Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Eiður Þór Árnason skrifar 31. október 2025 21:22 Lögreglan biður forráðamenn ungmenna um að ræða við börn sín. Vísir/vilhelm Tveir karlmenn á tvítugsaldri voru handteknir á höfuðborgarsvæðinu í gærdag í tengslum við rannsókn á fölsuðum rafrænum skilríkjum. Farið var í húsleitir og eru mennirnir grunaðir um að hafa selt töluverðan fjölda falsaðra skilríkja til ólögráða ungmenna, að sögn lögreglu. Aðferðin fól í sér að fæðingarári í kennitölu kaupenda var breytt inn á Mínum síðum á þjónustuvefnum Ísland.is. Þannig virtust ungmennin vera orðin lögráða eða með aldur til að versla áfengi. Rannsókn bendir til að mörg hundruð ungmenni eigi hlut að máli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem mælist til þess að foreldrar ræði við börn sín um alvarleika þess að framvísa fölsuðum skilríkjum. Slíkt falli undir ákvæði hegningarlaga um skjalafals. „Þá vill lögregla beina því til allra söluaðila ávanabindandi efna, hvort heldur sem er áfengis eða nikótíns, bæði í verslunum og vínveitingastöðum, að sú leið að skoða eingöngu Ísland.is vafrasíðu sé ekki örugg,“ segir í tilkynningu, Söluaðilar hvattir til að sannreyna skilríki „Lögreglan ítrekar að nauðsynlegt er að söluaðilar skoði skilríki viðskiptavina í island.is appinu eða óski eftir staðfestingu á aldri viðkomandi með framvísun gildra hefðbundinna persónuskilríkja s.s. nafnskírteinis, ökuskírteinis eða vegabréfs.“ Einnig bendir lögregla á að hægt sé að sannreyna rafræn persónuskilríki í Ísland.is appinu. „Það má finna efst í hægra horni í flipanum „skírteini“. Þá opnast gluggi þar sem skanna má kóða sem finna má neðst í skírteininu og koma þá upplýsingar um hvort skírteinið sé gilt eða ekki.“ Í Ísland.is appinu má finna hnapp í efra hægra horni sem gerir fólki kleift til að skanna og sannreyna rafræn ökuskírteini. Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Rannsóknarlögreglumaður segir það áhyggjuefni hve fullkomin fölsuð skilríki séu orðin og hve hratt þeim fjölgar hér á landi. Fölsuð ökuskírteini fást nú með einföldum hætti á samfélagsmiðlum og eru að sögn lögreglu framleidd erlendis og send hingað til lands. 17. maí 2025 19:00 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Aðferðin fól í sér að fæðingarári í kennitölu kaupenda var breytt inn á Mínum síðum á þjónustuvefnum Ísland.is. Þannig virtust ungmennin vera orðin lögráða eða með aldur til að versla áfengi. Rannsókn bendir til að mörg hundruð ungmenni eigi hlut að máli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem mælist til þess að foreldrar ræði við börn sín um alvarleika þess að framvísa fölsuðum skilríkjum. Slíkt falli undir ákvæði hegningarlaga um skjalafals. „Þá vill lögregla beina því til allra söluaðila ávanabindandi efna, hvort heldur sem er áfengis eða nikótíns, bæði í verslunum og vínveitingastöðum, að sú leið að skoða eingöngu Ísland.is vafrasíðu sé ekki örugg,“ segir í tilkynningu, Söluaðilar hvattir til að sannreyna skilríki „Lögreglan ítrekar að nauðsynlegt er að söluaðilar skoði skilríki viðskiptavina í island.is appinu eða óski eftir staðfestingu á aldri viðkomandi með framvísun gildra hefðbundinna persónuskilríkja s.s. nafnskírteinis, ökuskírteinis eða vegabréfs.“ Einnig bendir lögregla á að hægt sé að sannreyna rafræn persónuskilríki í Ísland.is appinu. „Það má finna efst í hægra horni í flipanum „skírteini“. Þá opnast gluggi þar sem skanna má kóða sem finna má neðst í skírteininu og koma þá upplýsingar um hvort skírteinið sé gilt eða ekki.“ Í Ísland.is appinu má finna hnapp í efra hægra horni sem gerir fólki kleift til að skanna og sannreyna rafræn ökuskírteini. Lögreglan
Lögreglumál Tengdar fréttir Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Rannsóknarlögreglumaður segir það áhyggjuefni hve fullkomin fölsuð skilríki séu orðin og hve hratt þeim fjölgar hér á landi. Fölsuð ökuskírteini fást nú með einföldum hætti á samfélagsmiðlum og eru að sögn lögreglu framleidd erlendis og send hingað til lands. 17. maí 2025 19:00 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Rannsóknarlögreglumaður segir það áhyggjuefni hve fullkomin fölsuð skilríki séu orðin og hve hratt þeim fjölgar hér á landi. Fölsuð ökuskírteini fást nú með einföldum hætti á samfélagsmiðlum og eru að sögn lögreglu framleidd erlendis og send hingað til lands. 17. maí 2025 19:00