Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar 15. október 2025 11:06 Ekki þarf að hlusta lengi á Laufey Lín til að átta sig á því að tónlist hennar á rætur í fortíðinni. Því tímabili í sögunni þar sem bandarísk tónskáld og textahöfundar áttu sviðið, sömdu revíur og söngleiki fyrir alþýðuna, áður en sjónvarp kom til sögunnar. Listamenn eins og Cole Porter, George Gershwin, Irving Berlin, Jerome Kern, Richard Rodgers og nokkrir aðrir. Margir hafa reynt að endurskapa ljóðræna fegurð þessa tíma en fáum hefur tekist að blása nýju lífi í hana. Í því felst einstakt afrek Laufeyjar, hún endurvekur ekki aðeins hljóm millistríðsáranna heldur semur ný lög sem eru í senn sígild og nútímaleg. Það sem gerir Laufey sérstaka eru ekki bara augljósir hæfileikar hennar og tónlistarmenntun, heldur innsæið. Hún skilur að fegurðin sem gömlu tónskáldin leituðu að var að finna í tjáningunni. Með því að endurvekja þessi form, en fylla þau nýjum sögum og ljóðrænum tón, verður Laufey tengiliður milli kynslóða, milli ólíkra tíma. Hún er listamaður sem minnir okkur á að tónlist fortíðarinnar lifir í nýrri rödd. Og það nýstárlega er blöndun þessarar klassísku hljóðmyndar frá því um og eftir miðja síðustu öld við nútímalegt sjónarhorn í textagerðinni. Þótt tónlistin gæti átt heima á plötu frá fjórða áratug síðustu aldar eru textarnir sprottnir upp úr nútímanum, persónulegir; um ástina, stefnumótin og hryggbrotin í mörgum myndum, en líka um innri líðan, kvíða og sjálfskoðun, oft nærgöngulir og innhverfir. Ég hef löngum dáðst að verkum gömlu meistaranna og skrifaði á sínum tíma ófáa þætti fyrir útvarp um þá og tónlist þeirra. Cole Porter var í uppáhaldi, hnyttnir orðaleikir hans og hljómrænn glæsileiki fóru ekki framhjá neinum, hárómantískar tilfinningar Richard Rogers umvafðar vitrænum textum Lorenz Hart framúrskarandi, að ógleymdum verkum Irving Berlin sem hafði fulllkomna tilfinningu fyrir einföldum ógleymanlegum laglínum. En þetta voru allt tónskáld sem unnu verk sín að mestu fyrir aðra. Rödd þeirra heyrðist í gegnum söngvara eins og Billie Holiday, Frank Sinatra og Ellu Fitzgerald, sem gáfu lögunum líf. En Laufey er allt í einum einstaklingi: hún semur tónlist og texta, syngur, spilar og útsetur. Enginn gömlu meistaranna gat það! Ef þeir gátu það, gerðu þeir það að minnsta kosti ekki. Það sem er mest heillandi er það hvernig Laufey tekur formgerð laganna, melódíuna og rómantísku blæbrigðin, djasshljómana og blæs í þau nýju lífi, ekki til að endurskapa fortíðina, heldur að gera hana nútímalega. Hún sýnir okkur að djass og rómantík, þessi fornu hugtök, skipta máli á öllum tímum. Þau eru hluti af því sem gerir okkur mannleg. Og stund með tónlist Laufeyjar fær hlustandann um hríð til að gleyma veröldinni úti fyrir sem skortir átakanlega þessa hlýju. Kannski er það einmitt þetta sem er ástæðan fyrir því að unga kynslóðin tengir svona sterkt við Laufey. Þau finna eitthvað í tónlist hennar sem þau fundu kannski ekki orð fyrir: hljóð sem hægir á hjartslættinum, orð sem eru nægilega einföld til að verða sönn. Laufey minnir okkur á, að fegurðin sem Cole Porter og aðrir lýstu upp á sínum tíma, er ekki glötuð. Hún hefur bara fengið nýtt nafn, nýtt andlit og nýja rödd. Höfundur er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tónlist Laufey Lín Gunnar Salvarsson Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Sjá meira
Ekki þarf að hlusta lengi á Laufey Lín til að átta sig á því að tónlist hennar á rætur í fortíðinni. Því tímabili í sögunni þar sem bandarísk tónskáld og textahöfundar áttu sviðið, sömdu revíur og söngleiki fyrir alþýðuna, áður en sjónvarp kom til sögunnar. Listamenn eins og Cole Porter, George Gershwin, Irving Berlin, Jerome Kern, Richard Rodgers og nokkrir aðrir. Margir hafa reynt að endurskapa ljóðræna fegurð þessa tíma en fáum hefur tekist að blása nýju lífi í hana. Í því felst einstakt afrek Laufeyjar, hún endurvekur ekki aðeins hljóm millistríðsáranna heldur semur ný lög sem eru í senn sígild og nútímaleg. Það sem gerir Laufey sérstaka eru ekki bara augljósir hæfileikar hennar og tónlistarmenntun, heldur innsæið. Hún skilur að fegurðin sem gömlu tónskáldin leituðu að var að finna í tjáningunni. Með því að endurvekja þessi form, en fylla þau nýjum sögum og ljóðrænum tón, verður Laufey tengiliður milli kynslóða, milli ólíkra tíma. Hún er listamaður sem minnir okkur á að tónlist fortíðarinnar lifir í nýrri rödd. Og það nýstárlega er blöndun þessarar klassísku hljóðmyndar frá því um og eftir miðja síðustu öld við nútímalegt sjónarhorn í textagerðinni. Þótt tónlistin gæti átt heima á plötu frá fjórða áratug síðustu aldar eru textarnir sprottnir upp úr nútímanum, persónulegir; um ástina, stefnumótin og hryggbrotin í mörgum myndum, en líka um innri líðan, kvíða og sjálfskoðun, oft nærgöngulir og innhverfir. Ég hef löngum dáðst að verkum gömlu meistaranna og skrifaði á sínum tíma ófáa þætti fyrir útvarp um þá og tónlist þeirra. Cole Porter var í uppáhaldi, hnyttnir orðaleikir hans og hljómrænn glæsileiki fóru ekki framhjá neinum, hárómantískar tilfinningar Richard Rogers umvafðar vitrænum textum Lorenz Hart framúrskarandi, að ógleymdum verkum Irving Berlin sem hafði fulllkomna tilfinningu fyrir einföldum ógleymanlegum laglínum. En þetta voru allt tónskáld sem unnu verk sín að mestu fyrir aðra. Rödd þeirra heyrðist í gegnum söngvara eins og Billie Holiday, Frank Sinatra og Ellu Fitzgerald, sem gáfu lögunum líf. En Laufey er allt í einum einstaklingi: hún semur tónlist og texta, syngur, spilar og útsetur. Enginn gömlu meistaranna gat það! Ef þeir gátu það, gerðu þeir það að minnsta kosti ekki. Það sem er mest heillandi er það hvernig Laufey tekur formgerð laganna, melódíuna og rómantísku blæbrigðin, djasshljómana og blæs í þau nýju lífi, ekki til að endurskapa fortíðina, heldur að gera hana nútímalega. Hún sýnir okkur að djass og rómantík, þessi fornu hugtök, skipta máli á öllum tímum. Þau eru hluti af því sem gerir okkur mannleg. Og stund með tónlist Laufeyjar fær hlustandann um hríð til að gleyma veröldinni úti fyrir sem skortir átakanlega þessa hlýju. Kannski er það einmitt þetta sem er ástæðan fyrir því að unga kynslóðin tengir svona sterkt við Laufey. Þau finna eitthvað í tónlist hennar sem þau fundu kannski ekki orð fyrir: hljóð sem hægir á hjartslættinum, orð sem eru nægilega einföld til að verða sönn. Laufey minnir okkur á, að fegurðin sem Cole Porter og aðrir lýstu upp á sínum tíma, er ekki glötuð. Hún hefur bara fengið nýtt nafn, nýtt andlit og nýja rödd. Höfundur er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun