Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 16. nóvember 2025 16:01 Oft hef ég þakkað almættinu fyrir það að hafa fengið að fara í sveit til ömmu og afa og læra þar lífsreglurnar. Fá að taka á móti nýju lífi inn í þennan heim er einstök upplifun sem gefur mikið til baka. Það lærði ég í fjárhúsunum fyrri hálfri öld að hvert líf skiptir máli. Allt er undir og við gerum okkar besta. Þessa tilfinningu þekkja allar ljósmæður, fæðingalæknar og foreldrar. Þetta er í raun lífsins kraftaverk. Í sveitinni í Búðarnesi norður í Hörgárdal og í Hörgslandskoti austur á Síðu bjuggu afi minn og amma mín í móður og föður ætt.Þar lærði ég líka að lífið tekur enda og í sláturtíðinni var stundum erfitt að teyma fallega lamb hrútinn sem við blésum lífi í um vorið og var svo fallegur og gæfur upp á vörubílinn sem flutti hann í slàturhúsið. Síðan þurfti að taka slátur, svíða svið og nýta allt sem gaf.Þetta var gangur lífsins. Í starfi mínu sem fæðingalæknir hef ég margoft hugsað til þessara daga í sveitinni sem kenndu mér svo margt. Í lífi mínu nú undanfarið hef ég oft velt því fyrir mér hvar við fórum út af sporinu og gleymdum okkar besta fólki, eldri borgurum þessa lands. Sem heilbrigðis starfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið. Þurfa að bíða eftir tíma, greiningu, meðferð, endurhæfingu og svörum. Þegar ég sjálf hef þurft að horfast í augu við örlög mín og minna nánustu, þurft að hringja, bíða og senda skilaboð til að ýta við hlutum og fá svör sem enginn vill fá.Hvað gerir fólk sem hefur ekki heilbrigðisstarfsmanní fjölskyldunni eða nàlægt sér sem getur hjálpað þegar veikindi kveða að ? Nýlega hef ég notið þjónustu Reykjalundar sem var bæði fagleg og framúrskarandi. Það er gaman að segja frá því á 80 ára afmæli Reykjalundar og þegar endurhæfing er í forgrunni á heilbrigðisþingi að það var í fyrsta sinn þar sem mín fjölskylda var kölluð að borðinu. Það er nefnilega ekki bara einn sem er veikur heldur allir í fjölskyldunni. Það velur sér enginn að greinast með ólæknandi sjúkdóm.Þegarvið eldumst þá þurfa margir að glíma við erfiðar áskoranir heilsufarslega séð, þrátt fyrir að hafa lifað heilbrigðu lífi hingað til. Það langar eflaust enganað vera upp á aðra kominn og bíða eftir svörum, lyfjum, meðferð eða leggjast inná hjúkrunarheimili þar sem eitt bíður þeirra. Það sama og raunar bíðurokkar allra. Því er ekki líðandi að okkar besta fólk sem hefur byggt upp þetta land þurfi að búa við óviðunandi aðstæður á hjúkrunarheimili eða bíða á göngum sjúkrahúsa því ekki fæst pláss á hjúkrunarheimili. Það er heldur ekki líðandi að krabbameins sjúklingum standi ekki til boða nýjustu lyfin sem eru á markaðnum því þau eru svo dýr. Eða þurfi að bíða mánuðum saman eftir skurðaðgerð eða geislameðferð. Það er ekki í boði að sjálfseignar stofnanir sem sinna mikilvægum störfum fái ekki það fjármagn sem þarf. Það er ekki í boði að aldraðir bíði eftir greiningu og meðferð við sínum kvillum. Það er ekki í boði að við bjóðum fólki sem valdi sér ekki veikindi að bara bíða. Við eldumst öll og þurfum þá að vita að okkar bíður góð heilbrigðis þjónusta veitt af fólki sem vill bæta okkar hag og bera hag okkar fyrir brjósti. Alveg eins og þegar við fæddumst í þennan heim og tekið var á móti okkur af metnaði. Eflum umhyggju og þjónustu við okkar besta fólk. Því við eldumst öll og getum veikst og hvað viljum við þá ? Höfundur er fæðinga og kvensjúkdómalæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ebba Margrét Magnúsdóttir Heilbrigðismál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Oft hef ég þakkað almættinu fyrir það að hafa fengið að fara í sveit til ömmu og afa og læra þar lífsreglurnar. Fá að taka á móti nýju lífi inn í þennan heim er einstök upplifun sem gefur mikið til baka. Það lærði ég í fjárhúsunum fyrri hálfri öld að hvert líf skiptir máli. Allt er undir og við gerum okkar besta. Þessa tilfinningu þekkja allar ljósmæður, fæðingalæknar og foreldrar. Þetta er í raun lífsins kraftaverk. Í sveitinni í Búðarnesi norður í Hörgárdal og í Hörgslandskoti austur á Síðu bjuggu afi minn og amma mín í móður og föður ætt.Þar lærði ég líka að lífið tekur enda og í sláturtíðinni var stundum erfitt að teyma fallega lamb hrútinn sem við blésum lífi í um vorið og var svo fallegur og gæfur upp á vörubílinn sem flutti hann í slàturhúsið. Síðan þurfti að taka slátur, svíða svið og nýta allt sem gaf.Þetta var gangur lífsins. Í starfi mínu sem fæðingalæknir hef ég margoft hugsað til þessara daga í sveitinni sem kenndu mér svo margt. Í lífi mínu nú undanfarið hef ég oft velt því fyrir mér hvar við fórum út af sporinu og gleymdum okkar besta fólki, eldri borgurum þessa lands. Sem heilbrigðis starfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið. Þurfa að bíða eftir tíma, greiningu, meðferð, endurhæfingu og svörum. Þegar ég sjálf hef þurft að horfast í augu við örlög mín og minna nánustu, þurft að hringja, bíða og senda skilaboð til að ýta við hlutum og fá svör sem enginn vill fá.Hvað gerir fólk sem hefur ekki heilbrigðisstarfsmanní fjölskyldunni eða nàlægt sér sem getur hjálpað þegar veikindi kveða að ? Nýlega hef ég notið þjónustu Reykjalundar sem var bæði fagleg og framúrskarandi. Það er gaman að segja frá því á 80 ára afmæli Reykjalundar og þegar endurhæfing er í forgrunni á heilbrigðisþingi að það var í fyrsta sinn þar sem mín fjölskylda var kölluð að borðinu. Það er nefnilega ekki bara einn sem er veikur heldur allir í fjölskyldunni. Það velur sér enginn að greinast með ólæknandi sjúkdóm.Þegarvið eldumst þá þurfa margir að glíma við erfiðar áskoranir heilsufarslega séð, þrátt fyrir að hafa lifað heilbrigðu lífi hingað til. Það langar eflaust enganað vera upp á aðra kominn og bíða eftir svörum, lyfjum, meðferð eða leggjast inná hjúkrunarheimili þar sem eitt bíður þeirra. Það sama og raunar bíðurokkar allra. Því er ekki líðandi að okkar besta fólk sem hefur byggt upp þetta land þurfi að búa við óviðunandi aðstæður á hjúkrunarheimili eða bíða á göngum sjúkrahúsa því ekki fæst pláss á hjúkrunarheimili. Það er heldur ekki líðandi að krabbameins sjúklingum standi ekki til boða nýjustu lyfin sem eru á markaðnum því þau eru svo dýr. Eða þurfi að bíða mánuðum saman eftir skurðaðgerð eða geislameðferð. Það er ekki í boði að sjálfseignar stofnanir sem sinna mikilvægum störfum fái ekki það fjármagn sem þarf. Það er ekki í boði að aldraðir bíði eftir greiningu og meðferð við sínum kvillum. Það er ekki í boði að við bjóðum fólki sem valdi sér ekki veikindi að bara bíða. Við eldumst öll og þurfum þá að vita að okkar bíður góð heilbrigðis þjónusta veitt af fólki sem vill bæta okkar hag og bera hag okkar fyrir brjósti. Alveg eins og þegar við fæddumst í þennan heim og tekið var á móti okkur af metnaði. Eflum umhyggju og þjónustu við okkar besta fólk. Því við eldumst öll og getum veikst og hvað viljum við þá ? Höfundur er fæðinga og kvensjúkdómalæknir.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun