Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 16. október 2025 09:02 Nú liggja fyrir í samráðsferli tillögur um breytingar á leikskólastarfi Reykjavíkurborgar. Tillögurnar varða skráningu á dvalartíma barna, breytt skipulag leikskólans og nýja gjaldskrá sem byggir á tekjutengingum og refsingu fyrir foreldra sem þurfa fulla vistun. Við í Viðreisn viljum frekar hvetja fólk áfram í stað þess að refsa því. Því munum við leggja fram tillögu í borgarráði í dag, 16. október, um Reykjavíkurmódel Viðreisnar. Það byggir á því að veita afslætti, breyta skipulagi leikskóladagsins og samræma frídaga í öllum leik- og grunnskólum borgarinnar. Áskoranir leikskóla eru flóknari en svo að þær verði leystar með einu pennastriki og það er alveg ljóst að ekki er hægt að gera ekki neitt. Reykjavíkurborg hefur á undanförnum árum stóraukið fjármagn til leik- og grunnskóla borgarinnar. Það kom m.a. til eftir að ég leiddi vinnu við að endurskoða uppbyggingu rekstrarlíkans fyrir skólastigin, sem varð til þess að styrkja reksturinn. Einnig hefur margt verið gert til að bæta starfsaðstæður og umhverfi. Á undanförnum sjö árum hafa: launin verið hækkuð undirbúningstími verið lengdur stytting vinnuvikunar innleidd opnunartími í leikskólum borgarinnar styttur. fjöldi barna á hvern starfsmann og á hvern fermeter leikskólahúsnæðis fækkað. Þrátt fyrir þessar aðgerðir þá er ákall starfsfólks enn mikið og birtingarformið mannekla, há starfsmannavelta og mikill ófyrirsjáanleiki. Fótspor Viðreisnar Nú sést að Viðreisn er ekki lengur í meirihluta í borginni. Engin í núverandi meirihluta Reykjavíkur er að hugsa um vinnandi foreldra, millistéttina sem heldur uppi vinnumarkaðnum, útsvari og þjóðarframleiðslu. Við í Viðreisn voru varla farin úr meirihluta borgarinnar þegar rykið var dustað af gamalgrónum tillögum Samfylkingar og vinstri flokkanna um tekjutengingar í gjaldskrá leikskóla Reykjavíkur. Með stighækkandi tekjutengdum afsláttum er verið að auka jaðarskatta á millistéttina, unga vinnandi foreldra. Tillögurnar ganga einnig út á að foreldrar sem þurfa fulla vistun verður refsað með háum aukagjöldum. Þessar tillögur sem nú liggja fyrir þýða verulega hækkun á gjaldskrá fyrir stóran hóp foreldra. Gott og aðgengilegt leikskólakerfi er mikilvægt jafnréttismál fyrir atvinnuþátttöku kvenna, fyrir öflugt samfélag og fyrir barnafjölskyldur. Hvert skref áfram í jafnréttisbaráttunni skiptir máli. Þetta skref meirihlutans í Reykjavíkurborg er því miður risaskref afturábak. Viðreisn mótmælir öllum breytingum sem snúa að því að krónupína foreldra til að stytta vinnudaginn sinn, umfram raunverulegan vilja þeirra. Svona ákvarðanir hafa áhrif á starfsþróunarmöguleika kvenna og lífeyrisréttindi þeirra, auk þess að vera þjóðhagslega óhagkvæmt. Fyrirsjáanleiki sjálfsagður og mikilvægur Tillagan sem snýr að skráningu barna er að okkar mati sjálfsögð og nauðsynleg fyrir fyrirsjáanleika og rekstur leikskóla. Slíkt mun hafa góð áhrif út í atvinnulífið sem þarf þá einnig að bregðast við með langtíma skipulagi hvað varðar frí og sveigjanleika foreldra. Við höfum oft heyrt hvað nágrannaþjóðir okkar vinna í gegnsæu vikuskipulagi. Vetrarfrí og frídagar koma engum á óvart þar enda er allt slíkt skipulag vel samræmt milli svæða og skólastiga. Hér á landi vöknum við vanalega upp við vondan draum þegar vetrarfrí birtast skyndilega í dagatalinu og landinn ekki viðbúin með viðeigandi frí eða skipulag. Við í Viðreisn styðjum allar góðar hugmyndir um betra skipulag og fyrirsjáanleika sem einnig verður að vera að einhverju leyti sveigjanlegur fyrir fjölbreyttar fjölskyldur. Við leggjum fyrir tillögu í borgarráði í dag 16. október, Reykjavíkurmódel Viðreisnar. Tillögu sem mætir bæði þörfum foreldra og þörfum leikskólanna um bætt starfsumhverfi. Reykjavíkurmódel Viðreisnar byggist á að: Skráning verði tekin upp, í upphafi hverrar annar, um vistunartíma í kringum frídaga s.s. dagana fyrir jól, milli hátíða, í dymbilviku, í vetrarfríum og á styttri föstudögum. Sveigjanleiki verði fyrir foreldra að staðfesta vistunartíma með 4ja vikna fyrirvara (eftir það fellur afsláttur niður sjá lið 2.) Afsláttur verði gefin fyrir ónýtt pláss í kringum frídaga og styttri föstudaga (sjá lið 1.) Ekki verði aukagjald fyrir foreldra sem þurfa fulla vistun. Afsláttur verði 4000 kr. fyrir hvern skráningardag. Ef enginn skráningardagur er nýttur fellur námsgjald niður í maí. Engin breyting verði á vistunartíma eða opnunartíma. Að tekið verði upp samræmt skipulag, í öllum hverfum borgarinnar, fyrir vetrarfrí og starfsdaga fyrir grunn- og leikskóla. Að leikskóladeginum verði skipt upp þannig að starfið í eftirmiðdaginn verði þróað í krakkafrístund, hreyfistund, listastund eða annað skapandi starf með börnum. Við leggjum hér til millileið þar sem tekið er á báðum þáttum í fyrirliggjandi tillögu stýrihóps þ.e. skráningu og skipulagi ásamt því að afsláttur er gefin af afskráningu á dvalartíma. Þannig fá þau sem þurfa minni vistun afslátt en foreldrum sem þurfa fulla vistun er ekki refsað. Finnum góðar lausnir til að bæta starfsaðstæður án þess að refsa foreldrum. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Viðreisn Borgarstjórn Reykjavík Leikskólar Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Nú liggja fyrir í samráðsferli tillögur um breytingar á leikskólastarfi Reykjavíkurborgar. Tillögurnar varða skráningu á dvalartíma barna, breytt skipulag leikskólans og nýja gjaldskrá sem byggir á tekjutengingum og refsingu fyrir foreldra sem þurfa fulla vistun. Við í Viðreisn viljum frekar hvetja fólk áfram í stað þess að refsa því. Því munum við leggja fram tillögu í borgarráði í dag, 16. október, um Reykjavíkurmódel Viðreisnar. Það byggir á því að veita afslætti, breyta skipulagi leikskóladagsins og samræma frídaga í öllum leik- og grunnskólum borgarinnar. Áskoranir leikskóla eru flóknari en svo að þær verði leystar með einu pennastriki og það er alveg ljóst að ekki er hægt að gera ekki neitt. Reykjavíkurborg hefur á undanförnum árum stóraukið fjármagn til leik- og grunnskóla borgarinnar. Það kom m.a. til eftir að ég leiddi vinnu við að endurskoða uppbyggingu rekstrarlíkans fyrir skólastigin, sem varð til þess að styrkja reksturinn. Einnig hefur margt verið gert til að bæta starfsaðstæður og umhverfi. Á undanförnum sjö árum hafa: launin verið hækkuð undirbúningstími verið lengdur stytting vinnuvikunar innleidd opnunartími í leikskólum borgarinnar styttur. fjöldi barna á hvern starfsmann og á hvern fermeter leikskólahúsnæðis fækkað. Þrátt fyrir þessar aðgerðir þá er ákall starfsfólks enn mikið og birtingarformið mannekla, há starfsmannavelta og mikill ófyrirsjáanleiki. Fótspor Viðreisnar Nú sést að Viðreisn er ekki lengur í meirihluta í borginni. Engin í núverandi meirihluta Reykjavíkur er að hugsa um vinnandi foreldra, millistéttina sem heldur uppi vinnumarkaðnum, útsvari og þjóðarframleiðslu. Við í Viðreisn voru varla farin úr meirihluta borgarinnar þegar rykið var dustað af gamalgrónum tillögum Samfylkingar og vinstri flokkanna um tekjutengingar í gjaldskrá leikskóla Reykjavíkur. Með stighækkandi tekjutengdum afsláttum er verið að auka jaðarskatta á millistéttina, unga vinnandi foreldra. Tillögurnar ganga einnig út á að foreldrar sem þurfa fulla vistun verður refsað með háum aukagjöldum. Þessar tillögur sem nú liggja fyrir þýða verulega hækkun á gjaldskrá fyrir stóran hóp foreldra. Gott og aðgengilegt leikskólakerfi er mikilvægt jafnréttismál fyrir atvinnuþátttöku kvenna, fyrir öflugt samfélag og fyrir barnafjölskyldur. Hvert skref áfram í jafnréttisbaráttunni skiptir máli. Þetta skref meirihlutans í Reykjavíkurborg er því miður risaskref afturábak. Viðreisn mótmælir öllum breytingum sem snúa að því að krónupína foreldra til að stytta vinnudaginn sinn, umfram raunverulegan vilja þeirra. Svona ákvarðanir hafa áhrif á starfsþróunarmöguleika kvenna og lífeyrisréttindi þeirra, auk þess að vera þjóðhagslega óhagkvæmt. Fyrirsjáanleiki sjálfsagður og mikilvægur Tillagan sem snýr að skráningu barna er að okkar mati sjálfsögð og nauðsynleg fyrir fyrirsjáanleika og rekstur leikskóla. Slíkt mun hafa góð áhrif út í atvinnulífið sem þarf þá einnig að bregðast við með langtíma skipulagi hvað varðar frí og sveigjanleika foreldra. Við höfum oft heyrt hvað nágrannaþjóðir okkar vinna í gegnsæu vikuskipulagi. Vetrarfrí og frídagar koma engum á óvart þar enda er allt slíkt skipulag vel samræmt milli svæða og skólastiga. Hér á landi vöknum við vanalega upp við vondan draum þegar vetrarfrí birtast skyndilega í dagatalinu og landinn ekki viðbúin með viðeigandi frí eða skipulag. Við í Viðreisn styðjum allar góðar hugmyndir um betra skipulag og fyrirsjáanleika sem einnig verður að vera að einhverju leyti sveigjanlegur fyrir fjölbreyttar fjölskyldur. Við leggjum fyrir tillögu í borgarráði í dag 16. október, Reykjavíkurmódel Viðreisnar. Tillögu sem mætir bæði þörfum foreldra og þörfum leikskólanna um bætt starfsumhverfi. Reykjavíkurmódel Viðreisnar byggist á að: Skráning verði tekin upp, í upphafi hverrar annar, um vistunartíma í kringum frídaga s.s. dagana fyrir jól, milli hátíða, í dymbilviku, í vetrarfríum og á styttri föstudögum. Sveigjanleiki verði fyrir foreldra að staðfesta vistunartíma með 4ja vikna fyrirvara (eftir það fellur afsláttur niður sjá lið 2.) Afsláttur verði gefin fyrir ónýtt pláss í kringum frídaga og styttri föstudaga (sjá lið 1.) Ekki verði aukagjald fyrir foreldra sem þurfa fulla vistun. Afsláttur verði 4000 kr. fyrir hvern skráningardag. Ef enginn skráningardagur er nýttur fellur námsgjald niður í maí. Engin breyting verði á vistunartíma eða opnunartíma. Að tekið verði upp samræmt skipulag, í öllum hverfum borgarinnar, fyrir vetrarfrí og starfsdaga fyrir grunn- og leikskóla. Að leikskóladeginum verði skipt upp þannig að starfið í eftirmiðdaginn verði þróað í krakkafrístund, hreyfistund, listastund eða annað skapandi starf með börnum. Við leggjum hér til millileið þar sem tekið er á báðum þáttum í fyrirliggjandi tillögu stýrihóps þ.e. skráningu og skipulagi ásamt því að afsláttur er gefin af afskráningu á dvalartíma. Þannig fá þau sem þurfa minni vistun afslátt en foreldrum sem þurfa fulla vistun er ekki refsað. Finnum góðar lausnir til að bæta starfsaðstæður án þess að refsa foreldrum. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun