Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu

Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar
Sigtryggur Arnar Björnsson var í góðum gír í Skógarselinu í kvöld.
Sigtryggur Arnar Björnsson var í góðum gír í Skógarselinu í kvöld. Vísir/Pawel Cieslikiewicz

Tindastóll hélt sigurgöngu sinni áfram í kvöld með 46 stiga sigri á ÍR-ingum í Skógarselinu, 113-67 í þriðju umferð Bónus-deildar karla í körfubolta.

Stólarnir hafa unnið fimm alla leiki tímabilsins til þessa, þrjá í deildinni og tvo í Evrópukeppninni og líta afar vel út.

Heimamenn í ÍR unnu Njarðvík í síðustu umferð en áttu enga möguleika í kvöld. Tindastóll var 28-25 yfir eftir fyrsta leikhluta en var síðan komið með átján stiga forskot í hálfleik, 56-38.

Sigtryggur Arnar Björnsson kom með 22 stig inn af bekknum hjá Stólunum en hann var einn af sex í liðinu sem skoruðu ellefu stig eða meira.

Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi seinna í kvöld.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira