Fótbolti

Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“

Sindri Sverrisson skrifar
Lárus Orri Sigurðsson sá mikinn mun á aðdraganda leiksins fyrir Ísland og Úkraínu.
Lárus Orri Sigurðsson sá mikinn mun á aðdraganda leiksins fyrir Ísland og Úkraínu. Samsett/Sýn/Anton

Lárus Orri Sigurðsson benti á ákveðið forskot sem Úkraína hefur fyrir leikinn við Ísland í dag, um sæti í HM-umspilinu í fótbolta, vegna ólíks aðdraganda leiksins hjá liðunum.

Úkraína tapaði 4-0 á útivelli fyrir Frakklandi síðasta fimmtudag á meðan að Ísland vann 2-0 sigur gegn Aserbaísjan í Bakú.

Að mati Lárusar voru Úkraínumenn allan tímann með hugann við það að vera í sem bestu ástandi fyrir leikinn við Ísland í dag.

Klippa: Lárus benti á forskot Úkraínu

„Það er stutt á milli leikja, sex tíma flug á milli staða [hjá íslenska hópnum], þrír tímar í tímamismun… Á meðan gerir Úkraína sex breytingar á byrjunarliðinu,“ benti Lárus Orri á í beinni útsendingu á Sýn Sport.

Lárus sagði ekkert að marka síðasta leik Úkraínu, við Frakkland:

„Ég fór heim til að horfa á hann og ég hætti bara. Þeir gáfu bara leikinn. Ég held að XG-ið þeirra hafi verið núll. Þeir hentu þeim leik, í raun og veru. Þetta er leikurinn þeirra, í þessum glugga, þannig að þeir eru auðvitað með forskot þarna. En þegar kemur út í svona stóra leiki þá kannski skiptir það ekki máli.“

Leikur Úkraínu og Íslands er í opinni dagskrá á Sýn Sport og hefst klukkan 17.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×