Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir og Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifa 30. október 2025 09:31 Bleiki mánuðurinn október er tileinkaður baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Algengasta krabbamein kvenna er brjóstakrabbamein en árlega greinast um þrjú hundruð konur á Íslandi með brjóstakrabbamein og nýgengi eykst ár frá ári. Sem betur fer eru horfur góður hjá flestum þessum konum en því miður ekki öllum. Í bleika mánuðinum í ár er áhersla lögð á þann stóra hóp sem lifir með ólæknandi eða langvinnt krabbamein. Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi krabbameini? Annars vegar er brjóstakrabbameinið á dreifðu stigi strax við greiningu. Það þýðir að krabbameinsfrumur upprunnar í brjósti komast í blóðrás og þaðan til annarra líffæra þar sem þær mynda ný mein, svokölluð meinvörp. Hins vegar er það þegar sjúklingar sem fengið hafa læknandi meðferð við brjóstakrabbameini greinast með meinvörp í öðrum líffærum síðar, stundum mörgum árum eftir að upphaflega krabbameinið greindist. Þetta leiðir því miður enn sem komið er til ólæknandi sjúkdóms. Þegar grunur er um brjóstakrabbamein á dreifðu stigi er greining mikilvæg, bæði til að staðfesta að um brjóstkrabbamein sé að ræða og til að greina undirtegund, sem stýrir meðferð. Gróflega er um að ræða þrjár undirtegundir sem meðhöndlaðar eru með mismunandi lyfjum. Einnig koma aðrir meðferðarmöguleikar til greina, svo sem geislameðferð, í vissum tilvikum. Undanfarna áratugi hafa orðið gríðarlegar framfarir í meðferð brjóstakrabbameina og lyfjaþróun er mjög hröð. Sjúklingar með brjóstakrabbamein á dreifðu stigi lifa því almennt lengur en áður. Hvert tilfelli er þó alltaf einstakt og sumir sjúklingar fá of stuttan tíma á meðan aðrir lifa lengur. Sífellt er leitast við einstaklingsmiða meðferð með því að kanna hvort krabbameinið sýni ákveðin merki sem spá fyrir um svörun við tiltekinni meðferð. Samhliða lífslengjandi lyfjameðferð við krabbameininu er mikilvægt að sinna einnig góðri einkennameðferð í þeirri von að viðhalda lífsgæðum og draga úr aukaverkunum lyfja. Virk hreyfing og endurhæfing er mjög mikilvæg fyrir þennan sjúklingahóp og margir sækja endurhæfingu í Ljósinu sem gegnir gríðarlega mikilvægu hlutverki sem eina sérhæfða endurhæfingarstöðin sem er í boði fyrir krabbameinsgreinda. Ef heilsa leyfir ná sumir að snúa aftur til vinnu, að hluta til eða að fullu, á meðan aðrir geta það ekki. Með núverandi spám um fjölgun nýrra brjóstakrabbameinstilfella og betri meðferð við sjúkdómnum mun áfram fjölga í hópi þeirra sem lifa með ólæknandi brjóstakrabbamein. Það er von okkar að með tímanum muni frekari framfarir í meðferð krabbameina skila því að fleiri sem greinast með ólæknandi krabbamein lifi enn lengur þar sem hægt verði að halda sjúkdómnum niðri með lyfjum í langan tíma, eins og hverjum öðrum langvinnum sjúkdómi. Höfundar eru krabbameinslæknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Krabbamein Heilbrigðismál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Bleiki mánuðurinn október er tileinkaður baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Algengasta krabbamein kvenna er brjóstakrabbamein en árlega greinast um þrjú hundruð konur á Íslandi með brjóstakrabbamein og nýgengi eykst ár frá ári. Sem betur fer eru horfur góður hjá flestum þessum konum en því miður ekki öllum. Í bleika mánuðinum í ár er áhersla lögð á þann stóra hóp sem lifir með ólæknandi eða langvinnt krabbamein. Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi krabbameini? Annars vegar er brjóstakrabbameinið á dreifðu stigi strax við greiningu. Það þýðir að krabbameinsfrumur upprunnar í brjósti komast í blóðrás og þaðan til annarra líffæra þar sem þær mynda ný mein, svokölluð meinvörp. Hins vegar er það þegar sjúklingar sem fengið hafa læknandi meðferð við brjóstakrabbameini greinast með meinvörp í öðrum líffærum síðar, stundum mörgum árum eftir að upphaflega krabbameinið greindist. Þetta leiðir því miður enn sem komið er til ólæknandi sjúkdóms. Þegar grunur er um brjóstakrabbamein á dreifðu stigi er greining mikilvæg, bæði til að staðfesta að um brjóstkrabbamein sé að ræða og til að greina undirtegund, sem stýrir meðferð. Gróflega er um að ræða þrjár undirtegundir sem meðhöndlaðar eru með mismunandi lyfjum. Einnig koma aðrir meðferðarmöguleikar til greina, svo sem geislameðferð, í vissum tilvikum. Undanfarna áratugi hafa orðið gríðarlegar framfarir í meðferð brjóstakrabbameina og lyfjaþróun er mjög hröð. Sjúklingar með brjóstakrabbamein á dreifðu stigi lifa því almennt lengur en áður. Hvert tilfelli er þó alltaf einstakt og sumir sjúklingar fá of stuttan tíma á meðan aðrir lifa lengur. Sífellt er leitast við einstaklingsmiða meðferð með því að kanna hvort krabbameinið sýni ákveðin merki sem spá fyrir um svörun við tiltekinni meðferð. Samhliða lífslengjandi lyfjameðferð við krabbameininu er mikilvægt að sinna einnig góðri einkennameðferð í þeirri von að viðhalda lífsgæðum og draga úr aukaverkunum lyfja. Virk hreyfing og endurhæfing er mjög mikilvæg fyrir þennan sjúklingahóp og margir sækja endurhæfingu í Ljósinu sem gegnir gríðarlega mikilvægu hlutverki sem eina sérhæfða endurhæfingarstöðin sem er í boði fyrir krabbameinsgreinda. Ef heilsa leyfir ná sumir að snúa aftur til vinnu, að hluta til eða að fullu, á meðan aðrir geta það ekki. Með núverandi spám um fjölgun nýrra brjóstakrabbameinstilfella og betri meðferð við sjúkdómnum mun áfram fjölga í hópi þeirra sem lifa með ólæknandi brjóstakrabbamein. Það er von okkar að með tímanum muni frekari framfarir í meðferð krabbameina skila því að fleiri sem greinast með ólæknandi krabbamein lifi enn lengur þar sem hægt verði að halda sjúkdómnum niðri með lyfjum í langan tíma, eins og hverjum öðrum langvinnum sjúkdómi. Höfundar eru krabbameinslæknar.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun