Pedersen með landsliðið til 2029 Valur Páll Eiríksson skrifar 22. október 2025 14:09 Craig Pedersen er að stýra íslenska landsliðinu í þriðja sinn á Eurobasket. Hér kallar hann inn skilaboð í leiknum við Belga í dag. vísir/Hulda Margrét KKÍ hefur endurnýjað samning Craigs Pedersen sem landsliðsþjálfara karla í körfubolta til fjögurra ára. Enginn hefur þjálfað íslenskt landslið lengur en Kanadamaðurinn sem stýrði liðinu á EM í haust. Pedersen tók við landsliðinu árið 2014 og hefur því verið þjálfari þess í ellefu ár. Hann mun hafa stýrt liðinu í fimmtán ár þegar samningur hans, sem er til 2029, rennur út. Pedersen mun vera þjálfari liðsins í næstu tveimur undankeppnum, fyrir HM 2027 og EM 2029. Greint hafði verið frá því fyrir tæpum mánuði síðan að Pedersen myndi halda áfram með liðið en KKÍ staðfesti tíðindin loks með yfirlýsingu í dag. Landsliðið tók þátt í EM í fyrsta sinn í átta ár í haust en fór sigurlaust í gegnum mótið eftir svekkjandi töp fyrir Belgíu og Póllandi. Auk þess sem Ísland tapaði fyrir Ísrael, Slóveníu og Frakklandi. Ísland fór þá í þriðja sinn á EM en Ísland hefur í öll þrjú skiptin komist á lokamót undir stjórn Pedersen, 2015 og 2017 auk mótsins í ár. Með áframhaldandi ráðningu Craig tryggir KKÍ stöðugleika í þróun landsliðsins á mikilvægum tíma, þar sem næstu ár fela í sér bæði nýliðun og spennandi möguleika á alþjóðlegum vettvangi. segir í yfirlýsingu KKÍ. Þeir Baldur Þór Ragnarsson og Viðar Örn Hafsteinsson verða áfram aðstoðarmenn Pedersen og voru þeir einnig ráðnir til fjögurra ára. Eðlilegt skref segir formaðurinn „Við höfum verið mjög ánægð með störf Craig sem og þjálfaranna sem starfað hafa með honum undanfarið,“ er haft eftir Kristni Albertssyni, formanni KKÍ, í yfirlýsingu sambandsins. Kristinn Albertsson, formaður KKÍ.Vísir/Sigurjón „Það var því eðlilegt skref að hann og hans teymi héldi áfram með liðið. Næsta markmið okkar er skýrt en það er að komast upp úr riðlinum sem við erum í núna í undankeppni HM 2027 en til þess þurfum við að vera meðal þriggja efstu liðanna í riðlinum. Með því tryggjum við okkur einnig sæti í undankeppni EuroBasket2029 sem hefst í nóvember 2027 án þess að fara í forkeppni að þeirri undankeppni,“ „Það eru spennandi tímar framundan og mikil tilhlökkun fyrir næstu leikjum bæði hjá körlunum og konunum,“ er haft eftir Kristni enn fremur. Pedersen stoltur Pedersen er spenntur fyrir komandi tímum og hyggst taka áfram næstu skref með liðinu. „Ég er mjög spenntur og ánægður að halda áfram sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins. Liðið hefur sýnt stöðugar framfarir síðustu ár og leikmennirnir hafa verið stöðugt að bæta sig,“ er haft eftir Pedersen í yfirlýsingu KKÍ þar sem hann segir enn fremur: „Samheldni liðsins og þeirra sem halda utan um liðið er sterk og ég er stoltur að fá að vera partur af þessum hóp áfram.“ Landslið karla í körfubolta KKÍ Körfubolti Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Fleiri fréttir Stjórinn sem skipti Doncic missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Sjá meira
Pedersen tók við landsliðinu árið 2014 og hefur því verið þjálfari þess í ellefu ár. Hann mun hafa stýrt liðinu í fimmtán ár þegar samningur hans, sem er til 2029, rennur út. Pedersen mun vera þjálfari liðsins í næstu tveimur undankeppnum, fyrir HM 2027 og EM 2029. Greint hafði verið frá því fyrir tæpum mánuði síðan að Pedersen myndi halda áfram með liðið en KKÍ staðfesti tíðindin loks með yfirlýsingu í dag. Landsliðið tók þátt í EM í fyrsta sinn í átta ár í haust en fór sigurlaust í gegnum mótið eftir svekkjandi töp fyrir Belgíu og Póllandi. Auk þess sem Ísland tapaði fyrir Ísrael, Slóveníu og Frakklandi. Ísland fór þá í þriðja sinn á EM en Ísland hefur í öll þrjú skiptin komist á lokamót undir stjórn Pedersen, 2015 og 2017 auk mótsins í ár. Með áframhaldandi ráðningu Craig tryggir KKÍ stöðugleika í þróun landsliðsins á mikilvægum tíma, þar sem næstu ár fela í sér bæði nýliðun og spennandi möguleika á alþjóðlegum vettvangi. segir í yfirlýsingu KKÍ. Þeir Baldur Þór Ragnarsson og Viðar Örn Hafsteinsson verða áfram aðstoðarmenn Pedersen og voru þeir einnig ráðnir til fjögurra ára. Eðlilegt skref segir formaðurinn „Við höfum verið mjög ánægð með störf Craig sem og þjálfaranna sem starfað hafa með honum undanfarið,“ er haft eftir Kristni Albertssyni, formanni KKÍ, í yfirlýsingu sambandsins. Kristinn Albertsson, formaður KKÍ.Vísir/Sigurjón „Það var því eðlilegt skref að hann og hans teymi héldi áfram með liðið. Næsta markmið okkar er skýrt en það er að komast upp úr riðlinum sem við erum í núna í undankeppni HM 2027 en til þess þurfum við að vera meðal þriggja efstu liðanna í riðlinum. Með því tryggjum við okkur einnig sæti í undankeppni EuroBasket2029 sem hefst í nóvember 2027 án þess að fara í forkeppni að þeirri undankeppni,“ „Það eru spennandi tímar framundan og mikil tilhlökkun fyrir næstu leikjum bæði hjá körlunum og konunum,“ er haft eftir Kristni enn fremur. Pedersen stoltur Pedersen er spenntur fyrir komandi tímum og hyggst taka áfram næstu skref með liðinu. „Ég er mjög spenntur og ánægður að halda áfram sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins. Liðið hefur sýnt stöðugar framfarir síðustu ár og leikmennirnir hafa verið stöðugt að bæta sig,“ er haft eftir Pedersen í yfirlýsingu KKÍ þar sem hann segir enn fremur: „Samheldni liðsins og þeirra sem halda utan um liðið er sterk og ég er stoltur að fá að vera partur af þessum hóp áfram.“
Landslið karla í körfubolta KKÍ Körfubolti Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Fleiri fréttir Stjórinn sem skipti Doncic missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Sjá meira