Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar 10. nóvember 2025 12:00 Til hamingju með annan í feðradegi nú þegar feður hafa sótt fram frá árinu 1975 (Gottman, Pruett). Árangur Íslands í jafnréttisbaráttunni er af sjálfsögðu feðrum einnig að þakka. Ekkert land í heiminum hefur komist jafn langt.Í nútíma barnauppeldi í gjörbreyttri stöðu barna og ungmenna þarf samfélagið svo sannarlega á umönnunarhæfni feðra að halda. Ófullnægjandi stuðningur við börn og foreldrahlutverkið bitnar mun verr á heilsu kvenna. Hér er mitt innlegg í umræðuna. Það að eignast barn hér áður fyrr gerðist oftast í beinu framhaldi af giftingu. Hlutverk hjónanna voru skýr, hún sá um heimili og börn og hann færði björg í bú. Á sjöunda áratugnum byrjar umræða um að hjónaband sem stofnun sé liðin tíð. En nýlega var haft eftir Gloriu Steinem einni af forystu konum femínista að hjónaband í dag er ekki það sama og það var á sjöunda áratugnum.Breytingarnar sem fylgdu í kjölfarið gjörbyltu víða lífsgæðum karla og kvenna. Einn sá þáttur sem breytti miklu var þegar pör fóru að geta haft stjórn á barneignum. Karlar standa sig yfirleitt vel þegar þeir hafa tök á og geta ráðið við viðfangsefnið.Þar sem karlar ganga ekki með barnið er það þeim mun meira virði að þeir séu aðilar að samtali um tímasetningu barneigna. Feður í dag byggja upp traust og mótandi samband við börnin sín. Þeim er umhugað um að mynda sterk tengsl og að taka virkan þátt í uppvexti þeirra og þroska. Hvar eru fyrirmyndirnar sem geta sýnt nýjum feðrum hvernig það hlutverk virkar? Hefðbundnar samfélagslegar væntingar til karlmanna snúast mikið um líkamlegan styrk og að færa björg í bú. Karlmenn eru nú í miðjum klíðum að móta nýja nútímalega karlmennsku sem einkennist af tilfinningalegum styrk og jafnræðishugsun innan sem utan heimilis. Það að huga að undirbúningi fyrir þá breytingu og álag sem foreldrahlutverkið hefur í för með sér er viðurkennd leið til að tryggja börnum allavega tvo fullorðna á heimilinu. Andvaraleysi misvitra stjórnmálamanna leiðir oftar en ekki af sér að móðirin sér meira um umönnun barna. Aðgerðarleysi í að veita feðrum aðstoð og fræðslu sem styðjandi afl við hefðbundið kynhlutverk þeirra er dragbítur á viðhorfsbreytingu, kynjajöfnuð og framfarir. Tónlistarmaðurinn John Lennon gerði sér grein fyrir, að þegar hann varð faðir í annað sinn, vildi hann skipuleggja líf sittmeð velferð barnsins í huga.Lennon helgaði því nýfædda syninum fyrstu 3 æviárin hans. Eftir þennan tíma mátti heyra í tónlistinni dýpri, mýkri, mannlegri og þroskaðri Lennon.Í dag vitum við að það hefur að einhverju leyti að gera með að tengsl foreldra og barna eru gagnvirk, eins og foreldri hefur þroskandi áhrif á barnið hefur barnið þroskandi áhrif á foreldrið. Á meðgöngu og fyrsta æviári barnsins er stór þáttur í hlutverki föðursins að gera allt sitt til að tryggja að móðirin finni samkennd og stuðning frá honum. Og það veitir henni öryggi og vellíðan. En- hvað gæti stuðlað að öryggi feðra, þeirra innra skipulagi? Nú vitum við að árangur byggist á þremur stoðum: endurtekningu, seiglu og ástríðu. Það að setja föðurhlutverkið í forgang fyrstu 3 æviár barnsinser fjárfesting sem borgar sig á sama hátt og að fjárfestaí námi og þaki yfir höfuðið. Þetta er kannski það sem samfélagið þyrfti að velta fyrir sér. Að lokum vil ég að við leyfum okkur að dreyma um samfélag þar sem feður fengju enn betri forsendur til að verða ástríðufeður. Höfundur er fjölskyldu- og hjónaráðgjafi og sjálfstætt starfandi fræðimaður í jafnréttis- og forvarnarfræðslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Grétar Gunnarsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppruni ADHD Óttar Guðmundsson Bakþankar Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Til hamingju með annan í feðradegi nú þegar feður hafa sótt fram frá árinu 1975 (Gottman, Pruett). Árangur Íslands í jafnréttisbaráttunni er af sjálfsögðu feðrum einnig að þakka. Ekkert land í heiminum hefur komist jafn langt.Í nútíma barnauppeldi í gjörbreyttri stöðu barna og ungmenna þarf samfélagið svo sannarlega á umönnunarhæfni feðra að halda. Ófullnægjandi stuðningur við börn og foreldrahlutverkið bitnar mun verr á heilsu kvenna. Hér er mitt innlegg í umræðuna. Það að eignast barn hér áður fyrr gerðist oftast í beinu framhaldi af giftingu. Hlutverk hjónanna voru skýr, hún sá um heimili og börn og hann færði björg í bú. Á sjöunda áratugnum byrjar umræða um að hjónaband sem stofnun sé liðin tíð. En nýlega var haft eftir Gloriu Steinem einni af forystu konum femínista að hjónaband í dag er ekki það sama og það var á sjöunda áratugnum.Breytingarnar sem fylgdu í kjölfarið gjörbyltu víða lífsgæðum karla og kvenna. Einn sá þáttur sem breytti miklu var þegar pör fóru að geta haft stjórn á barneignum. Karlar standa sig yfirleitt vel þegar þeir hafa tök á og geta ráðið við viðfangsefnið.Þar sem karlar ganga ekki með barnið er það þeim mun meira virði að þeir séu aðilar að samtali um tímasetningu barneigna. Feður í dag byggja upp traust og mótandi samband við börnin sín. Þeim er umhugað um að mynda sterk tengsl og að taka virkan þátt í uppvexti þeirra og þroska. Hvar eru fyrirmyndirnar sem geta sýnt nýjum feðrum hvernig það hlutverk virkar? Hefðbundnar samfélagslegar væntingar til karlmanna snúast mikið um líkamlegan styrk og að færa björg í bú. Karlmenn eru nú í miðjum klíðum að móta nýja nútímalega karlmennsku sem einkennist af tilfinningalegum styrk og jafnræðishugsun innan sem utan heimilis. Það að huga að undirbúningi fyrir þá breytingu og álag sem foreldrahlutverkið hefur í för með sér er viðurkennd leið til að tryggja börnum allavega tvo fullorðna á heimilinu. Andvaraleysi misvitra stjórnmálamanna leiðir oftar en ekki af sér að móðirin sér meira um umönnun barna. Aðgerðarleysi í að veita feðrum aðstoð og fræðslu sem styðjandi afl við hefðbundið kynhlutverk þeirra er dragbítur á viðhorfsbreytingu, kynjajöfnuð og framfarir. Tónlistarmaðurinn John Lennon gerði sér grein fyrir, að þegar hann varð faðir í annað sinn, vildi hann skipuleggja líf sittmeð velferð barnsins í huga.Lennon helgaði því nýfædda syninum fyrstu 3 æviárin hans. Eftir þennan tíma mátti heyra í tónlistinni dýpri, mýkri, mannlegri og þroskaðri Lennon.Í dag vitum við að það hefur að einhverju leyti að gera með að tengsl foreldra og barna eru gagnvirk, eins og foreldri hefur þroskandi áhrif á barnið hefur barnið þroskandi áhrif á foreldrið. Á meðgöngu og fyrsta æviári barnsins er stór þáttur í hlutverki föðursins að gera allt sitt til að tryggja að móðirin finni samkennd og stuðning frá honum. Og það veitir henni öryggi og vellíðan. En- hvað gæti stuðlað að öryggi feðra, þeirra innra skipulagi? Nú vitum við að árangur byggist á þremur stoðum: endurtekningu, seiglu og ástríðu. Það að setja föðurhlutverkið í forgang fyrstu 3 æviár barnsinser fjárfesting sem borgar sig á sama hátt og að fjárfestaí námi og þaki yfir höfuðið. Þetta er kannski það sem samfélagið þyrfti að velta fyrir sér. Að lokum vil ég að við leyfum okkur að dreyma um samfélag þar sem feður fengju enn betri forsendur til að verða ástríðufeður. Höfundur er fjölskyldu- og hjónaráðgjafi og sjálfstætt starfandi fræðimaður í jafnréttis- og forvarnarfræðslu.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar