„Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 13. október 2025 21:37 Fyrirliðinn Hákon Arnar segir mark Íslands hafa verið einu almennilegu sóknina í seinni hálfleik. vísir / anton brink „Það er ekki oft sem maður nær í úrslit á móti einu besta liði heims. Þetta er aðeins önnur tilfinning en á föstudaginn“ sagði landsliðsfyrirliðinn Hákon Arnar Haraldsson glaður í bragði eftir 2-2 jafntefli Íslands við Frakkland í undankeppni HM. Ísland komst yfir og leiddi leikinn í hálfleik, en lenti síðan undir í seinni hálfleik. Margir hefðu þá haldið að Frakkarnir myndu loka leiknum og vinna góðan sigur, en svo var ekki. Ísland gafst ekki upp og skoraði jöfnunarmark skömmu síðar. „Það er bara ógeðslega mikill karakter í þessu liði og menn komu inn með mikinn kraft. Kristian kom geggjaður inn [og skoraði jöfnunamarkið.] Við höfðum bara engu að tapa, fórum að spila og eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik þá skorum við. Við gefumst aldrei upp og sýndum það í dag.“ Ein bestu úrslit ferilsins Jafntefli gegn Frakklandi er eitthvað sem Ísland hefur aðeins einu sinni upplifað áður og Hákon segir þetta ein bestu úrslitin á sínum ferli. „Þetta eru ein bestu úrslit á mínum ferli. Þetta eru svo ógeðslega góðir gæjar en það er auðvitað erfitt að koma hingað og áhorfendur hjálpuðu okkur helling. Þannig að þetta er risastórt fyrir okkur og hjálpar okkur helling.“ Hljóp 12,5 kílómetra Fyrirliðinn lagði allt í sölurnar í kvöld og hljóp eins og hann ætti lífið að leysa, því var hann eðlilega þreyttur eftir leik. „Ég hef verið betri sko en eins og er ekkert slæmt sko, þetta er búið að vera svona síðustu þrjár vikurnar hjá mér. Ég klukkaði eitthvað um 12 og hálfan kílómeter í dag, en það var það sem þurfti til að ná í úrslit“ sagði fyrirliðinn. Hákon Arnar Haraldsson var maður leiksins að mati íþróttadeildar Sýnar. vísir / anton brink Verða að vinna Úkraínu Úkraína vann Aserbaísjan í kvöld og er nú þremur stigum á undan Íslandi. Úkraína spilar næst við Frakkland, á meðan Ísland mætir Aserbaísjan, og þjóðirnar mætast svo í lokaleik riðilsins, sem verður líklega hreinn úrslitaleikur. „Við þurfum bara að fara út og vinna þann leik, það er það eina sem við þurfum að gera.“ Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Fleiri fréttir Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Sjá meira
Ísland komst yfir og leiddi leikinn í hálfleik, en lenti síðan undir í seinni hálfleik. Margir hefðu þá haldið að Frakkarnir myndu loka leiknum og vinna góðan sigur, en svo var ekki. Ísland gafst ekki upp og skoraði jöfnunarmark skömmu síðar. „Það er bara ógeðslega mikill karakter í þessu liði og menn komu inn með mikinn kraft. Kristian kom geggjaður inn [og skoraði jöfnunamarkið.] Við höfðum bara engu að tapa, fórum að spila og eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik þá skorum við. Við gefumst aldrei upp og sýndum það í dag.“ Ein bestu úrslit ferilsins Jafntefli gegn Frakklandi er eitthvað sem Ísland hefur aðeins einu sinni upplifað áður og Hákon segir þetta ein bestu úrslitin á sínum ferli. „Þetta eru ein bestu úrslit á mínum ferli. Þetta eru svo ógeðslega góðir gæjar en það er auðvitað erfitt að koma hingað og áhorfendur hjálpuðu okkur helling. Þannig að þetta er risastórt fyrir okkur og hjálpar okkur helling.“ Hljóp 12,5 kílómetra Fyrirliðinn lagði allt í sölurnar í kvöld og hljóp eins og hann ætti lífið að leysa, því var hann eðlilega þreyttur eftir leik. „Ég hef verið betri sko en eins og er ekkert slæmt sko, þetta er búið að vera svona síðustu þrjár vikurnar hjá mér. Ég klukkaði eitthvað um 12 og hálfan kílómeter í dag, en það var það sem þurfti til að ná í úrslit“ sagði fyrirliðinn. Hákon Arnar Haraldsson var maður leiksins að mati íþróttadeildar Sýnar. vísir / anton brink Verða að vinna Úkraínu Úkraína vann Aserbaísjan í kvöld og er nú þremur stigum á undan Íslandi. Úkraína spilar næst við Frakkland, á meðan Ísland mætir Aserbaísjan, og þjóðirnar mætast svo í lokaleik riðilsins, sem verður líklega hreinn úrslitaleikur. „Við þurfum bara að fara út og vinna þann leik, það er það eina sem við þurfum að gera.“
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Fleiri fréttir Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Sjá meira