Myndskeiðið segi ekki alla söguna Eiður Þór Árnason skrifar 29. október 2025 21:09 Myndskeið sem náðist af hluta atburðarásarinnar hefur verið í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum. Eigandi bifreiðar sem keyrði utan í hjólreiðamann við Spöngina í dag segir myndskeið af atvikinu ekki segja alla söguna. Ekki hafi verið ætlunin að keyra svo nálægt hjólinu og hjólreiðamaðurinn áður sýnt árásargirni. Rúnar Þór Vilhjálmsson leigubílstjóri er eigandi bílsins en hann segir eiginkonu sína hafa verið við stýrið þennan afdrifaríka eftirmiðdag. „Hún vill ekkert tjá sig neitt meira en rétt skal vera rétt,“ segir hann í samtali við fréttastofu áður en hann byrjar að rekja atburðarásina. „Hún er að keyra á eftir honum og hann er eitthvað að dóla þarna á miðri götu og er þar hægur. Hún flautar á hann og hann gaf henni þá fokkmerki og hún nær að fara fram fyrir hann og stoppa við hringtorg.“ Þá hafi hann hjólað upp að bílnum og farið inn í þröngt pláss milli bílsins og gangstéttarkantsins. Næst hafi eiginkona hans dregið niður bílrúðuna og þau átt orðaskipti. „Þegar hann kemur upp að bílnum þá byrjar hann að sparka og berja í bílinn,“ bætir Rúnar við. Hún hafi í kjölfarið tjáð honum að hún ætlaði að hringja í lögregluna og hann þá teygt sig inn í bílinn og reynt að taka af henni símann. „Það er fyrst þegar hún rýkur af stað þaðan að hún þrengir svona harkalega að honum enda bara skelfingu lostin,“ segir Rúnar og vísar til augnabliksins sem sést á umtöluðu myndskeiði. Hafi skemmt bílinn Rúnar staðhæfir jafnframt að hjólið hafi ekki farið undir bílinn heldur klemmst milli stigbretta á bílnum og snjóskaflsins. „Hann náði hjólinu burt og hjólaði í burtu. Það var ekkert að hjólinu.“ Á þessum tímapunkti hafi konan hans verið búin að hringja í lögregluna en hjólreiðamaðurinn horfið. Rúnar fullyrðir að hann hafi stórskemmt bílinn. Hann bætir við að lögreglan hafi haft samband í kjölfarið og spurt konuna sína hvort hún vilji kæra hjólreiðamanninn. Hún hafi enga ákvörun tekið þeim efnum. Sé stormur í vatnsglasi Rúnar upplifir málið að einhverju leyti sem storm í vatnsglasi en segir atvikið vissulega líta illa út á myndskeiðinu sem er í dreifingu. „Það er eins og hún sé ökuníðingur. En það er ekki rétt. Hún að vísu rauk af stað skelfingu lostin þegar hann var búinn að fara inn um gluggann hjá henni að reyna að rífa af henni símann þegar hún er að hringja á lögguna.“ Henni hafi fundist skelfilegt að lenda í þessu. Reykjavík Umferðaröryggi Hjólreiðar Tengdar fréttir „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Ökumaður sást keyra utan í hjólreiðamann við Spöngina í Reykjavík í dag. Pétur Jóhannesson var á keyrslu þar um fjögurleytið þegar atvikið átti sér stað. 29. október 2025 18:50 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Sjá meira
Rúnar Þór Vilhjálmsson leigubílstjóri er eigandi bílsins en hann segir eiginkonu sína hafa verið við stýrið þennan afdrifaríka eftirmiðdag. „Hún vill ekkert tjá sig neitt meira en rétt skal vera rétt,“ segir hann í samtali við fréttastofu áður en hann byrjar að rekja atburðarásina. „Hún er að keyra á eftir honum og hann er eitthvað að dóla þarna á miðri götu og er þar hægur. Hún flautar á hann og hann gaf henni þá fokkmerki og hún nær að fara fram fyrir hann og stoppa við hringtorg.“ Þá hafi hann hjólað upp að bílnum og farið inn í þröngt pláss milli bílsins og gangstéttarkantsins. Næst hafi eiginkona hans dregið niður bílrúðuna og þau átt orðaskipti. „Þegar hann kemur upp að bílnum þá byrjar hann að sparka og berja í bílinn,“ bætir Rúnar við. Hún hafi í kjölfarið tjáð honum að hún ætlaði að hringja í lögregluna og hann þá teygt sig inn í bílinn og reynt að taka af henni símann. „Það er fyrst þegar hún rýkur af stað þaðan að hún þrengir svona harkalega að honum enda bara skelfingu lostin,“ segir Rúnar og vísar til augnabliksins sem sést á umtöluðu myndskeiði. Hafi skemmt bílinn Rúnar staðhæfir jafnframt að hjólið hafi ekki farið undir bílinn heldur klemmst milli stigbretta á bílnum og snjóskaflsins. „Hann náði hjólinu burt og hjólaði í burtu. Það var ekkert að hjólinu.“ Á þessum tímapunkti hafi konan hans verið búin að hringja í lögregluna en hjólreiðamaðurinn horfið. Rúnar fullyrðir að hann hafi stórskemmt bílinn. Hann bætir við að lögreglan hafi haft samband í kjölfarið og spurt konuna sína hvort hún vilji kæra hjólreiðamanninn. Hún hafi enga ákvörun tekið þeim efnum. Sé stormur í vatnsglasi Rúnar upplifir málið að einhverju leyti sem storm í vatnsglasi en segir atvikið vissulega líta illa út á myndskeiðinu sem er í dreifingu. „Það er eins og hún sé ökuníðingur. En það er ekki rétt. Hún að vísu rauk af stað skelfingu lostin þegar hann var búinn að fara inn um gluggann hjá henni að reyna að rífa af henni símann þegar hún er að hringja á lögguna.“ Henni hafi fundist skelfilegt að lenda í þessu.
Reykjavík Umferðaröryggi Hjólreiðar Tengdar fréttir „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Ökumaður sást keyra utan í hjólreiðamann við Spöngina í Reykjavík í dag. Pétur Jóhannesson var á keyrslu þar um fjögurleytið þegar atvikið átti sér stað. 29. október 2025 18:50 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Sjá meira
„Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Ökumaður sást keyra utan í hjólreiðamann við Spöngina í Reykjavík í dag. Pétur Jóhannesson var á keyrslu þar um fjögurleytið þegar atvikið átti sér stað. 29. október 2025 18:50