Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. nóvember 2025 20:15 Salvör Nordal er umboðsmaður barna. Vísir/Einar Umboðsmaður barna telur rétt að endurskoða starfsemi meðferðarheimila fyrir börn og ungmenni vegna alvarlegra mála sem hafa komið upp síðustu misseri. Mun meiri harka einkenni vímuefnaneyslu ungs fólks í dag en áður og mögulega þurfi að gera breytingar í takt við það. Starfsmenn meðferðarheimilisins Bjargeyjar segjast stoltir af meðferðarstarfinu þar. Fyrrverandi starfsmenn Bjargeyjar, meðferðarheimilis fyrir 13-18 ára stúlkur og kvár stigu nafnlaust fram í síðustu viku og lýstu yfir miklum áhyggjum af meðferðarstarfinu sem þau sögðu einkennast af reiðuleysi, öryggisbrestum og faglegu vanhæfi. Þá lýsti fyrrum skjólstæðingur heimilisins að hún hefði verið í neyslu á heimilinu mánuðum saman, þar hefði verið lítið eftirlit og losarabragur á meðferðarstarfinu. Stoltir starfsmenn Núverandi starfsmenn sendu frá sér yfirlýsingu um helgina þar sem kemur m.a. fram að þau telji meðferðarstarfið á Bjargey sé faglegt og sinnt af alúð. Þau eru stolt af því að vera partur af þeirri starfsemi sem unnin er á Bjargey. Við erum þakklát fyrir hvort annað og okkar yfirmenn sem hafa tekið málinu af algjörri yfirvegun og fagmennsku. Við erum einnig þakklát fyrir þau frábæru ungmenni sem við fáum að starfa með á hverjum degi, þau eru ástæða þess að við vinnum þetta starf. Salvör Nordal umboðsmaður barna segir að í heild þurfi að skoða betur meðferðarstarf barna og ungmenna. Við höfum verið að heyra margvíslegar lýsingar frá meðferðarheimilum, fyrst frá Stuðlum og nú frá Bjargey sem benda til þess að það sé hægt að gera betur í þessum málum,“ segir Salvör. Þá þurfi að líta til þess að nú sé harðari neysla en áður. „Öll umfjöllun sem hefur verið um meðferðarheimilin á undanförnum árum gefur tilefni til þess að við endurskoðum hvernig þessi þjónusta er uppbyggð. Það er tímabært að við stöldum aðeins við því það hafa orðið miklar breytingar í samfélaginu, það er miklu harðari neysla hjá þeim börnum sem eru á heimilunum. Þessi fréttaflutningur af meðferðarheimilum bendir til þess að það sé ástæða til þess að staldra við og endurskoða uppbyggingu þessara heimila. Við búum í breyttu samfélagi og samsetning hópsins hefur breyst,“ segir hún. Mikilvægt að eftirlitið sé virkt Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála hefur sent ábendingar á Bjargey vegna alvarlegs atviks sem varð þar sem fól í sér íkveikju. Þar kemur m.a. fram að verklag varðandi notkun og fjölda kveikjara var óskýrt sem leiddi m.a. til þess að starfsmenn gátu illa áttað sig á því hvort kveikjari í eigu heimilisins væri í umferð meðal skjólstæðinga. Upplýsingagjöf skorti til starfsfólks við innskriftir um líðan og stöðu skjólstæðinga á þeim tíma sem atvikið átti sér stað. Inngripi við að aðskilja skjólstæðinga var ekki beitt þrátt fyrir að fullt tilefni hafi verið til þess vegna atviks sem átti sér stað daginn fyrir hið alvarlega óvænta atvik. Skortur á skriflegum verkferlum í starfseminni leiddi af sér óskýrt verklag um ýmsa hluti í starfseminni og ósamræmi í vinnubrögðum starfsfólks. Salvör segir eftirlit stofnunarinnar á meðferðarstarfinu afar mikilvægt. „Það sem við stólum á er að eftirlitsaðilar séu með virkt eftirlit.“ Meðferðarheimili Réttindi barna Tengdar fréttir Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir alltaf hægt að gera betur í starfsemi meðferðarheimila, eftir að starfsmenn og skjólstæðingar á meðferðarheimilinu Bjargey lýstu brestum á starfinu. Hún segir meðferðar heimilið nýtt og því eðlilegt að enn sé verið að móta starfið. 8. nóvember 2025 13:34 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Fyrrverandi starfsmenn Bjargeyjar, meðferðarheimilis fyrir 13-18 ára stúlkur og kvár stigu nafnlaust fram í síðustu viku og lýstu yfir miklum áhyggjum af meðferðarstarfinu sem þau sögðu einkennast af reiðuleysi, öryggisbrestum og faglegu vanhæfi. Þá lýsti fyrrum skjólstæðingur heimilisins að hún hefði verið í neyslu á heimilinu mánuðum saman, þar hefði verið lítið eftirlit og losarabragur á meðferðarstarfinu. Stoltir starfsmenn Núverandi starfsmenn sendu frá sér yfirlýsingu um helgina þar sem kemur m.a. fram að þau telji meðferðarstarfið á Bjargey sé faglegt og sinnt af alúð. Þau eru stolt af því að vera partur af þeirri starfsemi sem unnin er á Bjargey. Við erum þakklát fyrir hvort annað og okkar yfirmenn sem hafa tekið málinu af algjörri yfirvegun og fagmennsku. Við erum einnig þakklát fyrir þau frábæru ungmenni sem við fáum að starfa með á hverjum degi, þau eru ástæða þess að við vinnum þetta starf. Salvör Nordal umboðsmaður barna segir að í heild þurfi að skoða betur meðferðarstarf barna og ungmenna. Við höfum verið að heyra margvíslegar lýsingar frá meðferðarheimilum, fyrst frá Stuðlum og nú frá Bjargey sem benda til þess að það sé hægt að gera betur í þessum málum,“ segir Salvör. Þá þurfi að líta til þess að nú sé harðari neysla en áður. „Öll umfjöllun sem hefur verið um meðferðarheimilin á undanförnum árum gefur tilefni til þess að við endurskoðum hvernig þessi þjónusta er uppbyggð. Það er tímabært að við stöldum aðeins við því það hafa orðið miklar breytingar í samfélaginu, það er miklu harðari neysla hjá þeim börnum sem eru á heimilunum. Þessi fréttaflutningur af meðferðarheimilum bendir til þess að það sé ástæða til þess að staldra við og endurskoða uppbyggingu þessara heimila. Við búum í breyttu samfélagi og samsetning hópsins hefur breyst,“ segir hún. Mikilvægt að eftirlitið sé virkt Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála hefur sent ábendingar á Bjargey vegna alvarlegs atviks sem varð þar sem fól í sér íkveikju. Þar kemur m.a. fram að verklag varðandi notkun og fjölda kveikjara var óskýrt sem leiddi m.a. til þess að starfsmenn gátu illa áttað sig á því hvort kveikjari í eigu heimilisins væri í umferð meðal skjólstæðinga. Upplýsingagjöf skorti til starfsfólks við innskriftir um líðan og stöðu skjólstæðinga á þeim tíma sem atvikið átti sér stað. Inngripi við að aðskilja skjólstæðinga var ekki beitt þrátt fyrir að fullt tilefni hafi verið til þess vegna atviks sem átti sér stað daginn fyrir hið alvarlega óvænta atvik. Skortur á skriflegum verkferlum í starfseminni leiddi af sér óskýrt verklag um ýmsa hluti í starfseminni og ósamræmi í vinnubrögðum starfsfólks. Salvör segir eftirlit stofnunarinnar á meðferðarstarfinu afar mikilvægt. „Það sem við stólum á er að eftirlitsaðilar séu með virkt eftirlit.“
Við erum þakklát fyrir hvort annað og okkar yfirmenn sem hafa tekið málinu af algjörri yfirvegun og fagmennsku. Við erum einnig þakklát fyrir þau frábæru ungmenni sem við fáum að starfa með á hverjum degi, þau eru ástæða þess að við vinnum þetta starf.
Meðferðarheimili Réttindi barna Tengdar fréttir Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir alltaf hægt að gera betur í starfsemi meðferðarheimila, eftir að starfsmenn og skjólstæðingar á meðferðarheimilinu Bjargey lýstu brestum á starfinu. Hún segir meðferðar heimilið nýtt og því eðlilegt að enn sé verið að móta starfið. 8. nóvember 2025 13:34 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir alltaf hægt að gera betur í starfsemi meðferðarheimila, eftir að starfsmenn og skjólstæðingar á meðferðarheimilinu Bjargey lýstu brestum á starfinu. Hún segir meðferðar heimilið nýtt og því eðlilegt að enn sé verið að móta starfið. 8. nóvember 2025 13:34