Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar 28. október 2025 19:03 Sjálfbærni varð ein af meginþáttum í nýrri stefnu Vegagerðarinnar 2024-2028 undir yfirskriftinni Sjálfbærni með í för. Í vor leit síðan fyrsta sjálfbærnistefna Vegagerðarinnar dagsins ljós en samkvæmt henni er unnið að ábyrgri nýtingu fjármuna og náttúruauðlinda og að dregið verði úr kolefnisspori framkvæmda, án þess þó að skerða hlutverk stofnunarinnar, sem er að tryggja öruggt og gott aðgengi um landið fyrir öll. Stefnunni fylgir ítarleg aðgerðaáætlun með 20 mælanlegum markmiðum og tímasettum aðgerðum. Fjallað verður um tvö lykilverkefni á morgunfundi Vegagerðarinnar föstudaginn 31. október þar sem sjónum verður beint að þeirri vegferð sem Vegagerðin hefur verið á síðasta árið. Kolefnisreiknirinn LOKI var þróaður til að meta kolefnisspor allra framkvæmda og til að geta með markvissum hætti farið í aðgerðir sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Hin stóra breytingin eru auknar loftslagskröfur í útboðum Vegagerðarinnar. Breytingarnar miða að því að uppfylla kröfur um samdrátt í kolefnisspori framkvæmda, viðhaldi og rekstri innviða Vegagerðarinnar. Framkvæmdir, viðhald og rekstur vegakerfisins er kjarnastarfsemi Vegagerðarinnar og einnig sá hluti sem hefur stærsta vist- eða kolefnisspor. Mikilvægt er því að skapa framtíðarsýn og ná yfir þau tækifæri sem eru þar til að draga úr vistspori. Breytingar verða unnar í skrefum yfir næstu 18 mánuði og verða innleiddar í áföngum. Helstu breytingar sem verða á útboðskröfum í vetur eru meðal annars: ·Ríkari krafa verður um tækjalista og áætlaða tækjanotkun strax þegar skilað er inn tilboði vegna útboðs Vegagerðarinnar og kallað verður eftir tiltækum umhverfisyfirlýsingum (EPD) vegna vöru eða hráefna sem notuð verða í verki fyrir Vegagerðina. ·Gerð verður skýrari krafa um skil á gögnum um eldsneytisnotkun á verktíma ásamt öðrum magntölum. ·Uppfærð sniðmát fyrir tækjalista verða hluti af útboðsgögnum Vegagerðarinnar til að auðvelda þessa breytingu. ·Bætt verður við þessar kröfur á næstu árum með það að markmiði að draga úr kolefnisspori framkvæmdar eins og kostur er. Morgunfundur Vegagerðarinnar verður haldinn í húsnæði Vegagerðarinnar í Suðurhrauni 3 í Garðabæ. Öll eru velkomin á staðinn en einnig er hægt að fylgjast með erindum í beinu streymi. Nánari upplýsingar er að finna á vef Vegagerðarinnar. Höfundur er forstöðumaður sjálfbærnideildar Vegagerðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vegagerð Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Sjálfbærni varð ein af meginþáttum í nýrri stefnu Vegagerðarinnar 2024-2028 undir yfirskriftinni Sjálfbærni með í för. Í vor leit síðan fyrsta sjálfbærnistefna Vegagerðarinnar dagsins ljós en samkvæmt henni er unnið að ábyrgri nýtingu fjármuna og náttúruauðlinda og að dregið verði úr kolefnisspori framkvæmda, án þess þó að skerða hlutverk stofnunarinnar, sem er að tryggja öruggt og gott aðgengi um landið fyrir öll. Stefnunni fylgir ítarleg aðgerðaáætlun með 20 mælanlegum markmiðum og tímasettum aðgerðum. Fjallað verður um tvö lykilverkefni á morgunfundi Vegagerðarinnar föstudaginn 31. október þar sem sjónum verður beint að þeirri vegferð sem Vegagerðin hefur verið á síðasta árið. Kolefnisreiknirinn LOKI var þróaður til að meta kolefnisspor allra framkvæmda og til að geta með markvissum hætti farið í aðgerðir sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Hin stóra breytingin eru auknar loftslagskröfur í útboðum Vegagerðarinnar. Breytingarnar miða að því að uppfylla kröfur um samdrátt í kolefnisspori framkvæmda, viðhaldi og rekstri innviða Vegagerðarinnar. Framkvæmdir, viðhald og rekstur vegakerfisins er kjarnastarfsemi Vegagerðarinnar og einnig sá hluti sem hefur stærsta vist- eða kolefnisspor. Mikilvægt er því að skapa framtíðarsýn og ná yfir þau tækifæri sem eru þar til að draga úr vistspori. Breytingar verða unnar í skrefum yfir næstu 18 mánuði og verða innleiddar í áföngum. Helstu breytingar sem verða á útboðskröfum í vetur eru meðal annars: ·Ríkari krafa verður um tækjalista og áætlaða tækjanotkun strax þegar skilað er inn tilboði vegna útboðs Vegagerðarinnar og kallað verður eftir tiltækum umhverfisyfirlýsingum (EPD) vegna vöru eða hráefna sem notuð verða í verki fyrir Vegagerðina. ·Gerð verður skýrari krafa um skil á gögnum um eldsneytisnotkun á verktíma ásamt öðrum magntölum. ·Uppfærð sniðmát fyrir tækjalista verða hluti af útboðsgögnum Vegagerðarinnar til að auðvelda þessa breytingu. ·Bætt verður við þessar kröfur á næstu árum með það að markmiði að draga úr kolefnisspori framkvæmdar eins og kostur er. Morgunfundur Vegagerðarinnar verður haldinn í húsnæði Vegagerðarinnar í Suðurhrauni 3 í Garðabæ. Öll eru velkomin á staðinn en einnig er hægt að fylgjast með erindum í beinu streymi. Nánari upplýsingar er að finna á vef Vegagerðarinnar. Höfundur er forstöðumaður sjálfbærnideildar Vegagerðarinnar.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun