Fótbolti

Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gianni Infantino, forseti FIFA, vildi ekki vinna með alþjóðasamtökum leikmanna, FIFPRO, og bjó því bara til ný FIFA-væn samtök.
Gianni Infantino, forseti FIFA, vildi ekki vinna með alþjóðasamtökum leikmanna, FIFPRO, og bjó því bara til ný FIFA-væn samtök. Getty/Alexander Tamargo

Alþjóðaknattspyrnusambandið hefur fengið á sig mikla gagnrýni fyrir að hlusta ekki á leikmannasamtök fótboltans en ráðamenn fótboltans eru nú sakaðir um að reyna að fara fram hjá samtökunum með því að stofna sín eigin.

Breska ríkisútvarpið segir frá því að FIFA hafi verið sakað um að grafa undan áætlunum um að takast á við velferðarmál leikmanna með því að ráðfæra sig við „gervi“ samtök.

Alþjóðasamtök leikmanna, FIFPRO, halda því fram að alþjóðaknattspyrnusambandið væri að „stofna FIFA-væn samtök fyrir samráðsferla í stað þess að eiga í samskiptum við viðurkennd fulltrúasamtök í fótbolta“.

Þau sökuðu FIFA um að beita „svipuðum aðferðum með umboðsmönnum og stuðningsmönnum“, sem þau sögðu vera áhyggjuefni.

FIFA tilkynnti um ýmsar aðgerðir í kjölfar fundar um velferð leikmanna í Rabat í Marokkó um helgina.

FIFPRO, sem er í forsvari fyrir sextíu og sex þúsund leikmenn á heimsvísu, sagðist ekki hafa verið boðið á fundinn.

Velferð leikmanna er vaxandi áhyggjuefni og höfðaði FIFPRO mál gegn FIFA í síðasta mánuði þar sem sagt var að leikjadagskráin væri svo þétt að heilsa leikmanna væri í hættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×