Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar 7. nóvember 2025 13:02 Eins og flestir vita er Enski boltinn kominn heim. Sýn hefur tryggt sér sýningarréttinn að þessu vinsæla sjónvarpsefni næstu þrjú árin. Við hjá Sýn leggjum mikla áherslu á að bjóða viðskiptavinum upp á mikinn fjölda beinna útsendinga og vandaða og skemmtilega umfjöllun um allt sem tengist Enska boltanum. Þetta er stefna sem Sýn Sport og forverar þess hafa ávallt haft að leiðarljósi við töku nýrra sýningarrétta í íþróttum. Í samstarfi við hagaðila hefur Sýn Sport ítrekað skapað vandaða umgjörð og áhugaverða umfjöllun sem vakið hefur athygli, aukið áhuga almennings og jafnvel haft jákvæð áhrif á þátttöku og iðkendafjölda í viðkomandi íþrótt. Markaðsráðandi aðili á fjarskiptamarkaði hefur engu að síður auglýst Enska boltann hjá sér, sem hefur vakið furðu magra. Þetta má rekja til ákvörðunar Fjarskiptastofu sem féllst á kröfu markaðsráðandi aðila um að fá að flytja dagskrárefni Sýnar yfir sitt lokaða myndlyklakerfi (IPTV). Með þeirri ákvörðun var Sýn gert að veita aðgang að allri línulegri dagskrá, þar á meðal Sýn Sport. Niðurstaðan er sú að fyrirtæki sem fjárfestir í réttindum og framleiðslu verður að deila því með keppinautum sem bera hvorki áhættu né kostnað, en greiða eingöngu heildsöluverð fyrir hverja sölu. Upplýsingar um raunverulegar sölutölur eru jafnframt takmarkaðar og einungis aðgengilegar í gegnum samkeppnisaðila sem er í markaðsráðandi stöðu. Ein röksemdin fyrir niðurstöðu Fjarskiptastofu er að annað myndi setja neytendur í stöðu þar sem val á dreifiveitu gæti takmarkað aðgang þeirra að Enska boltanum. Fjarskiptastofa lítur ekki til þess að smáforrit („app“) Sýnar er aðgengilegt öllum, að kostnaðarlausu. Þar er hægt að nálgast Enska boltann gegn greiðslu og engar kvaðir um að viðkomandi þurfi að vera með internettengingu hjá Sýn eða aðra fjarskiptaþjónustu. Þar sem um 99% landsmanna hafa internetaðgang og eru vön að nýta sambærileg forrit, til dæmis Netflix sem um 80% heimila á Íslandi hafa aðgang að, verður erfitt að færa rök fyrir því að app Sýnar takmarki aðgengi. Þá virðist Fjarskiptastofa hafa sérstakar áhyggjur af fólki í eldri aldurshópum og telur að það sé vandkvæðum bundið að þau noti app til að horfa á sjónvarp. Engu að síður er eldri borgurum þessa lands gert að hlaða niður appi til að eiga í samskiptum við opinbera aðila (Island.is) og eiga í bankaviðskiptum svo eitthvað sé nefnt. Niðurstaðan verður svo enn fjarstæðukenndari þegar horft er til þess að markmið með störfum Fjarskiptastofu er að stuðla að nýsköpun og þróun markaðarins í því skyni að hámarka jákvæð áhrif tækninnar á samkeppnisstöðu og framþróun samfélagsins. Neytendur eru fullfærir um að velja sjálfir við hverja þeir eiga í viðskiptum, kynna sér framboðið og meta hvað hentar þeim og þeirra heimilum best. Slíkar ákvarðanir þurfum við öll að taka daglega – þannig virkar lífið og markaðurinn. Við vitum að við fáum ekki allt alls staðar. Við vitum t.d. að við sækjum ekki vörur frá Krónunni í verslun Bónus, eða pizzu frá Dominos hjá KFC. Af hverju ættum við að geta nálgast Enska boltann hjá Símanum? Þegar öllu er á botninn hvolft snýst gagnrýnin á niðurstöðu Fjarskiptastofu um ákvörðun sem er alvarleg niðurstaða fyrir íslenskt atvinnulíf, heilbrigða samkeppni og hagsmuni neytenda til lengri tíma. Höfundur er forstjóri Sýnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Herdís Dröfn Fjeldsted Sýn Fjölmiðlar Samkeppnismál Neytendur Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Eins og flestir vita er Enski boltinn kominn heim. Sýn hefur tryggt sér sýningarréttinn að þessu vinsæla sjónvarpsefni næstu þrjú árin. Við hjá Sýn leggjum mikla áherslu á að bjóða viðskiptavinum upp á mikinn fjölda beinna útsendinga og vandaða og skemmtilega umfjöllun um allt sem tengist Enska boltanum. Þetta er stefna sem Sýn Sport og forverar þess hafa ávallt haft að leiðarljósi við töku nýrra sýningarrétta í íþróttum. Í samstarfi við hagaðila hefur Sýn Sport ítrekað skapað vandaða umgjörð og áhugaverða umfjöllun sem vakið hefur athygli, aukið áhuga almennings og jafnvel haft jákvæð áhrif á þátttöku og iðkendafjölda í viðkomandi íþrótt. Markaðsráðandi aðili á fjarskiptamarkaði hefur engu að síður auglýst Enska boltann hjá sér, sem hefur vakið furðu magra. Þetta má rekja til ákvörðunar Fjarskiptastofu sem féllst á kröfu markaðsráðandi aðila um að fá að flytja dagskrárefni Sýnar yfir sitt lokaða myndlyklakerfi (IPTV). Með þeirri ákvörðun var Sýn gert að veita aðgang að allri línulegri dagskrá, þar á meðal Sýn Sport. Niðurstaðan er sú að fyrirtæki sem fjárfestir í réttindum og framleiðslu verður að deila því með keppinautum sem bera hvorki áhættu né kostnað, en greiða eingöngu heildsöluverð fyrir hverja sölu. Upplýsingar um raunverulegar sölutölur eru jafnframt takmarkaðar og einungis aðgengilegar í gegnum samkeppnisaðila sem er í markaðsráðandi stöðu. Ein röksemdin fyrir niðurstöðu Fjarskiptastofu er að annað myndi setja neytendur í stöðu þar sem val á dreifiveitu gæti takmarkað aðgang þeirra að Enska boltanum. Fjarskiptastofa lítur ekki til þess að smáforrit („app“) Sýnar er aðgengilegt öllum, að kostnaðarlausu. Þar er hægt að nálgast Enska boltann gegn greiðslu og engar kvaðir um að viðkomandi þurfi að vera með internettengingu hjá Sýn eða aðra fjarskiptaþjónustu. Þar sem um 99% landsmanna hafa internetaðgang og eru vön að nýta sambærileg forrit, til dæmis Netflix sem um 80% heimila á Íslandi hafa aðgang að, verður erfitt að færa rök fyrir því að app Sýnar takmarki aðgengi. Þá virðist Fjarskiptastofa hafa sérstakar áhyggjur af fólki í eldri aldurshópum og telur að það sé vandkvæðum bundið að þau noti app til að horfa á sjónvarp. Engu að síður er eldri borgurum þessa lands gert að hlaða niður appi til að eiga í samskiptum við opinbera aðila (Island.is) og eiga í bankaviðskiptum svo eitthvað sé nefnt. Niðurstaðan verður svo enn fjarstæðukenndari þegar horft er til þess að markmið með störfum Fjarskiptastofu er að stuðla að nýsköpun og þróun markaðarins í því skyni að hámarka jákvæð áhrif tækninnar á samkeppnisstöðu og framþróun samfélagsins. Neytendur eru fullfærir um að velja sjálfir við hverja þeir eiga í viðskiptum, kynna sér framboðið og meta hvað hentar þeim og þeirra heimilum best. Slíkar ákvarðanir þurfum við öll að taka daglega – þannig virkar lífið og markaðurinn. Við vitum að við fáum ekki allt alls staðar. Við vitum t.d. að við sækjum ekki vörur frá Krónunni í verslun Bónus, eða pizzu frá Dominos hjá KFC. Af hverju ættum við að geta nálgast Enska boltann hjá Símanum? Þegar öllu er á botninn hvolft snýst gagnrýnin á niðurstöðu Fjarskiptastofu um ákvörðun sem er alvarleg niðurstaða fyrir íslenskt atvinnulíf, heilbrigða samkeppni og hagsmuni neytenda til lengri tíma. Höfundur er forstjóri Sýnar.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar