Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2025 13:32 Kylian Mbappe fannst þetta ekki sniðugt og rapparinn er nú að draga í land með allt saman. Getty/Shaun Brooks Það boðar ekkert voðalega gott fyrir Frakka að standa í deildum við eina stærstu íþróttastjörnu þjóðarinnar. Franski rapplistamaðurinn Orelsan sagði í gær að „misskilningur“ hefði líklega valdið deilum hans við fótboltastjörnuna Kylian Mbappé. Orelsan, einn vinsælasti og söluhæsti franski rapplistamaður samtímans, reitti framherja Real Madrid til reiði með textabroti úr lagi á nýjustu plötu sinni, „La fuite en avant“. Í laginu – „La petite voix“ – rappar Orelsan eins og innri rödd sem gagnrýnir og móðgar listamanninn, fjölskyldu hans og aðdáendur. Á einum tímapunkti beinir röddin einnig spjótum sínum að Mbappé-fjölskyldunni: „Þú munt sökkva borginni þinni eins og Mbappé-fjölskyldan“ – og vísar þar til yfirtöku fyrirtækis framherjans, Interconnected Ventures, á fótboltafélaginu Caen árið 2024. OrelSan réagit de nouveau aux attaques de Mbappé ! 💥 pic.twitter.com/IqFsa63BXD— Punchline Orelsan & Gringe (@Punchline_Orel) November 12, 2025 Orelsan ólst upp í borginni í Normandí og er lengi búinn að vera aðdáandi liðsins, sem féll niður í þriðju deild franska fótboltans á síðasta tímabili. Tók textabrotinu persónulega Mbappé tók textabrotinu persónulega og sakaði Orelsan um tvískinnung. „Þér er velkomið að koma og „bjarga“ borginni sem þú elskar svo mikið,“ skrifaði fyrirliði Frakklands í síðustu viku í skilaboðum á samfélagsmiðlum og bætti við í eftirmála: „Gaurinn hélt áfram að biðja okkur um að vera með fyrir 1% án þess að borga krónu, af því að hann er blankur, bara til að líta út eins og góði gaurinn frá Normandí,“ skrifaði Mbappé. Orelsan hefur síðan forðast að magna deiluna og gaf í skyn á miðvikudag í viðtali við Fun Radio að misskilningur hefði hrint deilunni af stað. Enn í hita leiksins „Mig langar eiginlega ekki að svara,“ sagði Orelsan. „Ég er enn í hita leiksins og mig langar eiginlega ekki að tala um þetta. Þetta er misskilningur. Ég held að ég þurfi bara að útskýra hugmyndina á bak við plötuna almennilega.“ Orelsan útskýrði þema lagsins nánar: „Þessir neikvæðu hlutir mynda eins konar innri rödd, innri gagnrýnanda, sem byrjar að naga mig og sér bara það slæma. Það er stórt þema plötunnar.“ Þegar Mbappé var spurður út í deiluna í æfingabúðum Frakklands á miðvikudag neitaði hann að tjá sig. „Ekkert að segja, ég hef ekki áhuga,“ sagði Mbappé. Franski boltinn HM 2026 í fótbolta Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira
Franski rapplistamaðurinn Orelsan sagði í gær að „misskilningur“ hefði líklega valdið deilum hans við fótboltastjörnuna Kylian Mbappé. Orelsan, einn vinsælasti og söluhæsti franski rapplistamaður samtímans, reitti framherja Real Madrid til reiði með textabroti úr lagi á nýjustu plötu sinni, „La fuite en avant“. Í laginu – „La petite voix“ – rappar Orelsan eins og innri rödd sem gagnrýnir og móðgar listamanninn, fjölskyldu hans og aðdáendur. Á einum tímapunkti beinir röddin einnig spjótum sínum að Mbappé-fjölskyldunni: „Þú munt sökkva borginni þinni eins og Mbappé-fjölskyldan“ – og vísar þar til yfirtöku fyrirtækis framherjans, Interconnected Ventures, á fótboltafélaginu Caen árið 2024. OrelSan réagit de nouveau aux attaques de Mbappé ! 💥 pic.twitter.com/IqFsa63BXD— Punchline Orelsan & Gringe (@Punchline_Orel) November 12, 2025 Orelsan ólst upp í borginni í Normandí og er lengi búinn að vera aðdáandi liðsins, sem féll niður í þriðju deild franska fótboltans á síðasta tímabili. Tók textabrotinu persónulega Mbappé tók textabrotinu persónulega og sakaði Orelsan um tvískinnung. „Þér er velkomið að koma og „bjarga“ borginni sem þú elskar svo mikið,“ skrifaði fyrirliði Frakklands í síðustu viku í skilaboðum á samfélagsmiðlum og bætti við í eftirmála: „Gaurinn hélt áfram að biðja okkur um að vera með fyrir 1% án þess að borga krónu, af því að hann er blankur, bara til að líta út eins og góði gaurinn frá Normandí,“ skrifaði Mbappé. Orelsan hefur síðan forðast að magna deiluna og gaf í skyn á miðvikudag í viðtali við Fun Radio að misskilningur hefði hrint deilunni af stað. Enn í hita leiksins „Mig langar eiginlega ekki að svara,“ sagði Orelsan. „Ég er enn í hita leiksins og mig langar eiginlega ekki að tala um þetta. Þetta er misskilningur. Ég held að ég þurfi bara að útskýra hugmyndina á bak við plötuna almennilega.“ Orelsan útskýrði þema lagsins nánar: „Þessir neikvæðu hlutir mynda eins konar innri rödd, innri gagnrýnanda, sem byrjar að naga mig og sér bara það slæma. Það er stórt þema plötunnar.“ Þegar Mbappé var spurður út í deiluna í æfingabúðum Frakklands á miðvikudag neitaði hann að tjá sig. „Ekkert að segja, ég hef ekki áhuga,“ sagði Mbappé.
Franski boltinn HM 2026 í fótbolta Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira