Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar 15. október 2025 11:06 Ekki þarf að hlusta lengi á Laufey Lín til að átta sig á því að tónlist hennar á rætur í fortíðinni. Því tímabili í sögunni þar sem bandarísk tónskáld og textahöfundar áttu sviðið, sömdu revíur og söngleiki fyrir alþýðuna, áður en sjónvarp kom til sögunnar. Listamenn eins og Cole Porter, George Gershwin, Irving Berlin, Jerome Kern, Richard Rodgers og nokkrir aðrir. Margir hafa reynt að endurskapa ljóðræna fegurð þessa tíma en fáum hefur tekist að blása nýju lífi í hana. Í því felst einstakt afrek Laufeyjar, hún endurvekur ekki aðeins hljóm millistríðsáranna heldur semur ný lög sem eru í senn sígild og nútímaleg. Það sem gerir Laufey sérstaka eru ekki bara augljósir hæfileikar hennar og tónlistarmenntun, heldur innsæið. Hún skilur að fegurðin sem gömlu tónskáldin leituðu að var að finna í tjáningunni. Með því að endurvekja þessi form, en fylla þau nýjum sögum og ljóðrænum tón, verður Laufey tengiliður milli kynslóða, milli ólíkra tíma. Hún er listamaður sem minnir okkur á að tónlist fortíðarinnar lifir í nýrri rödd. Og það nýstárlega er blöndun þessarar klassísku hljóðmyndar frá því um og eftir miðja síðustu öld við nútímalegt sjónarhorn í textagerðinni. Þótt tónlistin gæti átt heima á plötu frá fjórða áratug síðustu aldar eru textarnir sprottnir upp úr nútímanum, persónulegir; um ástina, stefnumótin og hryggbrotin í mörgum myndum, en líka um innri líðan, kvíða og sjálfskoðun, oft nærgöngulir og innhverfir. Ég hef löngum dáðst að verkum gömlu meistaranna og skrifaði á sínum tíma ófáa þætti fyrir útvarp um þá og tónlist þeirra. Cole Porter var í uppáhaldi, hnyttnir orðaleikir hans og hljómrænn glæsileiki fóru ekki framhjá neinum, hárómantískar tilfinningar Richard Rogers umvafðar vitrænum textum Lorenz Hart framúrskarandi, að ógleymdum verkum Irving Berlin sem hafði fulllkomna tilfinningu fyrir einföldum ógleymanlegum laglínum. En þetta voru allt tónskáld sem unnu verk sín að mestu fyrir aðra. Rödd þeirra heyrðist í gegnum söngvara eins og Billie Holiday, Frank Sinatra og Ellu Fitzgerald, sem gáfu lögunum líf. En Laufey er allt í einum einstaklingi: hún semur tónlist og texta, syngur, spilar og útsetur. Enginn gömlu meistaranna gat það! Ef þeir gátu það, gerðu þeir það að minnsta kosti ekki. Það sem er mest heillandi er það hvernig Laufey tekur formgerð laganna, melódíuna og rómantísku blæbrigðin, djasshljómana og blæs í þau nýju lífi, ekki til að endurskapa fortíðina, heldur að gera hana nútímalega. Hún sýnir okkur að djass og rómantík, þessi fornu hugtök, skipta máli á öllum tímum. Þau eru hluti af því sem gerir okkur mannleg. Og stund með tónlist Laufeyjar fær hlustandann um hríð til að gleyma veröldinni úti fyrir sem skortir átakanlega þessa hlýju. Kannski er það einmitt þetta sem er ástæðan fyrir því að unga kynslóðin tengir svona sterkt við Laufey. Þau finna eitthvað í tónlist hennar sem þau fundu kannski ekki orð fyrir: hljóð sem hægir á hjartslættinum, orð sem eru nægilega einföld til að verða sönn. Laufey minnir okkur á, að fegurðin sem Cole Porter og aðrir lýstu upp á sínum tíma, er ekki glötuð. Hún hefur bara fengið nýtt nafn, nýtt andlit og nýja rödd. Höfundur er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tónlist Laufey Lín Gunnar Salvarsson Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Skoðun Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Sjá meira
Ekki þarf að hlusta lengi á Laufey Lín til að átta sig á því að tónlist hennar á rætur í fortíðinni. Því tímabili í sögunni þar sem bandarísk tónskáld og textahöfundar áttu sviðið, sömdu revíur og söngleiki fyrir alþýðuna, áður en sjónvarp kom til sögunnar. Listamenn eins og Cole Porter, George Gershwin, Irving Berlin, Jerome Kern, Richard Rodgers og nokkrir aðrir. Margir hafa reynt að endurskapa ljóðræna fegurð þessa tíma en fáum hefur tekist að blása nýju lífi í hana. Í því felst einstakt afrek Laufeyjar, hún endurvekur ekki aðeins hljóm millistríðsáranna heldur semur ný lög sem eru í senn sígild og nútímaleg. Það sem gerir Laufey sérstaka eru ekki bara augljósir hæfileikar hennar og tónlistarmenntun, heldur innsæið. Hún skilur að fegurðin sem gömlu tónskáldin leituðu að var að finna í tjáningunni. Með því að endurvekja þessi form, en fylla þau nýjum sögum og ljóðrænum tón, verður Laufey tengiliður milli kynslóða, milli ólíkra tíma. Hún er listamaður sem minnir okkur á að tónlist fortíðarinnar lifir í nýrri rödd. Og það nýstárlega er blöndun þessarar klassísku hljóðmyndar frá því um og eftir miðja síðustu öld við nútímalegt sjónarhorn í textagerðinni. Þótt tónlistin gæti átt heima á plötu frá fjórða áratug síðustu aldar eru textarnir sprottnir upp úr nútímanum, persónulegir; um ástina, stefnumótin og hryggbrotin í mörgum myndum, en líka um innri líðan, kvíða og sjálfskoðun, oft nærgöngulir og innhverfir. Ég hef löngum dáðst að verkum gömlu meistaranna og skrifaði á sínum tíma ófáa þætti fyrir útvarp um þá og tónlist þeirra. Cole Porter var í uppáhaldi, hnyttnir orðaleikir hans og hljómrænn glæsileiki fóru ekki framhjá neinum, hárómantískar tilfinningar Richard Rogers umvafðar vitrænum textum Lorenz Hart framúrskarandi, að ógleymdum verkum Irving Berlin sem hafði fulllkomna tilfinningu fyrir einföldum ógleymanlegum laglínum. En þetta voru allt tónskáld sem unnu verk sín að mestu fyrir aðra. Rödd þeirra heyrðist í gegnum söngvara eins og Billie Holiday, Frank Sinatra og Ellu Fitzgerald, sem gáfu lögunum líf. En Laufey er allt í einum einstaklingi: hún semur tónlist og texta, syngur, spilar og útsetur. Enginn gömlu meistaranna gat það! Ef þeir gátu það, gerðu þeir það að minnsta kosti ekki. Það sem er mest heillandi er það hvernig Laufey tekur formgerð laganna, melódíuna og rómantísku blæbrigðin, djasshljómana og blæs í þau nýju lífi, ekki til að endurskapa fortíðina, heldur að gera hana nútímalega. Hún sýnir okkur að djass og rómantík, þessi fornu hugtök, skipta máli á öllum tímum. Þau eru hluti af því sem gerir okkur mannleg. Og stund með tónlist Laufeyjar fær hlustandann um hríð til að gleyma veröldinni úti fyrir sem skortir átakanlega þessa hlýju. Kannski er það einmitt þetta sem er ástæðan fyrir því að unga kynslóðin tengir svona sterkt við Laufey. Þau finna eitthvað í tónlist hennar sem þau fundu kannski ekki orð fyrir: hljóð sem hægir á hjartslættinum, orð sem eru nægilega einföld til að verða sönn. Laufey minnir okkur á, að fegurðin sem Cole Porter og aðrir lýstu upp á sínum tíma, er ekki glötuð. Hún hefur bara fengið nýtt nafn, nýtt andlit og nýja rödd. Höfundur er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun