„Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Lovísa Arnardóttir skrifar 15. október 2025 08:58 Mummi Týr Þórarinnsson rak Götusmiðjuna og síðar Mótorsmiðjuna um árabil Vísir/Vilhelm Mummi Týr Þórarinsson, fyrrverandi forstöðurmaður Götusmiðjunnar, segist hafa verið sorgmæddur að heyra af því að foreldrar barna með vímuefnavanda þurfi nú að fara með þau til Suður-Afríku til að fá meðferð sem virkar. „Ég er búinn að garga þetta í þrjátíu ár, út í samfélagið, með götukrakkana okkar og þessa fíkla, og það næsta sem maður les er Suður-Afríka,“ segir Mummi sem ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Hann segir vandamálið og flöskuhálsana í stjórnsýslunni og að hans mati þori enginn alvarlega inn í málið, hvorki hjá stjórnvöldum eða á sveitarstjórnarstigi. Hann segir þessa krakka fara í gegnum skóla og inn á fullorðinsár án þess að nokkur stöðvi þau og það sé stærsta vandamálið. „Daginn sem þau verða 18 ára þá sleppir kerfið öllum tökum.“ Hann segir mikið magn barnaverndartilkynninga sýna að kerfið ræður ekki við vandamálið. Hann segir lýsingar mæðranna á meðferð og veru drengjanna á Stuðlum og öðrum meðferðarheimilum ekki koma á óvart. Hann segir þetta gamla sögu og nýja. Stuðlar mislukkað úrræði frá upphafi Hann segir Stuðla frá upphafi hafa verið mislukkað dæmi. Það sé verið að loka krakka inni með ólík vandamál. Einn með alvarlegan vímuefnavanda og jafnvel hinn með hegðunarvanda. Það gangi ekki upp því það sé nauðsynlegt að afmarka meðferðina. „Þú hendir ekki öllum undir sama þak og segir svo krakkar mínir geti farið í Playstation og við verðum öll vinir. Það virkar ekki þannig.“ Mummi segir sárlega vanta sérhæft úrræði fyrir hvers kyns vanda og að meðferðarúrræði séu kynskipt. Þá segir hann það til dæmis ekki ganga upp að í Fjölsmiðjunni séu börn sem séu búin að ljúka meðferð og börn sem séu enn í neyslu. Það þurfi ekki að vera langskólagenginn til að skilja það og það sé nauðsynlegt, svo meðferðin virki, að þessir hópar séu aðskildir. Nauðsynlegt að kynskipta meðferð Hvað varðar kynskipta meðferð segir hann drengina og stúlkurnar oft eiga sögur um ofbeldi eða misnotkun og þegar börn eða ungmenni á þessum aldri eru sett saman í meðferð fari svo „ofboðsleg orka að slást við náttúruna sem gerist“. „Það fer öll meðferðin að snúast um hitt kynið.“ Hann segist hafa lent í því að þolandi og gerandi áttu að vera saman í meðferð í Götusmiðjunni en hann hafi ekki getað tekið við drengnum fyrr en stúlkan, þolandinn, lauk sinni meðferð. „En þetta er að gerast á hverjum degi upp í SÁÁ. Þessi málaflokkur er bara í drasli,“ segir Mummi. Hann vildi óska þess að hann gæti verið meira uppörvandi en það sé erfitt þegar enginn tekur málaflokkinn í fangið og gerir eitthvað annað en að loka krakkana inni í fangelsum og stofnunum. „Ef við erum heppin deyja þau, það er minni kostnaður, við erum alltaf að horfa á tölur, en hvað kostar einn fíkill úti í samfélaginu á ári? Það eru tugir milljóna sem fíkillinn kostar.“ Það sé ákveðin þversögn í því að geta ekki borgað meðferðarplássið en borga svo fyrir hann annars staðar í kerfinu, „í næsta herbergi“ hjá lögreglu, í fanglesi, tryggingum, heilbrigðiskerfi eða annars staðar. Lalli Johns hafi kostað hundruð milljóna „Við erum alltaf að borga. En þegar það á að fara að hjálpa þeim þá bilar allt saman í veskinu. Þá er veskið harðlæst og ekkert hægt að gera.“ Hann segir sorglegt að ekkert sé búið að breytast frá því hann byrjaði að vinna í þessum málum 1994. Hann tekur dæmi um Lalla Johns sem sat sautján ár í fangelsi, var inni og úti á heilbrigðisstofnunum allt sitt líf og vann aldrei. Það megi gera ráð fyrir því að Lalli hafi kostað samfélagið hundruð milljóna og það sama megi segja um krakka í dag sem fá ekki viðeigandi aðstoð. „Það er miklu ódýrara að hjálpa fólki en að skipta sér ekki af því.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild að ofan. Fíkn Börn og uppeldi Heilbrigðismál Geðheilbrigði Suður-Afríka Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Íslenskar mæður hafa í örvæntingu sinni ákveðið að senda syni sína í meðferð til Suður-Afríku til að bjarga lífi þeirra. Þeim ber saman um að íslensku úrræðin séu vonlaus og brotin, auk þess sem fíkniefni flæði innan veggja þeirra. 8. október 2025 19:31 Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Diljá Mist Einarsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins segist hafa hlustað á Bítið á Bylgjunni í morgun með tárin í augunum. Þar stigu fram tvær mæður drengja með alvarlegan vímuefnavanda sem ætla að fara með þá til Suður-Afríku í meðferð vegna úrræðaleysis. 7. október 2025 15:23 Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, segir það ekki áfellisdóm yfir íslensku barnaverndar- og meðferðarkerfi að foreldrar leiti til Suður-Afríku með börn sín í meðferð vegna vímuefnavanda þeirra. Hann segir meðferðina í Suður-Afríku til skoðunar í ráðuneytinu. 7. október 2025 13:33 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Sjá meira
„Ég er búinn að garga þetta í þrjátíu ár, út í samfélagið, með götukrakkana okkar og þessa fíkla, og það næsta sem maður les er Suður-Afríka,“ segir Mummi sem ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Hann segir vandamálið og flöskuhálsana í stjórnsýslunni og að hans mati þori enginn alvarlega inn í málið, hvorki hjá stjórnvöldum eða á sveitarstjórnarstigi. Hann segir þessa krakka fara í gegnum skóla og inn á fullorðinsár án þess að nokkur stöðvi þau og það sé stærsta vandamálið. „Daginn sem þau verða 18 ára þá sleppir kerfið öllum tökum.“ Hann segir mikið magn barnaverndartilkynninga sýna að kerfið ræður ekki við vandamálið. Hann segir lýsingar mæðranna á meðferð og veru drengjanna á Stuðlum og öðrum meðferðarheimilum ekki koma á óvart. Hann segir þetta gamla sögu og nýja. Stuðlar mislukkað úrræði frá upphafi Hann segir Stuðla frá upphafi hafa verið mislukkað dæmi. Það sé verið að loka krakka inni með ólík vandamál. Einn með alvarlegan vímuefnavanda og jafnvel hinn með hegðunarvanda. Það gangi ekki upp því það sé nauðsynlegt að afmarka meðferðina. „Þú hendir ekki öllum undir sama þak og segir svo krakkar mínir geti farið í Playstation og við verðum öll vinir. Það virkar ekki þannig.“ Mummi segir sárlega vanta sérhæft úrræði fyrir hvers kyns vanda og að meðferðarúrræði séu kynskipt. Þá segir hann það til dæmis ekki ganga upp að í Fjölsmiðjunni séu börn sem séu búin að ljúka meðferð og börn sem séu enn í neyslu. Það þurfi ekki að vera langskólagenginn til að skilja það og það sé nauðsynlegt, svo meðferðin virki, að þessir hópar séu aðskildir. Nauðsynlegt að kynskipta meðferð Hvað varðar kynskipta meðferð segir hann drengina og stúlkurnar oft eiga sögur um ofbeldi eða misnotkun og þegar börn eða ungmenni á þessum aldri eru sett saman í meðferð fari svo „ofboðsleg orka að slást við náttúruna sem gerist“. „Það fer öll meðferðin að snúast um hitt kynið.“ Hann segist hafa lent í því að þolandi og gerandi áttu að vera saman í meðferð í Götusmiðjunni en hann hafi ekki getað tekið við drengnum fyrr en stúlkan, þolandinn, lauk sinni meðferð. „En þetta er að gerast á hverjum degi upp í SÁÁ. Þessi málaflokkur er bara í drasli,“ segir Mummi. Hann vildi óska þess að hann gæti verið meira uppörvandi en það sé erfitt þegar enginn tekur málaflokkinn í fangið og gerir eitthvað annað en að loka krakkana inni í fangelsum og stofnunum. „Ef við erum heppin deyja þau, það er minni kostnaður, við erum alltaf að horfa á tölur, en hvað kostar einn fíkill úti í samfélaginu á ári? Það eru tugir milljóna sem fíkillinn kostar.“ Það sé ákveðin þversögn í því að geta ekki borgað meðferðarplássið en borga svo fyrir hann annars staðar í kerfinu, „í næsta herbergi“ hjá lögreglu, í fanglesi, tryggingum, heilbrigðiskerfi eða annars staðar. Lalli Johns hafi kostað hundruð milljóna „Við erum alltaf að borga. En þegar það á að fara að hjálpa þeim þá bilar allt saman í veskinu. Þá er veskið harðlæst og ekkert hægt að gera.“ Hann segir sorglegt að ekkert sé búið að breytast frá því hann byrjaði að vinna í þessum málum 1994. Hann tekur dæmi um Lalla Johns sem sat sautján ár í fangelsi, var inni og úti á heilbrigðisstofnunum allt sitt líf og vann aldrei. Það megi gera ráð fyrir því að Lalli hafi kostað samfélagið hundruð milljóna og það sama megi segja um krakka í dag sem fá ekki viðeigandi aðstoð. „Það er miklu ódýrara að hjálpa fólki en að skipta sér ekki af því.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild að ofan.
Fíkn Börn og uppeldi Heilbrigðismál Geðheilbrigði Suður-Afríka Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Íslenskar mæður hafa í örvæntingu sinni ákveðið að senda syni sína í meðferð til Suður-Afríku til að bjarga lífi þeirra. Þeim ber saman um að íslensku úrræðin séu vonlaus og brotin, auk þess sem fíkniefni flæði innan veggja þeirra. 8. október 2025 19:31 Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Diljá Mist Einarsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins segist hafa hlustað á Bítið á Bylgjunni í morgun með tárin í augunum. Þar stigu fram tvær mæður drengja með alvarlegan vímuefnavanda sem ætla að fara með þá til Suður-Afríku í meðferð vegna úrræðaleysis. 7. október 2025 15:23 Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, segir það ekki áfellisdóm yfir íslensku barnaverndar- og meðferðarkerfi að foreldrar leiti til Suður-Afríku með börn sín í meðferð vegna vímuefnavanda þeirra. Hann segir meðferðina í Suður-Afríku til skoðunar í ráðuneytinu. 7. október 2025 13:33 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Sjá meira
„Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Íslenskar mæður hafa í örvæntingu sinni ákveðið að senda syni sína í meðferð til Suður-Afríku til að bjarga lífi þeirra. Þeim ber saman um að íslensku úrræðin séu vonlaus og brotin, auk þess sem fíkniefni flæði innan veggja þeirra. 8. október 2025 19:31
Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Diljá Mist Einarsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins segist hafa hlustað á Bítið á Bylgjunni í morgun með tárin í augunum. Þar stigu fram tvær mæður drengja með alvarlegan vímuefnavanda sem ætla að fara með þá til Suður-Afríku í meðferð vegna úrræðaleysis. 7. október 2025 15:23
Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, segir það ekki áfellisdóm yfir íslensku barnaverndar- og meðferðarkerfi að foreldrar leiti til Suður-Afríku með börn sín í meðferð vegna vímuefnavanda þeirra. Hann segir meðferðina í Suður-Afríku til skoðunar í ráðuneytinu. 7. október 2025 13:33