„Við vorum bara flottir í kvöld“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 10. október 2025 21:24 Arnar Gunnlaugsson gekk ekki svo svekktur af velli þrátt fyrir að Ísland hafi fengið fimm mörk á sig. vísir / anton brink „Þetta var skrítinn leikur“ sagði landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson eftir 3-5 tap fyrir Úkraínu. „Við erum að spila við Úkraínu sko, þetta er ekkert djók lið, og mér fannst við bara virkilega flottir stóran hluta af leiknum. Ég var bara virkilega stoltur af strákunum“ sagði landsliðsþjálfarinn einnig og hélt ræðu sinni áfram. Allir sem skilja fótbolta sjá það „Það er alltaf hægt að einfalda leikinn, ef við töpum erum við ömurlegir og ef við vinnum erum við frábærir, en þetta er ekki alveg svo einfalt sko. Ég ætla að vona að sem flestir sjái það, og ég held að allir sjái það sem skilja fótbolta, við vorum bara flottir í kvöld. Fáum á okkur klaufamörk, þetta er miskunnarlaus leikur.“ Eins og Ísland var 2013/14 „Mér líður eins og við séum svona 2013-14 [landslið Íslands.] Liðið er að mótast og að verða frábært lið, ungir strákar og orkumiklir, en þá koma stundum svona mistök fyrir sem erfitt er að útskýra. Mér leið eins og hvert einasta skipti sem þeir áttu skot á markið, þá var það mark. En heilt yfir man ég ekki eftir leik Íslands gegn svona sterkri þjóð á heimavelli þar sem við spilum jafn kraftmikinn og góðan fótbolta“ sagði Arnar og taldi upp ýmis atvik í leiknum þar sem leikmenn hefðu getað gert betur. Skemmti sér konunglega Eðlilega var margt sem lá á huga landsliðsþjálfarans um eftir átta marka leik, en hann dró svo hugsanir sínar saman og sagði skilaboð sín vera: „Ég skemmti mér konunglega, þetta var frábær leikur en við verðum að læra af svona leik. Karakter er líka orð sem stendur upp úr, það var sterkt að jafna eftir að hafa lent 3-1 undir“ sagði Arnar en lýsti því einnig að íslenska liðið væri enn ungt og, á köflum, barnalegt. „Með reynslu af þessu leveli og með því að spila fleiri stærri leiki, þá muntu ekki taka svona ákvarðanir eins og við gerðum í fyrstu þremur mörkunum… Ég held að það sé miklu auðveldara að laga það, þessi klaufamistök, heldur en að laga leik liðsins í heild sinni.“ Klippa: Arnar ræðir klaufamörkin og miskunnarleysi fótboltans Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Sjá meira
„Við erum að spila við Úkraínu sko, þetta er ekkert djók lið, og mér fannst við bara virkilega flottir stóran hluta af leiknum. Ég var bara virkilega stoltur af strákunum“ sagði landsliðsþjálfarinn einnig og hélt ræðu sinni áfram. Allir sem skilja fótbolta sjá það „Það er alltaf hægt að einfalda leikinn, ef við töpum erum við ömurlegir og ef við vinnum erum við frábærir, en þetta er ekki alveg svo einfalt sko. Ég ætla að vona að sem flestir sjái það, og ég held að allir sjái það sem skilja fótbolta, við vorum bara flottir í kvöld. Fáum á okkur klaufamörk, þetta er miskunnarlaus leikur.“ Eins og Ísland var 2013/14 „Mér líður eins og við séum svona 2013-14 [landslið Íslands.] Liðið er að mótast og að verða frábært lið, ungir strákar og orkumiklir, en þá koma stundum svona mistök fyrir sem erfitt er að útskýra. Mér leið eins og hvert einasta skipti sem þeir áttu skot á markið, þá var það mark. En heilt yfir man ég ekki eftir leik Íslands gegn svona sterkri þjóð á heimavelli þar sem við spilum jafn kraftmikinn og góðan fótbolta“ sagði Arnar og taldi upp ýmis atvik í leiknum þar sem leikmenn hefðu getað gert betur. Skemmti sér konunglega Eðlilega var margt sem lá á huga landsliðsþjálfarans um eftir átta marka leik, en hann dró svo hugsanir sínar saman og sagði skilaboð sín vera: „Ég skemmti mér konunglega, þetta var frábær leikur en við verðum að læra af svona leik. Karakter er líka orð sem stendur upp úr, það var sterkt að jafna eftir að hafa lent 3-1 undir“ sagði Arnar en lýsti því einnig að íslenska liðið væri enn ungt og, á köflum, barnalegt. „Með reynslu af þessu leveli og með því að spila fleiri stærri leiki, þá muntu ekki taka svona ákvarðanir eins og við gerðum í fyrstu þremur mörkunum… Ég held að það sé miklu auðveldara að laga það, þessi klaufamistök, heldur en að laga leik liðsins í heild sinni.“ Klippa: Arnar ræðir klaufamörkin og miskunnarleysi fótboltans
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Sjá meira