Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 15. nóvember 2025 14:00 Það er alkunna að fræðasamfélagið og trúarbrögðin eru ekki alltaf samhljóða. Til dæmis fer tvennum sögum af tilurð íslam. Innan fræðasamfélagsins er sterk samstaða um að íslam séu sögulega ung trúarbrögð sem urðu til á Arabíuskaganum fyrir um 1400 árum. Hins vegar telja múslimar trú sína vera hina upprunalegu trú mannkyns, hvorki meira né minna. Samkvæmt erfikenningum múslima var Múhameð ekki fyrsti músliminn, heldur var hann sá sem endurreisti trúna og opinberaði Kóraninn. Þannig telja þeir Múhameð vera þann síðasta (og mikilvægasta) í langri röð spámanna sem allir áttu að hafa verið múslimar (þar á meðal Abraham og Jesús frá Nasaret). Sagnfræðingar hafna þeirri hugmynd að íslam hafi verið endurreisn eldri trúarbragða. Þeir telja að samfélög á Arabíuskaganum hafi frá örófi alda verið fjölgyðistrúar, en að fjölgyðistrúin hafi síðan lotið í lægra haldi fyrir ýmsum afbrigðum eingyðistrúar. Sagnfræðingurinn Valentina Grasso skrifar (bls. 318): „Arabískir fjölgyðistrúarhópar höfðu þegar misst sitt vægi á öldunum fyrir trúboð Múhameðs... Á fimmtu og sjöttu öld, þegar nærliggjandi heimsveldi juku áhrif sín á ættbálkasamfélög Arabíu, voru fjölmargir eingyðistrúarhópar í örum vexti.“ Hvað varðar fjölgyðistrúna, má enn finna arfleifð hennar í Mekka, helgri borg íslam. Þekktasta kennileiti Mekka nefnist Kaaba, en það er kassalaga steinhús hulið svörtu klæði í miðri al-Haram-moskunni. Í einu horni Kaaba er helgur loftsteinn sem er nefndur Hajar al-Aswad eða „Svarti steinninn“ greyptur í vegginn. Steinar af þessu tagi kallast baetyl-steinar. Þeir voru víða tilbeðnir á fornöld og kenndir við ýmsa ólíka guði. Þegar múslimar biðja bænir sínar krjúpa þeir í áttina að Mekka, nánar tiltekið í áttina að loftsteininum helga. Eingyðistrúarhóparnir sem Grasso nefnir aðhylltust ólík afbrigði kristni og gyðingdóms. Gnostískir hópar, sem voru villutrúarmenn að mati rétttrúaðra kristinna manna og gyðinga, bjuggu einnig á svæðinu. Það er varla tilviljun að sláandi líkindi eru milli kenninga íslam um Jesú og ákveðinna gnostískra kenninga. Í tveimur gnostískum textum skrifuðum um árið 200 eftir krist—Hinni gnostísku opinberun Péturs og Seinni ritgerð hins mikla Sets—er að finna óvenjulegt afbrigði af Píslarsögunni. Þar er Jesús sjálfur ekki krossfestur heldur er annar maður krossfestur í hans stað. Sama afstaða birtist í Kóraninum, skrifuðum rúmum fjögur hundruð árum síðar (sjá neðanmálsgrein 1 hér). Þessi tvö atriði, loftsteinninn í Kaaba og afstaða íslams til Jesú, hljóma ef til vill smávægileg. Engu að síður gegna þau lykilhlutverki í aðgreiningu íslam frá hinum eingyðistrúarbrögðunum. Þau eru einnig dæmi um endurtúlkun og samþættingu sem eru einkennandi fyrir nýjar trúarhreyfingar. Ef íslam væri í raun elstu trúarbrögð heims ættu að hafa fundist næg sönnunargögn sem styddu þá staðhæfingu. Engin slík sönnunargögn hafa fundist og afstaða fræðasamfélagsins hefur því staðið óhögguð: Íslam er yngst af heimstrúarbrögðunum, ekki þau elstu, og rekur uppruna sinn til ólíkra trúarhefða á Arabíuskaganum sem síðan sameinuðust undir einu flaggi. Höfundur er áhugamaður um trúarbrögð og sagnfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Trúmál Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Það er alkunna að fræðasamfélagið og trúarbrögðin eru ekki alltaf samhljóða. Til dæmis fer tvennum sögum af tilurð íslam. Innan fræðasamfélagsins er sterk samstaða um að íslam séu sögulega ung trúarbrögð sem urðu til á Arabíuskaganum fyrir um 1400 árum. Hins vegar telja múslimar trú sína vera hina upprunalegu trú mannkyns, hvorki meira né minna. Samkvæmt erfikenningum múslima var Múhameð ekki fyrsti músliminn, heldur var hann sá sem endurreisti trúna og opinberaði Kóraninn. Þannig telja þeir Múhameð vera þann síðasta (og mikilvægasta) í langri röð spámanna sem allir áttu að hafa verið múslimar (þar á meðal Abraham og Jesús frá Nasaret). Sagnfræðingar hafna þeirri hugmynd að íslam hafi verið endurreisn eldri trúarbragða. Þeir telja að samfélög á Arabíuskaganum hafi frá örófi alda verið fjölgyðistrúar, en að fjölgyðistrúin hafi síðan lotið í lægra haldi fyrir ýmsum afbrigðum eingyðistrúar. Sagnfræðingurinn Valentina Grasso skrifar (bls. 318): „Arabískir fjölgyðistrúarhópar höfðu þegar misst sitt vægi á öldunum fyrir trúboð Múhameðs... Á fimmtu og sjöttu öld, þegar nærliggjandi heimsveldi juku áhrif sín á ættbálkasamfélög Arabíu, voru fjölmargir eingyðistrúarhópar í örum vexti.“ Hvað varðar fjölgyðistrúna, má enn finna arfleifð hennar í Mekka, helgri borg íslam. Þekktasta kennileiti Mekka nefnist Kaaba, en það er kassalaga steinhús hulið svörtu klæði í miðri al-Haram-moskunni. Í einu horni Kaaba er helgur loftsteinn sem er nefndur Hajar al-Aswad eða „Svarti steinninn“ greyptur í vegginn. Steinar af þessu tagi kallast baetyl-steinar. Þeir voru víða tilbeðnir á fornöld og kenndir við ýmsa ólíka guði. Þegar múslimar biðja bænir sínar krjúpa þeir í áttina að Mekka, nánar tiltekið í áttina að loftsteininum helga. Eingyðistrúarhóparnir sem Grasso nefnir aðhylltust ólík afbrigði kristni og gyðingdóms. Gnostískir hópar, sem voru villutrúarmenn að mati rétttrúaðra kristinna manna og gyðinga, bjuggu einnig á svæðinu. Það er varla tilviljun að sláandi líkindi eru milli kenninga íslam um Jesú og ákveðinna gnostískra kenninga. Í tveimur gnostískum textum skrifuðum um árið 200 eftir krist—Hinni gnostísku opinberun Péturs og Seinni ritgerð hins mikla Sets—er að finna óvenjulegt afbrigði af Píslarsögunni. Þar er Jesús sjálfur ekki krossfestur heldur er annar maður krossfestur í hans stað. Sama afstaða birtist í Kóraninum, skrifuðum rúmum fjögur hundruð árum síðar (sjá neðanmálsgrein 1 hér). Þessi tvö atriði, loftsteinninn í Kaaba og afstaða íslams til Jesú, hljóma ef til vill smávægileg. Engu að síður gegna þau lykilhlutverki í aðgreiningu íslam frá hinum eingyðistrúarbrögðunum. Þau eru einnig dæmi um endurtúlkun og samþættingu sem eru einkennandi fyrir nýjar trúarhreyfingar. Ef íslam væri í raun elstu trúarbrögð heims ættu að hafa fundist næg sönnunargögn sem styddu þá staðhæfingu. Engin slík sönnunargögn hafa fundist og afstaða fræðasamfélagsins hefur því staðið óhögguð: Íslam er yngst af heimstrúarbrögðunum, ekki þau elstu, og rekur uppruna sinn til ólíkra trúarhefða á Arabíuskaganum sem síðan sameinuðust undir einu flaggi. Höfundur er áhugamaður um trúarbrögð og sagnfræði.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun