Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar 16. október 2025 18:47 Nýverið voru haldnar tvær ráðstefnur sem skipta íslenska heilbrigðiskerfið miklu máli: Hjúkrun á Akureyri, þar sem yfir 500 hjúkrunarfræðingar komu saman, og Nýsköpun í heilbrigðiskerfinu, sem var á vegum heilbrigðisráðherra og menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra. Á ráðstefnunni Hjúkrun gafst hjúkrunarfræðingum dýrmætt tækifæri til að hittast, miðla reynslu og fræðast um nýjustu rannsóknir og þróun á sviði hjúkrunar. Þar mátti skýrt greina að framtíð heilbrigðisþjónustu snýst ekki aðeins um að fjölga starfsfólki – heldur snjallari lausnir. Þetta er umræða sem snertir okkur öll, því heilbrigðisþjónustan er hjartað í samfélaginu og fjölmargir hagaðilar koma að mótun hennar. Ég fékk þann heiður að flytja erindi á ráðstefnunni um snjallar lausnir á mönnunarvanda í hjúkrun, þar sem ég vísaði í rannsóknir sem sýna að tæknilausnir geta bæði dregið úr álagi á heilbrigðisstarfsfólk og bætt þjónustu við skjólstæðinga. Með því að nýta tækni til að skrá, mæla og greina má gefa hjúkrunarfræðingum og öðru fagfólki meiri tíma fyrir það sem skiptir mestu máli: mannlega umönnun og samskipti. Þar felast raunveruleg gæði þjónustunnar. Á ráðstefnunni Nýsköpun í heilbrigðiskerfinu var síðan lögð áhersla á að innleiða heilbrigðistæknilausnir af fullum krafti og nefndi heilbrigðisráðherra sérstaklega hvernig nýsköpun getur bætt þjónustu um allt land enda er fjarheilbrigðisþjónusta mikilvægur þáttur í því að auka aðgengi að heilbrigðisþjónustu óháð búsetu. Við búum á landi þar sem mörg okkar þurfa að sækja heilbrigðisþjónustu um langan veg og því skiptir máli að í boði sé góð fjarheilbrigðisþjónusta eins og til að mynda Una sem er ný íslensk fjarheilbrigðislausn. Með Unu geta skjólstæðingar fylgst með eigin mælingum, fengið fræðslu og átt bein samskipti við heilbrigðisstarfsfólk í gegnum app og vefviðmót. Umönnunaraðilar fá á sama tíma yfirsýn og aðvaranir í rauntíma en þannig skapast samfella og aukið öryggi bæði fyrir starfsfólk og notendur. Fjarheilbrigðisþjónusta í gegnum Unu getur því leitt til betri þjónustu, aukins heilsulæsis og jöfnuðar um allt land. Hún sparar bæði tíma og fjármuni og gerir fólki kleift að fá þjónustu í sinni heimabyggð í stað þess að ferðast langar vegalengdir til þess að hitta heilbrigðisstarfsfólk. Í nýrri skýrslu heilbrigðisráðuneytisins um stafræna þróun kemur fram að stafrænar lausnir séu lykilatriði til að tryggja samfellu, gæði og hagkvæmni í heilbrigðisþjónustu. Þar er lögð áhersla á að koma á fót miðlægri þróunareiningu fyrir stafræna heilbrigðisþjónustu á Íslandi sem samræmir lausnir, stuðlar að nýsköpun og tryggir aðgengi að traustum gögnum. Það er mikið framfaraskref að stofnun þeirrar einingar er þegar hafin og hefur fengið heitið Stafræn heilsa - þróunar- og þjónustumiðstöð. Þetta er stórt og mikilvægt skref sem getur flýtt fyrir innleiðingu heilbrigðistækni og skapað faglegan ramma utan um mælingar á árangri slíkra lausna. Við höfum öll sama markmið: að byggja upp heilbrigðiskerfi sem þjónar fólki betur, með meiri sveigjanleika, fagmennsku og jafnræði. Með því að nýta snjallar lausnir og fjarheilbrigðisþjónustu getum við bæði létt undir með starfsfólki og valdeflt einstaklinga til að taka aukinn þátt í eigin heilsu. Tæknin mun aldrei koma í stað mannlegra samskipta en hún getur verið öflugur bandamaður. Hún getur gert heilbrigðisstarfsfólki kleift að nýta tíma sinn í mannlega þáttinn og veita persónulegri heilbrigðisþjónustu. Því er spurningin ekki lengur hvort við eigum að stíga þetta skref, heldur hvenær.Og svarið er einfalt: Núna Höfundur er framkvæmdastjóri Icepharma Velferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Stafræn þróun Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skoðun Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Nýverið voru haldnar tvær ráðstefnur sem skipta íslenska heilbrigðiskerfið miklu máli: Hjúkrun á Akureyri, þar sem yfir 500 hjúkrunarfræðingar komu saman, og Nýsköpun í heilbrigðiskerfinu, sem var á vegum heilbrigðisráðherra og menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra. Á ráðstefnunni Hjúkrun gafst hjúkrunarfræðingum dýrmætt tækifæri til að hittast, miðla reynslu og fræðast um nýjustu rannsóknir og þróun á sviði hjúkrunar. Þar mátti skýrt greina að framtíð heilbrigðisþjónustu snýst ekki aðeins um að fjölga starfsfólki – heldur snjallari lausnir. Þetta er umræða sem snertir okkur öll, því heilbrigðisþjónustan er hjartað í samfélaginu og fjölmargir hagaðilar koma að mótun hennar. Ég fékk þann heiður að flytja erindi á ráðstefnunni um snjallar lausnir á mönnunarvanda í hjúkrun, þar sem ég vísaði í rannsóknir sem sýna að tæknilausnir geta bæði dregið úr álagi á heilbrigðisstarfsfólk og bætt þjónustu við skjólstæðinga. Með því að nýta tækni til að skrá, mæla og greina má gefa hjúkrunarfræðingum og öðru fagfólki meiri tíma fyrir það sem skiptir mestu máli: mannlega umönnun og samskipti. Þar felast raunveruleg gæði þjónustunnar. Á ráðstefnunni Nýsköpun í heilbrigðiskerfinu var síðan lögð áhersla á að innleiða heilbrigðistæknilausnir af fullum krafti og nefndi heilbrigðisráðherra sérstaklega hvernig nýsköpun getur bætt þjónustu um allt land enda er fjarheilbrigðisþjónusta mikilvægur þáttur í því að auka aðgengi að heilbrigðisþjónustu óháð búsetu. Við búum á landi þar sem mörg okkar þurfa að sækja heilbrigðisþjónustu um langan veg og því skiptir máli að í boði sé góð fjarheilbrigðisþjónusta eins og til að mynda Una sem er ný íslensk fjarheilbrigðislausn. Með Unu geta skjólstæðingar fylgst með eigin mælingum, fengið fræðslu og átt bein samskipti við heilbrigðisstarfsfólk í gegnum app og vefviðmót. Umönnunaraðilar fá á sama tíma yfirsýn og aðvaranir í rauntíma en þannig skapast samfella og aukið öryggi bæði fyrir starfsfólk og notendur. Fjarheilbrigðisþjónusta í gegnum Unu getur því leitt til betri þjónustu, aukins heilsulæsis og jöfnuðar um allt land. Hún sparar bæði tíma og fjármuni og gerir fólki kleift að fá þjónustu í sinni heimabyggð í stað þess að ferðast langar vegalengdir til þess að hitta heilbrigðisstarfsfólk. Í nýrri skýrslu heilbrigðisráðuneytisins um stafræna þróun kemur fram að stafrænar lausnir séu lykilatriði til að tryggja samfellu, gæði og hagkvæmni í heilbrigðisþjónustu. Þar er lögð áhersla á að koma á fót miðlægri þróunareiningu fyrir stafræna heilbrigðisþjónustu á Íslandi sem samræmir lausnir, stuðlar að nýsköpun og tryggir aðgengi að traustum gögnum. Það er mikið framfaraskref að stofnun þeirrar einingar er þegar hafin og hefur fengið heitið Stafræn heilsa - þróunar- og þjónustumiðstöð. Þetta er stórt og mikilvægt skref sem getur flýtt fyrir innleiðingu heilbrigðistækni og skapað faglegan ramma utan um mælingar á árangri slíkra lausna. Við höfum öll sama markmið: að byggja upp heilbrigðiskerfi sem þjónar fólki betur, með meiri sveigjanleika, fagmennsku og jafnræði. Með því að nýta snjallar lausnir og fjarheilbrigðisþjónustu getum við bæði létt undir með starfsfólki og valdeflt einstaklinga til að taka aukinn þátt í eigin heilsu. Tæknin mun aldrei koma í stað mannlegra samskipta en hún getur verið öflugur bandamaður. Hún getur gert heilbrigðisstarfsfólki kleift að nýta tíma sinn í mannlega þáttinn og veita persónulegri heilbrigðisþjónustu. Því er spurningin ekki lengur hvort við eigum að stíga þetta skref, heldur hvenær.Og svarið er einfalt: Núna Höfundur er framkvæmdastjóri Icepharma Velferð.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar