Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 15. nóvember 2025 14:00 Það er alkunna að fræðasamfélagið og trúarbrögðin eru ekki alltaf samhljóða. Til dæmis fer tvennum sögum af tilurð íslam. Innan fræðasamfélagsins er sterk samstaða um að íslam séu sögulega ung trúarbrögð sem urðu til á Arabíuskaganum fyrir um 1400 árum. Hins vegar telja múslimar trú sína vera hina upprunalegu trú mannkyns, hvorki meira né minna. Samkvæmt erfikenningum múslima var Múhameð ekki fyrsti músliminn, heldur var hann sá sem endurreisti trúna og opinberaði Kóraninn. Þannig telja þeir Múhameð vera þann síðasta (og mikilvægasta) í langri röð spámanna sem allir áttu að hafa verið múslimar (þar á meðal Abraham og Jesús frá Nasaret). Sagnfræðingar hafna þeirri hugmynd að íslam hafi verið endurreisn eldri trúarbragða. Þeir telja að samfélög á Arabíuskaganum hafi frá örófi alda verið fjölgyðistrúar, en að fjölgyðistrúin hafi síðan lotið í lægra haldi fyrir ýmsum afbrigðum eingyðistrúar. Sagnfræðingurinn Valentina Grasso skrifar (bls. 318): „Arabískir fjölgyðistrúarhópar höfðu þegar misst sitt vægi á öldunum fyrir trúboð Múhameðs... Á fimmtu og sjöttu öld, þegar nærliggjandi heimsveldi juku áhrif sín á ættbálkasamfélög Arabíu, voru fjölmargir eingyðistrúarhópar í örum vexti.“ Hvað varðar fjölgyðistrúna, má enn finna arfleifð hennar í Mekka, helgri borg íslam. Þekktasta kennileiti Mekka nefnist Kaaba, en það er kassalaga steinhús hulið svörtu klæði í miðri al-Haram-moskunni. Í einu horni Kaaba er helgur loftsteinn sem er nefndur Hajar al-Aswad eða „Svarti steinninn“ greyptur í vegginn. Steinar af þessu tagi kallast baetyl-steinar. Þeir voru víða tilbeðnir á fornöld og kenndir við ýmsa ólíka guði. Þegar múslimar biðja bænir sínar krjúpa þeir í áttina að Mekka, nánar tiltekið í áttina að loftsteininum helga. Eingyðistrúarhóparnir sem Grasso nefnir aðhylltust ólík afbrigði kristni og gyðingdóms. Gnostískir hópar, sem voru villutrúarmenn að mati rétttrúaðra kristinna manna og gyðinga, bjuggu einnig á svæðinu. Það er varla tilviljun að sláandi líkindi eru milli kenninga íslam um Jesú og ákveðinna gnostískra kenninga. Í tveimur gnostískum textum skrifuðum um árið 200 eftir krist—Hinni gnostísku opinberun Péturs og Seinni ritgerð hins mikla Sets—er að finna óvenjulegt afbrigði af Píslarsögunni. Þar er Jesús sjálfur ekki krossfestur heldur er annar maður krossfestur í hans stað. Sama afstaða birtist í Kóraninum, skrifuðum rúmum fjögur hundruð árum síðar (sjá neðanmálsgrein 1 hér). Þessi tvö atriði, loftsteinninn í Kaaba og afstaða íslams til Jesú, hljóma ef til vill smávægileg. Engu að síður gegna þau lykilhlutverki í aðgreiningu íslam frá hinum eingyðistrúarbrögðunum. Þau eru einnig dæmi um endurtúlkun og samþættingu sem eru einkennandi fyrir nýjar trúarhreyfingar. Ef íslam væri í raun elstu trúarbrögð heims ættu að hafa fundist næg sönnunargögn sem styddu þá staðhæfingu. Engin slík sönnunargögn hafa fundist og afstaða fræðasamfélagsins hefur því staðið óhögguð: Íslam er yngst af heimstrúarbrögðunum, ekki þau elstu, og rekur uppruna sinn til ólíkra trúarhefða á Arabíuskaganum sem síðan sameinuðust undir einu flaggi. Höfundur er áhugamaður um trúarbrögð og sagnfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Trúmál Mest lesið Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Sjá meira
Það er alkunna að fræðasamfélagið og trúarbrögðin eru ekki alltaf samhljóða. Til dæmis fer tvennum sögum af tilurð íslam. Innan fræðasamfélagsins er sterk samstaða um að íslam séu sögulega ung trúarbrögð sem urðu til á Arabíuskaganum fyrir um 1400 árum. Hins vegar telja múslimar trú sína vera hina upprunalegu trú mannkyns, hvorki meira né minna. Samkvæmt erfikenningum múslima var Múhameð ekki fyrsti músliminn, heldur var hann sá sem endurreisti trúna og opinberaði Kóraninn. Þannig telja þeir Múhameð vera þann síðasta (og mikilvægasta) í langri röð spámanna sem allir áttu að hafa verið múslimar (þar á meðal Abraham og Jesús frá Nasaret). Sagnfræðingar hafna þeirri hugmynd að íslam hafi verið endurreisn eldri trúarbragða. Þeir telja að samfélög á Arabíuskaganum hafi frá örófi alda verið fjölgyðistrúar, en að fjölgyðistrúin hafi síðan lotið í lægra haldi fyrir ýmsum afbrigðum eingyðistrúar. Sagnfræðingurinn Valentina Grasso skrifar (bls. 318): „Arabískir fjölgyðistrúarhópar höfðu þegar misst sitt vægi á öldunum fyrir trúboð Múhameðs... Á fimmtu og sjöttu öld, þegar nærliggjandi heimsveldi juku áhrif sín á ættbálkasamfélög Arabíu, voru fjölmargir eingyðistrúarhópar í örum vexti.“ Hvað varðar fjölgyðistrúna, má enn finna arfleifð hennar í Mekka, helgri borg íslam. Þekktasta kennileiti Mekka nefnist Kaaba, en það er kassalaga steinhús hulið svörtu klæði í miðri al-Haram-moskunni. Í einu horni Kaaba er helgur loftsteinn sem er nefndur Hajar al-Aswad eða „Svarti steinninn“ greyptur í vegginn. Steinar af þessu tagi kallast baetyl-steinar. Þeir voru víða tilbeðnir á fornöld og kenndir við ýmsa ólíka guði. Þegar múslimar biðja bænir sínar krjúpa þeir í áttina að Mekka, nánar tiltekið í áttina að loftsteininum helga. Eingyðistrúarhóparnir sem Grasso nefnir aðhylltust ólík afbrigði kristni og gyðingdóms. Gnostískir hópar, sem voru villutrúarmenn að mati rétttrúaðra kristinna manna og gyðinga, bjuggu einnig á svæðinu. Það er varla tilviljun að sláandi líkindi eru milli kenninga íslam um Jesú og ákveðinna gnostískra kenninga. Í tveimur gnostískum textum skrifuðum um árið 200 eftir krist—Hinni gnostísku opinberun Péturs og Seinni ritgerð hins mikla Sets—er að finna óvenjulegt afbrigði af Píslarsögunni. Þar er Jesús sjálfur ekki krossfestur heldur er annar maður krossfestur í hans stað. Sama afstaða birtist í Kóraninum, skrifuðum rúmum fjögur hundruð árum síðar (sjá neðanmálsgrein 1 hér). Þessi tvö atriði, loftsteinninn í Kaaba og afstaða íslams til Jesú, hljóma ef til vill smávægileg. Engu að síður gegna þau lykilhlutverki í aðgreiningu íslam frá hinum eingyðistrúarbrögðunum. Þau eru einnig dæmi um endurtúlkun og samþættingu sem eru einkennandi fyrir nýjar trúarhreyfingar. Ef íslam væri í raun elstu trúarbrögð heims ættu að hafa fundist næg sönnunargögn sem styddu þá staðhæfingu. Engin slík sönnunargögn hafa fundist og afstaða fræðasamfélagsins hefur því staðið óhögguð: Íslam er yngst af heimstrúarbrögðunum, ekki þau elstu, og rekur uppruna sinn til ólíkra trúarhefða á Arabíuskaganum sem síðan sameinuðust undir einu flaggi. Höfundur er áhugamaður um trúarbrögð og sagnfræði.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun