Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2025 06:30 Það eru margir NBA njósnarar spenntir fyrir AJ Dybantsa og hann fer líklega númer eitt í næsta nýliðavali. Getty/Vianney Thibaut AJ Dybantsa er nafn sem körfuboltaáhugafólk mun örugglega heyra meira af í framtíðinni en það er búist við því að NBA-liðin keppi um hann í nýliðavalinu næsta sumar. Dybantsa er enn bara átján ára gamall og spilar með háskólaliði BYU í vetur. Þar er hann á fyrsta ári. Hann er að flestra mati einn besti ungi körfuboltamaður í heimi í dag en þessi 193 sentimetra hái framherji er með bæði gott stökkskot sem og hæfileika bakvarðar. Það sem vekur líka athygli er að strákurinn gerir mjög, mjög lítið án pabba síns, Ace, sem er oftast rétt við hliðina á AJ. Pabbanum líkar hins vegar ekki að vera kallaður umboðsmaður AJ. Hann er heldur ekki mikill aðdáandi þjálfara eða umboðsmanna yfir höfuð. Hann er bara pabbi AJ, segir hann, eins og hann var löngu áður en nokkur bauð stráknum risatilboð fyrir það að spila körfubolta. Staðan er bara svo að einn sá eftirsóttasti af framtíðarstjörnum NBA er ekki með umboðsmann í heimi þar sem umboðsmenn ráða svo miklu. Hann hefur heldur ekki markaðsteymi sér til halds og traust til að afgreiða tilboð um styrki. Ef vörumerkjafulltrúar vilja tala við AJ, þá hringja þeir í Ace, pabba hans. Ef þjálfari vill vinna með AJ, þá hringir hann í Ace. Einu sinni, þegar umboðsmaður laumaðist til að senda stráknum einkaskilaboð á Instagram og bauð honum íl ef AJ skrifaði undir samning við hann, þá fékk hann svar frá föðurnum. Pabbinn hefur aðgang að öllum samfélagsmiðlareikningum sonar síns. Að hans mati er Ace að vernda son sinn fyrir þeim sem vilja aðeins hagnast á honum. Og með svo miklum peningum við höndina telur Ace að þeir ættu að vera áfram innan fjölskyldunnar. Hann vill því vera í miðju allra samningaviðræðna, allra ákvarðana, eða alls sem tengist syni hans. Fyrir vikið hefur Ace lítinn tíma til að velta fyrir sér, eða áhuga á að velta fyrir sér, hvort þetta fyrirkomulag sé heilbrigt, hvort blanda viðskipta og foreldrahlutverks gæti haft afleiðingar fyrir fjölskyldu hans eða fyrir feril AJ. Eitt er víst að hann sker sig úr, bæði innan sem utan vallar. View this post on Instagram A post shared by Washington Post Sports (@postsports) Bandaríski háskólakörfuboltinn NBA Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Sjá meira
Dybantsa er enn bara átján ára gamall og spilar með háskólaliði BYU í vetur. Þar er hann á fyrsta ári. Hann er að flestra mati einn besti ungi körfuboltamaður í heimi í dag en þessi 193 sentimetra hái framherji er með bæði gott stökkskot sem og hæfileika bakvarðar. Það sem vekur líka athygli er að strákurinn gerir mjög, mjög lítið án pabba síns, Ace, sem er oftast rétt við hliðina á AJ. Pabbanum líkar hins vegar ekki að vera kallaður umboðsmaður AJ. Hann er heldur ekki mikill aðdáandi þjálfara eða umboðsmanna yfir höfuð. Hann er bara pabbi AJ, segir hann, eins og hann var löngu áður en nokkur bauð stráknum risatilboð fyrir það að spila körfubolta. Staðan er bara svo að einn sá eftirsóttasti af framtíðarstjörnum NBA er ekki með umboðsmann í heimi þar sem umboðsmenn ráða svo miklu. Hann hefur heldur ekki markaðsteymi sér til halds og traust til að afgreiða tilboð um styrki. Ef vörumerkjafulltrúar vilja tala við AJ, þá hringja þeir í Ace, pabba hans. Ef þjálfari vill vinna með AJ, þá hringir hann í Ace. Einu sinni, þegar umboðsmaður laumaðist til að senda stráknum einkaskilaboð á Instagram og bauð honum íl ef AJ skrifaði undir samning við hann, þá fékk hann svar frá föðurnum. Pabbinn hefur aðgang að öllum samfélagsmiðlareikningum sonar síns. Að hans mati er Ace að vernda son sinn fyrir þeim sem vilja aðeins hagnast á honum. Og með svo miklum peningum við höndina telur Ace að þeir ættu að vera áfram innan fjölskyldunnar. Hann vill því vera í miðju allra samningaviðræðna, allra ákvarðana, eða alls sem tengist syni hans. Fyrir vikið hefur Ace lítinn tíma til að velta fyrir sér, eða áhuga á að velta fyrir sér, hvort þetta fyrirkomulag sé heilbrigt, hvort blanda viðskipta og foreldrahlutverks gæti haft afleiðingar fyrir fjölskyldu hans eða fyrir feril AJ. Eitt er víst að hann sker sig úr, bæði innan sem utan vallar. View this post on Instagram A post shared by Washington Post Sports (@postsports)
Bandaríski háskólakörfuboltinn NBA Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Sjá meira