Upp­gjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Kefl­víkingum

Kári Mímisson skrifar
Keflvíkingurinn Darryl Latrell Morsell á ferðinni í Laugardalshöllinni í kvöld.
Keflvíkingurinn Darryl Latrell Morsell á ferðinni í Laugardalshöllinni í kvöld. Vísir/Anton Brink

Keflvíkingar frumsýndu nýjan erlendan leikmann og unnu öryggan sigur á nýliðum Ármanns, 107-94, í Laugadalshöllinni í Bónus deild kala í körfubolta í kvöld. Sigur Keflavíkur var öruggur og liðið lítur mjög vel út í fyrstu leikjum mótsins.

Keflvíkingar hafa unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjum sínum en Ármannsliðið hefur tapað öllum sínum leikjum.

Craig Möller atti sinn besta leik í Keflavíkurbúningnum og skoraði 27 stig. Egor Koulechov lék sinn fyrsta leik með Keflavík og skoraði 18 stig. Lagio Grantsaan, nýr maður hjá Ármanni, var með 15 stig í sínum fyrsta leik. Bragi Guðmundsson var stigahæstur með 22 stig.

Bragi GuðmundssonVísir / Anton Brink

Ármenningar byrjuðu leikinn með látum þegar fyrirliði liðsins, Bragi Guðmundsson, tróð boltanum með tilþrifum og skoraði fyrstu stig leiksins. Jafnræði var með liðunum framan af leik og skiptust liðin á að skora í upphafi fyrsta leikhluta. Þegar líða fór á fyrri hálfleikinn voru það gestirnir úr Keflavík sem tóku frumkvæðið og náðu að slíta sig aðeins frá Ármanni. Heimamenn gerðu þó vel í að halda sér inn í leiknum og misstu Keflvíkingana aldrei of langt frá sér. Munurinn var sex stig þegar skammt var til leikhlés og Glímufélagið með boltann en í stað þess að minnka muninn þá tapaði Ármann boltanum og Keflvíkingar refsuðu í kjölfarið. Munurinn átta stig í hálfleik, 48-56.

Jaka Brodnik ver skot Frosta Valgarðssonar.Vísir / Anton Brink

Keflavík hélt uppteknum hætti í seinni hálfleik en liðið mætti af miklum krafti út úr búningsherberginu og tók algjörlega yfir leikinn. Mestur var munurinn 21 stig og í raun allt sem benti til þess að gestirnir úr Keflavík myndu fara með auðveldan sigur af hólmi undir lok þriðja leikhluta.

Dibaji Walker var í strangri gæslu.Vísir / Anton Brink

Ármenningar gáfust þó heldur betur ekki upp og náðu með frábærum kafla í upphafi fjórða leikhluta að koma muninum niður í fimm stig þegar Bragi Guðmundsson setti niður þriggja stiga körfu og gaf liðinu heldur betur von. Ískaldir Keflvíkingar létu þetta þó ekki á sig fá og á örskotsstundu var liðið aftur búið að slíta sig frá Ármenningum og fór að lokum með sannfærandi sigur af hólmi. Lokatölur úr Laugardalshöllinni, 94-107 fyrir Keflavík.

Atvik leiksins

Þriggja stiga karfan hjá Braga hér undir lokin verður að fá þetta. Á þessum tímapunkti í leiknum héldu eflaust margir að Ármann gæti landað sögulegum sigri en Keflavík svaraði strax í kjölfarið og í raun og veru lifði þessi von heimamann afar stutt.

Stjörnur og skúrkar

Craig Moller var yfirburðamaður á vellinum í dag, bæði varnarlega sem og sóknarlega. Hann gerði 27 stig ásamt því að rífa niður 13 fráköst. Hjá Ármanni var Bragi Guðmundsson atkvæðamestur en hann skoraði 21 stig og gaf níu stoðsendingar.

Craig Edward Möller átti stjörnufínan leik.Vísir / Anton Brink

Umgjörð og stemmning

Mætingin var léleg og ekki hjálpar það að stúkan hér í Laugardalshöllinni er sú stærsta í deildinni. Nýliðarnir setja þó skemmtilega svip á deildina en fólkið í Laugardalnum verður að láta sjá sig á vellinum.

Dómarar

Mættu appelsínugulir og fínir í dag. Ég hef ósköp lítið út á þá að setja eftir þennan leik enda ekki mest krefjandi leikur sem þeir félagar hafa dæmt.

Viðtöl:

Steinar: Það eru þessi grunnatriði sem skilja góðu liðin frá hinum

Steinar KaldalVísir / Anton Brink

Steinar Kaldal, þjálfari Ármanns, segist vera ósáttur með spilamennsku síns liðs í kvöld. Þrátt fyrir að hafa ekki átt sinn besta leik segist hann vera ánægður með að liðið hafi náð að halda sér inni í leiknum nánast allan tíman en að það sé svekkjandi að hafa ekki náð að fylgja eftir góðu áhlaupi undir lok leiksins.

„Það er auðvitað fúlt að tapa þessum leik. Mér fannst við ekki vera að spila vel í kvöld en erum samt inni í leiknum stóran hluta af leiknum. Undir lokin erum við farnir að láta finna fyrir okkur og algjörlega komnir inn í leikinn en svo hverfur það. Við náum ekki að láta boltann ganga og hættum að gera það sem við lögðum upp með. Ég hef áhyggjur af því að menn hætti að gera það sem virkar og í eitthvað allt annað.“

Nýliðar Ármanns hafa átt erfitt uppdráttar framan af tímabili en hafa þó sýnt góða spretti og í rauninni má ætla að liðið eigi mikið inni. Steinar segir að hópurinn sé núna full mannaður og nú sé það hans verk að laga leik liðsins á næstu vikum og mánuðum.

„Það var mjög erfitt fyrir okkur að koma inn í deildina haltir en núna erum við komnir með Lagio, en hann kom í gær og mér fannst hann standa sig mjög vel. Það hafa verið góðir kaflar hjá okkur sem við þurfum að lengja og á sama tíma bæta slæmu kaflana. Ef við gerum það þá eru okkur allir vegir færir. Við þurfum að bæta frákasta baráttuna en við erum búnir að tapa henni í öllum þessum fjórum leikjum, menn þurfa að þora að láta finna fyrir sér og flæðið á boltanum þarf að vera betra. Það eru þessi grunnatriði sem skilja góðu liðin frá hinum.“

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira