Innlent

Karl­maður lést í Bláa lóninu

Eiður Þór Árnason skrifar
Bláa lónið.
Bláa lónið. Vísir/Vilhelm

Karlmaður var úrskurðaður látinn í Bláa lóninu í dag eftir að hann missti meðvitund. Sá var erlendur karlmann á sextugsaldri. Viðbragðsaðilar voru kallaðir að lóninu um miðjan dag og hófu endurlífgunartilraunir á vettvangi.

Hann var úrskurðaður látinn rúmlega klukkustund síðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bláa lóninu.

Málið sé nú til skoðunar hjá lögreglu í samræmi við hefðbundið verklag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×