Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar 31. október 2025 14:31 Nýleg ákvörðun Landsbankans um að hætta að veita verðtryggð lán nema til fyrstu kaupenda hefur haft í för með sér meiri háttar áhrif á fasteignamarkaðinn. Markaðurinn hefur kólnað á örfáum dögum og óvissan magnast. Fólk er óöruggt. Keðjur fasteignakaupa rakna upp. Hvað aðrar fjármálastofnanir gera er enn ekki ljóst. Það getur enginn verið á þeirri skoðun að ástandi sé boðlegt. Engu máli skiptir hvaða stjórnmálaflokki menn tilheyra. Árið er 2025, ekki 1975. Áratuga umræða tekin af borðinu á einni nóttu Í áratugi hefur verið rætt fram og til baka hvort og hvernig draga megi úr vægi verðtryggingar. Vissulega er ákvörðun Landsbankans og eftir atvikum ákvarðanir Arion og Íslandsbanka um framboð verðtryggðra lána bein afleiðing af nýföllnum dómi Hæstaréttar. En þrátt fyrir augljósa annmarka verðtryggingar hefur hún gert þúsundum Íslendinga kleift að eignast heimili. Verðtryggingin, með öllum sínum göllum, er einfaldlega ein af grunnstoðum íslensks fjármagnsmarkaðar. Slík grundvallarstoð fjármögnunar getur ekki breyst á svipstundu, á sama tíma og þjóðin býr eitt hæsta vaxtastig í heimi. Tímasetningin getur ekki verið verri. Allt hagkerfið verður fyrir áhrifum. Greiðslubyrðin orðin óbærileg Fyrir þá lántaka sem ekki falla undir skilgreiningu fyrstu kaupenda blasir við harður veruleiki. Óverðtryggð lán Landsbankans, svo dæmi sé tekið, bera nú um 10 prósenta vexti. Þetta er ekki prentvilla. Ef vextir eru festir til eins, þriggja eða fimm ára eru þeir á bilinu 8,15 til 9,10 prósent. Það þýðir að nánast allir þurfa að festa vexti, a.m.k. til skamms tíma, en greiðslubyrðin er engu að síður gríðarleg. Fyrir venjulegar fjölskyldur og ungt fólk sem vill stækka við sig getur brotthvarf verðtryggðra lána þýtt tugþúsunda króna hærri greiðslubyrði á mánuði. Alþingi þarf að leggja línurnar Sl. fimmtudag var haldinn fundur í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis að minni beiðni.Þar var ákvörðun Landsbankans rædd og áhrif hennar metin. Gott var að heyra sjónarmið bæði ráðherra og fulltrúa bankans enda snertir þetta mál þjóðina alla. Það eru allir meðvitaðir um alvarleika stöðunnar. En staðan er enn óljós. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum veit enginn hvort og hvernig aðrar fjármálastofnanir muni fylgja í kjölfar Landsbankans, eða t.d. hvort verðtryggð lán verði einungis með föstum vöxtum.Staðreyndin er einfaldlega sú að almenningi og fyrirtækjum er ekki fyllilega ljóst hvaða kjör munu gilda á íslenskum lánamarkaði. Alþingi, stjórnvöld auk Seðlabanka þurfa að bregðast við af festu án tafar. Í því felst t.d. að meta hvort og hvernig lög og reglur um verðtryggingu, þ.m.t. um viðmið fyrir verðtryggð lán með breytilega vexti, þurfi að breytast. Snúum við - strax Við verðum að snúa af þessari leið og tryggja fyrirsjáanleika um framboð verðtryggðra lána með skýrum viðmiðum um vexti. Það blasir við að eigi að gera verulegar breytingar á framboði verðtryggðra lána verður slíkt að gerast í áföngum og á grunni samráðs allra hagaðila til að tryggja efnahagslegan stöðugleika. Eignir og eigið fé almennings eru í húfi. Við megum ekki fá þessar endalausu dýfur og breytingar á lána- og fasteignamarkaði sem valda nánast jarðskjálftum í efnahagslífinu. Við í Framsókn höfum lengi talað fyrir því að draga úr vægi verðtryggingar, enda eru verðtryggð lán ein og sér ekki framtíðin. En meiri háttar breytingar á lánakjörum almennings verða að vera í takt við stöðu heimilanna, vel undirbúnar og fyrirsjáanlegar. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Vagn Stefánsson Vaxtamálið Lánamál Alþingi Framsóknarflokkurinn Mest lesið Múslimar Evrópu einangraðir Fastir pennar Álitsgjafinn Jón Kaldal Fastir pennar Aðhaldsleysi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Lærum af reynslunni Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Tilfinningar og eiginhagsmunir Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Ísland á jaðrinum Auðunn Arnórsson Fastir pennar Lending í sátt Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Fastir pennar Rógburður stangveiðimannsins Kristinn H. Gunnarsson Skoðun Ekki hjálpa Stasí Snærós Sindradóttir Bakþankar Á matarslóðum Fastir pennar Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Nýleg ákvörðun Landsbankans um að hætta að veita verðtryggð lán nema til fyrstu kaupenda hefur haft í för með sér meiri háttar áhrif á fasteignamarkaðinn. Markaðurinn hefur kólnað á örfáum dögum og óvissan magnast. Fólk er óöruggt. Keðjur fasteignakaupa rakna upp. Hvað aðrar fjármálastofnanir gera er enn ekki ljóst. Það getur enginn verið á þeirri skoðun að ástandi sé boðlegt. Engu máli skiptir hvaða stjórnmálaflokki menn tilheyra. Árið er 2025, ekki 1975. Áratuga umræða tekin af borðinu á einni nóttu Í áratugi hefur verið rætt fram og til baka hvort og hvernig draga megi úr vægi verðtryggingar. Vissulega er ákvörðun Landsbankans og eftir atvikum ákvarðanir Arion og Íslandsbanka um framboð verðtryggðra lána bein afleiðing af nýföllnum dómi Hæstaréttar. En þrátt fyrir augljósa annmarka verðtryggingar hefur hún gert þúsundum Íslendinga kleift að eignast heimili. Verðtryggingin, með öllum sínum göllum, er einfaldlega ein af grunnstoðum íslensks fjármagnsmarkaðar. Slík grundvallarstoð fjármögnunar getur ekki breyst á svipstundu, á sama tíma og þjóðin býr eitt hæsta vaxtastig í heimi. Tímasetningin getur ekki verið verri. Allt hagkerfið verður fyrir áhrifum. Greiðslubyrðin orðin óbærileg Fyrir þá lántaka sem ekki falla undir skilgreiningu fyrstu kaupenda blasir við harður veruleiki. Óverðtryggð lán Landsbankans, svo dæmi sé tekið, bera nú um 10 prósenta vexti. Þetta er ekki prentvilla. Ef vextir eru festir til eins, þriggja eða fimm ára eru þeir á bilinu 8,15 til 9,10 prósent. Það þýðir að nánast allir þurfa að festa vexti, a.m.k. til skamms tíma, en greiðslubyrðin er engu að síður gríðarleg. Fyrir venjulegar fjölskyldur og ungt fólk sem vill stækka við sig getur brotthvarf verðtryggðra lána þýtt tugþúsunda króna hærri greiðslubyrði á mánuði. Alþingi þarf að leggja línurnar Sl. fimmtudag var haldinn fundur í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis að minni beiðni.Þar var ákvörðun Landsbankans rædd og áhrif hennar metin. Gott var að heyra sjónarmið bæði ráðherra og fulltrúa bankans enda snertir þetta mál þjóðina alla. Það eru allir meðvitaðir um alvarleika stöðunnar. En staðan er enn óljós. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum veit enginn hvort og hvernig aðrar fjármálastofnanir muni fylgja í kjölfar Landsbankans, eða t.d. hvort verðtryggð lán verði einungis með föstum vöxtum.Staðreyndin er einfaldlega sú að almenningi og fyrirtækjum er ekki fyllilega ljóst hvaða kjör munu gilda á íslenskum lánamarkaði. Alþingi, stjórnvöld auk Seðlabanka þurfa að bregðast við af festu án tafar. Í því felst t.d. að meta hvort og hvernig lög og reglur um verðtryggingu, þ.m.t. um viðmið fyrir verðtryggð lán með breytilega vexti, þurfi að breytast. Snúum við - strax Við verðum að snúa af þessari leið og tryggja fyrirsjáanleika um framboð verðtryggðra lána með skýrum viðmiðum um vexti. Það blasir við að eigi að gera verulegar breytingar á framboði verðtryggðra lána verður slíkt að gerast í áföngum og á grunni samráðs allra hagaðila til að tryggja efnahagslegan stöðugleika. Eignir og eigið fé almennings eru í húfi. Við megum ekki fá þessar endalausu dýfur og breytingar á lána- og fasteignamarkaði sem valda nánast jarðskjálftum í efnahagslífinu. Við í Framsókn höfum lengi talað fyrir því að draga úr vægi verðtryggingar, enda eru verðtryggð lán ein og sér ekki framtíðin. En meiri háttar breytingar á lánakjörum almennings verða að vera í takt við stöðu heimilanna, vel undirbúnar og fyrirsjáanlegar. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar