. Íranska baráttukonan og mannréttindafrömuðurinn Narges Mohammadi hlaut friðarverðlaun Nóbels árið áður, 2023, fyrir baráttu sína gegn kúgun kvenna í Íran og baráttu fyrir mannréttindum og frelsi allra.
Venesúela Nóbelsverðlaun Noregur Tengdar fréttir Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Stjórnmálamenn í Noregi eru sagðir í viðbragðsstöðu vegna tilkynningar um handhafa friðarverðlauna Nóbels, þar sem Donald Trump Bandaríkjaforseta sé til alls trúandi ef hann hlýtur ekki verðlaunin. 10. október 2025 06:56 László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Ungverski rithöfundurinn og handritshöfundurinn László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. 9. október 2025 11:06 Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sænska vísindaakademían hefur ákveðið að veita þeim Susumu Kitagawa, Richard Robson og Omar M. Yaghi Nóbelsverðlaunin í efnafræði í ár. Þeir fá verðlaunin fyrir „þróun málmlífrænna grinda“. 8. október 2025 10:05 Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Sænska vísindaakademían hefur ákveðið að veita þeim John Clarke, Michel H. Devoret og John M. Martinis Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði. 7. október 2025 10:24 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Stjórnmálamenn í Noregi eru sagðir í viðbragðsstöðu vegna tilkynningar um handhafa friðarverðlauna Nóbels, þar sem Donald Trump Bandaríkjaforseta sé til alls trúandi ef hann hlýtur ekki verðlaunin. 10. október 2025 06:56
László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Ungverski rithöfundurinn og handritshöfundurinn László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. 9. október 2025 11:06
Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sænska vísindaakademían hefur ákveðið að veita þeim Susumu Kitagawa, Richard Robson og Omar M. Yaghi Nóbelsverðlaunin í efnafræði í ár. Þeir fá verðlaunin fyrir „þróun málmlífrænna grinda“. 8. október 2025 10:05
Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Sænska vísindaakademían hefur ákveðið að veita þeim John Clarke, Michel H. Devoret og John M. Martinis Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði. 7. október 2025 10:24