Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Kjartan Kjartansson skrifar 29. október 2025 13:29 Tæknimenn dönsku lögreglunnar á vettvangi sprenginga við ísraelska sendiráðið í Hellerup í október árið 2024. Vísir/EPA Tveir ungir sænskir ríkisborgarar sem eru taldir hafa kastað handsprengjum að ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn í fyrra voru ákærðir fyrir hryðjuverk og tilraun til hryðjuverka. Málið er það fyrsta sinnar tegundar í Danmörku sem varðar hryðjuverk sem var fullframið. Handsprengjurnar sprungu við íbúðarhús nærri sendiráði Ísraels í Hellerup, úthverfi Kaupmannahafnar aðfararnótt 2. október í fyrra. Engan sakaði en þær ollu skemmdum á nærliggjandi byggingum. Mennirnir sem eru ákærðir eru átján og tuttugu ára gamlir, að því er segir í frétt danska ríkisútvarpsins. Þeir eru sagði hafa flutt fimm handsprengjur með sér í grennd sendiráðsins. Fyrir þeim hafi vakað að kasta þeim í sendiráðið og að það teljist hryðjuverk, að sögn Lise-Lotte Nilas, saksóknara í Kaupmannahöfn. Þeir eru taldir hafa lagt á ráðin um verknaðinn í sameiningu og í samráði við einn eða fleiri óþekkta vitorðsmenn. Daginn fyrir sprengingarnar var byssuskotum hleypt af við ísraelska sendiráðið í Stokkhólmi. Síðar í sama mánuði var skotum enn hleypt af við hergagnaverksmiðju dótturfélags ísraelsks fyrirtækis í Gautaborg. Um þetta leyti var ár liðið frá því að hernaður Ísraelshers á Gasaströndinni hófst. Réttarhöld eiga að hefjast í næsta mánuði Til viðbótar við hryðjuverk og tilraun til þeirra eru tvímenningarnir ákærðir fyrir að stefna lífi öryggisvarða við sendiráðið í hættu og tilraun til manndráps. Sakborningarnir voru handteknir nokkrum klukkustundum eftir sprengingarnar á aðallestarstöðinni í Kaupmannahöfn við mikinn lögregluviðbúnað. Málið gegn Svíunum tveimur verður tekið fyrir í Kaupmannahöfn í næsta mánuði. Saksóknarar krefjast þess að þeir verði dæmdir til fangelsisvistar og að þeim verði vísað úr landi og bannað að koma til Danmerkur varanlega. Danmörk Svíþjóð Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Sjá meira
Handsprengjurnar sprungu við íbúðarhús nærri sendiráði Ísraels í Hellerup, úthverfi Kaupmannahafnar aðfararnótt 2. október í fyrra. Engan sakaði en þær ollu skemmdum á nærliggjandi byggingum. Mennirnir sem eru ákærðir eru átján og tuttugu ára gamlir, að því er segir í frétt danska ríkisútvarpsins. Þeir eru sagði hafa flutt fimm handsprengjur með sér í grennd sendiráðsins. Fyrir þeim hafi vakað að kasta þeim í sendiráðið og að það teljist hryðjuverk, að sögn Lise-Lotte Nilas, saksóknara í Kaupmannahöfn. Þeir eru taldir hafa lagt á ráðin um verknaðinn í sameiningu og í samráði við einn eða fleiri óþekkta vitorðsmenn. Daginn fyrir sprengingarnar var byssuskotum hleypt af við ísraelska sendiráðið í Stokkhólmi. Síðar í sama mánuði var skotum enn hleypt af við hergagnaverksmiðju dótturfélags ísraelsks fyrirtækis í Gautaborg. Um þetta leyti var ár liðið frá því að hernaður Ísraelshers á Gasaströndinni hófst. Réttarhöld eiga að hefjast í næsta mánuði Til viðbótar við hryðjuverk og tilraun til þeirra eru tvímenningarnir ákærðir fyrir að stefna lífi öryggisvarða við sendiráðið í hættu og tilraun til manndráps. Sakborningarnir voru handteknir nokkrum klukkustundum eftir sprengingarnar á aðallestarstöðinni í Kaupmannahöfn við mikinn lögregluviðbúnað. Málið gegn Svíunum tveimur verður tekið fyrir í Kaupmannahöfn í næsta mánuði. Saksóknarar krefjast þess að þeir verði dæmdir til fangelsisvistar og að þeim verði vísað úr landi og bannað að koma til Danmerkur varanlega.
Danmörk Svíþjóð Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Sjá meira