Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Atli Ísleifsson skrifar 6. nóvember 2025 10:09 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að stundvísi hafi verið góð framan af október en mikil snjókoma í lok mánaðarins gert það að verkum að stundvísi minnkaði milli ára. Vísir/Vilhelm Icelandair flutti alls 464 þúsund farþega í október sem er aukning um 14 prósenta milli ára. Vöxturinn var mikill á markaðnum til Íslands, þar sem farþegafjöldi jókst um 20 prósent milli ára, og á markaðnum frá Íslandi þar sem aukningin var 31 prósent. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair til Kauphallar. Þar segir að í mánuðinum hafi 37 prósent farþega verið á leið til Íslands, 20 prósent frá Íslandi, 38 prósent voru tengifarþegar og 5 prósent ferðuðust innanlands. „Sætanýting nam 85,0% og stundvísi var 81,4%, sem er lækkun um 3,1 prósentustig samanborið við síðasta ár, vegna mikillar snjókomu í lok mánaðarins sem olli umtalsverðum röskunum á flugi til og frá Keflavíkurflugvelli yfir tveggja daga tímabil. Það sem af er ári hafa 4,4 milljónir farþega flogið með Icelandair, sem eru 8% fleiri en á sama tímabili í fyrra,“ segir í tilkynningunni. Farþegum virðist því fjölga og töluverður vöxtur hjá félaginu sem sagði upp 38 starfsmönnum á skrifstofu á þriðjudaginn. Bogi Nils Bogason forstjóri skammaði ríkisstjórnina vegna stöðu sem komin væri upp í ferðaþjónustu og sagði ríkisstjórnina þurfa að fara í þveröfuga átt við fyrri plön. Leiguflugsstarfsemin hélt áfram að vaxa með 25% aukningu í seldum blokktímum á milli ára. Fraktflutningar, mældir í tonnkílómetrum, drógust saman um 22% en samdrátturinn í fluttum tonnum nam 11% og skýrist munurinn þar á milli af breytingu á markaðssamsetningu. Flutt magn hefur dregist saman á lengri leiðum til Norður-Ameríku, á meðan innflutningur hefur aukist um 12% á styttri leiðum frá Evrópu. Kolefnislosun á hvern tonnkílómetra dróst saman um 4%, vegna hærra hlutfalls eyðslugrennri flugvéla í flotanum,“ segir í tilkynningunni. Vilja jafna árstíðasveiflu Haft er eftir Boga Nils forstjóra að farþegum hafi fjölgað umtalsvert í október sem sé í takt við áherslu félagsins á að vaxa utan háannar og þannig jafna árstíðasveiflu í rekstrinum. „Það er einnig mjög ánægjulegt að sjá að áherslur okkar á markaðina til og frá landinu halda áfram að skila árangri. Stundvísi var góð framan af október en mikil snjókoma í lok mánaðarins gerði það að verkum að stundvísi minnkaði milli ára. Ég vil þakka starfsfólki félagsins sem lögðust öll á eitt við erfiðar og óvenjulegar aðstæður á þessum árstíma. Því miður neyddumst við til þess að aflýsa fjölda flugferða vegna þessara aðstæðna. Í mánuðinum kynntum við Miami í Flórída sem nýjan áfangastað og er það í takt við áherslur okkar á að auka flug yfir vetrartímann til áfangastaða sem eru vinsælir utan okkar háannatíma. Miami er spennandi áfangastaður fyrir Íslendinga og aðra Evrópubúa en jafnframt sjáum við mikil tækifæri í að kynna flug til Íslands og áfram til Evrópu fyrir fólki í suðurhluta Flórída,“ segir Borgi Nils. Icelandair Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Kauphöllin Ferðaþjónusta Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair til Kauphallar. Þar segir að í mánuðinum hafi 37 prósent farþega verið á leið til Íslands, 20 prósent frá Íslandi, 38 prósent voru tengifarþegar og 5 prósent ferðuðust innanlands. „Sætanýting nam 85,0% og stundvísi var 81,4%, sem er lækkun um 3,1 prósentustig samanborið við síðasta ár, vegna mikillar snjókomu í lok mánaðarins sem olli umtalsverðum röskunum á flugi til og frá Keflavíkurflugvelli yfir tveggja daga tímabil. Það sem af er ári hafa 4,4 milljónir farþega flogið með Icelandair, sem eru 8% fleiri en á sama tímabili í fyrra,“ segir í tilkynningunni. Farþegum virðist því fjölga og töluverður vöxtur hjá félaginu sem sagði upp 38 starfsmönnum á skrifstofu á þriðjudaginn. Bogi Nils Bogason forstjóri skammaði ríkisstjórnina vegna stöðu sem komin væri upp í ferðaþjónustu og sagði ríkisstjórnina þurfa að fara í þveröfuga átt við fyrri plön. Leiguflugsstarfsemin hélt áfram að vaxa með 25% aukningu í seldum blokktímum á milli ára. Fraktflutningar, mældir í tonnkílómetrum, drógust saman um 22% en samdrátturinn í fluttum tonnum nam 11% og skýrist munurinn þar á milli af breytingu á markaðssamsetningu. Flutt magn hefur dregist saman á lengri leiðum til Norður-Ameríku, á meðan innflutningur hefur aukist um 12% á styttri leiðum frá Evrópu. Kolefnislosun á hvern tonnkílómetra dróst saman um 4%, vegna hærra hlutfalls eyðslugrennri flugvéla í flotanum,“ segir í tilkynningunni. Vilja jafna árstíðasveiflu Haft er eftir Boga Nils forstjóra að farþegum hafi fjölgað umtalsvert í október sem sé í takt við áherslu félagsins á að vaxa utan háannar og þannig jafna árstíðasveiflu í rekstrinum. „Það er einnig mjög ánægjulegt að sjá að áherslur okkar á markaðina til og frá landinu halda áfram að skila árangri. Stundvísi var góð framan af október en mikil snjókoma í lok mánaðarins gerði það að verkum að stundvísi minnkaði milli ára. Ég vil þakka starfsfólki félagsins sem lögðust öll á eitt við erfiðar og óvenjulegar aðstæður á þessum árstíma. Því miður neyddumst við til þess að aflýsa fjölda flugferða vegna þessara aðstæðna. Í mánuðinum kynntum við Miami í Flórída sem nýjan áfangastað og er það í takt við áherslur okkar á að auka flug yfir vetrartímann til áfangastaða sem eru vinsælir utan okkar háannatíma. Miami er spennandi áfangastaður fyrir Íslendinga og aðra Evrópubúa en jafnframt sjáum við mikil tækifæri í að kynna flug til Íslands og áfram til Evrópu fyrir fólki í suðurhluta Flórída,“ segir Borgi Nils.
Icelandair Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Kauphöllin Ferðaþjónusta Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira