Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 27. október 2025 20:26 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri. Vísir/Vilhelm Ríkislögreglustjóri hefur greitt ráðgjafafyrirtækinu Intra ráðgjöf 160 milljónir króna fyrir þjónustu þess. Meðal þess sem fyrirtækið rukkaði tugi þúsunda fyrir var að skreppa í verslanir Jysk og íhuga uppsetningu á píluspjaldi. RÚV greindi frá málinu en þar segir að tvö lögregluembætti, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóri, hafi greitt ráðgjafarfyrirtækinu alls 190 milljónir króna. Um er að ræða 120 reikninga sem gefnir hafa verið út á átta ára tímabili á meðan Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri og fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sinnti embættunum. Þórunn Óðinsdóttir, stjórnunarráðgjafi og fyrrverandi formaður Stjórnvísis, stofnaði fyrirtækið Intra ráðgjöf til að sjá um og reka störf hennar sem ráðgjafi. Starf Þórunnar var fyrst smávægilegt en umfangið jókst til muna með árunum. 160 milljónir af upphæðinni eru vegna vinnu fyrir ríkislögreglustjóra en Sigríður Björk hefur gegnt embættinu frá árinu 2020. Einungis níu dagar voru liðnir frá því að Sigríður var skipuð ríkislögreglustjóri þar til hún átti í rúmlega klukkustundarlöngu símtali við Þórunni sem kostaði á þeim tíma 33 þúsund krónur með virðisaukaskatti. Fyrsti reikningur Intru til ríkislögreglustjóra var upp á þrjú hundruð þúsund krónur og var að mestu leyti vegna samtala Sigríðar við Þórunni í gegnum síma og fjarfundarbúnað. Rukkaði tæpar 36 þúsund krónur á tímann til að versla í Jysk Intra ráðgjöf fékk ellefu milljónir króna í laun í vor vegna flutninga embættis Ríkislögreglustjóra frá Skúlagötu á Rauðarárstíg vegna myglu. Í þessum ellefu milljónum króna fólust líka greiðslur, stundum upp á hundruð þúsunda, fyrir skoðunar- og innkaupaferðir, sérstaklega í verslanir Jysk. Í reikningum Intra kemur fram að til dæmis var rukkað fyrir „pælingar um uppsetningu á píluspjöldum“, „fá tilboð í gardínur fyrir Skógarhlíðina“, „panta gardínur“, „fara í salinn og skipuleggja veitingar“ og „panta húsgögn og skreytingar.“ Hver unnin klukkustund hjá Intra kostaði 36 þúsund krónur með virðisaukaskatti. Frá október 2023 til ágúst 2025 átti ríkislögreglustjóri í viðskiptum við Jysk upp á tæpar sjö milljónir króna. Sömuleiðis fékk Intra greiddar vinnustundir fyrir að sjá um til dæmis að skoða, velja, eiga samskipti við, panta og sækja vörur í Jysk. Tekið er fram í umfjöllun RÚV að Þórunn er eiginkona Þórarins Inga Ólafssonar, forstjóra móðurfélags og stjórnarformanns JYSK á Íslandi. Í svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn blaðamanns RÚV kom fram að þau hafi vitað um tengsl Þórunnar og Jysk en tekin var sú ákvörðun að þar væri hagstæðasta verðið og innkaupin þar af leiðandi undir útboðsskyldu. Í svari fjársýslustjóra við fyrirspurn RÚV segir að opinberum stofnunum beri að bjóða út ráðgjafakaup þegar viðmiðunarfjárhæð nær tuttugu milljónum króna. Ef upphæðin er lægri þarf að gæta hagkvæmni og gera samanburð. Ekki sé heimilt að versla við fyrirtæki utan rammasamnings þrátt fyrir að viðskiptin séu undir ákveðnum fjárhæðum. Verkefni Intru fóru aldrei í útboð að sögn ríkislögreglustjóra. Lögreglan Stjórnsýsla Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira
RÚV greindi frá málinu en þar segir að tvö lögregluembætti, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóri, hafi greitt ráðgjafarfyrirtækinu alls 190 milljónir króna. Um er að ræða 120 reikninga sem gefnir hafa verið út á átta ára tímabili á meðan Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri og fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sinnti embættunum. Þórunn Óðinsdóttir, stjórnunarráðgjafi og fyrrverandi formaður Stjórnvísis, stofnaði fyrirtækið Intra ráðgjöf til að sjá um og reka störf hennar sem ráðgjafi. Starf Þórunnar var fyrst smávægilegt en umfangið jókst til muna með árunum. 160 milljónir af upphæðinni eru vegna vinnu fyrir ríkislögreglustjóra en Sigríður Björk hefur gegnt embættinu frá árinu 2020. Einungis níu dagar voru liðnir frá því að Sigríður var skipuð ríkislögreglustjóri þar til hún átti í rúmlega klukkustundarlöngu símtali við Þórunni sem kostaði á þeim tíma 33 þúsund krónur með virðisaukaskatti. Fyrsti reikningur Intru til ríkislögreglustjóra var upp á þrjú hundruð þúsund krónur og var að mestu leyti vegna samtala Sigríðar við Þórunni í gegnum síma og fjarfundarbúnað. Rukkaði tæpar 36 þúsund krónur á tímann til að versla í Jysk Intra ráðgjöf fékk ellefu milljónir króna í laun í vor vegna flutninga embættis Ríkislögreglustjóra frá Skúlagötu á Rauðarárstíg vegna myglu. Í þessum ellefu milljónum króna fólust líka greiðslur, stundum upp á hundruð þúsunda, fyrir skoðunar- og innkaupaferðir, sérstaklega í verslanir Jysk. Í reikningum Intra kemur fram að til dæmis var rukkað fyrir „pælingar um uppsetningu á píluspjöldum“, „fá tilboð í gardínur fyrir Skógarhlíðina“, „panta gardínur“, „fara í salinn og skipuleggja veitingar“ og „panta húsgögn og skreytingar.“ Hver unnin klukkustund hjá Intra kostaði 36 þúsund krónur með virðisaukaskatti. Frá október 2023 til ágúst 2025 átti ríkislögreglustjóri í viðskiptum við Jysk upp á tæpar sjö milljónir króna. Sömuleiðis fékk Intra greiddar vinnustundir fyrir að sjá um til dæmis að skoða, velja, eiga samskipti við, panta og sækja vörur í Jysk. Tekið er fram í umfjöllun RÚV að Þórunn er eiginkona Þórarins Inga Ólafssonar, forstjóra móðurfélags og stjórnarformanns JYSK á Íslandi. Í svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn blaðamanns RÚV kom fram að þau hafi vitað um tengsl Þórunnar og Jysk en tekin var sú ákvörðun að þar væri hagstæðasta verðið og innkaupin þar af leiðandi undir útboðsskyldu. Í svari fjársýslustjóra við fyrirspurn RÚV segir að opinberum stofnunum beri að bjóða út ráðgjafakaup þegar viðmiðunarfjárhæð nær tuttugu milljónum króna. Ef upphæðin er lægri þarf að gæta hagkvæmni og gera samanburð. Ekki sé heimilt að versla við fyrirtæki utan rammasamnings þrátt fyrir að viðskiptin séu undir ákveðnum fjárhæðum. Verkefni Intru fóru aldrei í útboð að sögn ríkislögreglustjóra.
Lögreglan Stjórnsýsla Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira