Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar 17. nóvember 2025 12:32 Átakalínur íslenskra stjórnmála hafa sjaldan orðið ljósari en í átökunum á Alþingi um veiðigjaldið. Þegar almannahagsmunir höfðu loksins betur gegn sérhagsmununum þó aðeins væri um áfangasigur að ræða. Þegar veiðigjaldi var loksins komið á fyrir margt löngu var það gert með þeim hætti að leggja á gjald sem miðaðist við afar umdeilt skiptaverð sjávarafla. Alla tíð var ljóst að viðmiðunarverðið gaf ekki rétta mynd af þeim verðmætum sem því var ætlað. Þegar svo kemur fram betra viðmið sem tekur mið af raunverulegu markaðsverði hefði mátt ætla að allir hefðu glaðst yfir að hér væri kominn hlutlaus mælikvarði til ákvörðunar veiðigjaldsins. En það var öðru nær eins og berlega kom í ljós enda snerist veiðigjaldamálið aldrei um að komast að „réttri“ niðurstöðu. Af hálfu Sjálfstæðis- Framsóknar- og Miðflokks stóð deilan aldrei um þessa fáeinu milljarða sem átti að hækka veiðigjaldið heldur að það skyldu vera til stjórnvöld í landinu sem leyfðu sér að taka ákvarðanir um málefni sjávarútvegsins án þess að fá fyrst leyfi til þess hjá Samtökum sjávarútvegsins, SFS. Það leyfi hefði að sjálfsögðu aldrei fengist þar sem veiðigjaldið jók útgjöld útgerðarinnar. Hin sjúklega afstaða Svo lítið sást stjórnarandstaðan fyrir, að frekar en láta af málþófi í vor þá stöðvaði hún þjóðþrifamál sem hún var sammála ríkistjórninni um, auk annarra mála sem hún sannarleg stóð gegn. Meðal þeirra mála sem stjórnarandstaðan gumaði af að hafa stöðvað, var tillaga ríkisstjórnarinnar um þá sjálfsögðu breytingu að greiðslur úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga rynnu til þeirra sveitarfélaga sem þyrftu á þeim framlögum að halda, vegna útgjalda sem önnur sveitarfélög verða ekki fyrir. Þetta geta t.d. verið útgjöld vegna útlendingamála. Líkt og í tilfelli sjávarútvegsins, þar sem veiðigjöld hafa aldreið staðið undir útgjöldum ríkisins vegna hans, þá var hér fundinn nýr „bótaþegi“ fyrir framlög ríkisins, sveitarfélög sem ekki þurfa á framlögum að halda skyldu samt þiggja fé úr ríkissjóði. Sennilega verður það ekki fyrr en nær dregur jólafríi Alþingis að kemur í ljós hvort stjórnarandstaðan hyggst að nýju beita málþófi til að standa gegn því að réttkjörinn meirihluti á Alþingi nái sínum málum fram. Málþóf ætti með réttu að vera leið stjórnarandstöðu til þess að fá stjórnvöld til að fallast á að leggja umdeild má í dóm þjóðarinnar. Það er deginum ljósara að stjórnarandstaðan mátti ekki til þess hugsa að þjóðin ætti síðasta orðið um veiðigjaldið. Segir það ekki allt sem segja þarf um heilindi stjórnarandstöðunnar? Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Alþingi Mest lesið Múslimar Evrópu einangraðir Fastir pennar Álitsgjafinn Jón Kaldal Fastir pennar Aðhaldsleysi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Lærum af reynslunni Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Tilfinningar og eiginhagsmunir Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Ísland á jaðrinum Auðunn Arnórsson Fastir pennar Tímamót Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Prófsteinn í orkunýtingarmálum Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Lending í sátt Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Fastir pennar Á matarslóðum Fastir pennar Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Átakalínur íslenskra stjórnmála hafa sjaldan orðið ljósari en í átökunum á Alþingi um veiðigjaldið. Þegar almannahagsmunir höfðu loksins betur gegn sérhagsmununum þó aðeins væri um áfangasigur að ræða. Þegar veiðigjaldi var loksins komið á fyrir margt löngu var það gert með þeim hætti að leggja á gjald sem miðaðist við afar umdeilt skiptaverð sjávarafla. Alla tíð var ljóst að viðmiðunarverðið gaf ekki rétta mynd af þeim verðmætum sem því var ætlað. Þegar svo kemur fram betra viðmið sem tekur mið af raunverulegu markaðsverði hefði mátt ætla að allir hefðu glaðst yfir að hér væri kominn hlutlaus mælikvarði til ákvörðunar veiðigjaldsins. En það var öðru nær eins og berlega kom í ljós enda snerist veiðigjaldamálið aldrei um að komast að „réttri“ niðurstöðu. Af hálfu Sjálfstæðis- Framsóknar- og Miðflokks stóð deilan aldrei um þessa fáeinu milljarða sem átti að hækka veiðigjaldið heldur að það skyldu vera til stjórnvöld í landinu sem leyfðu sér að taka ákvarðanir um málefni sjávarútvegsins án þess að fá fyrst leyfi til þess hjá Samtökum sjávarútvegsins, SFS. Það leyfi hefði að sjálfsögðu aldrei fengist þar sem veiðigjaldið jók útgjöld útgerðarinnar. Hin sjúklega afstaða Svo lítið sást stjórnarandstaðan fyrir, að frekar en láta af málþófi í vor þá stöðvaði hún þjóðþrifamál sem hún var sammála ríkistjórninni um, auk annarra mála sem hún sannarleg stóð gegn. Meðal þeirra mála sem stjórnarandstaðan gumaði af að hafa stöðvað, var tillaga ríkisstjórnarinnar um þá sjálfsögðu breytingu að greiðslur úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga rynnu til þeirra sveitarfélaga sem þyrftu á þeim framlögum að halda, vegna útgjalda sem önnur sveitarfélög verða ekki fyrir. Þetta geta t.d. verið útgjöld vegna útlendingamála. Líkt og í tilfelli sjávarútvegsins, þar sem veiðigjöld hafa aldreið staðið undir útgjöldum ríkisins vegna hans, þá var hér fundinn nýr „bótaþegi“ fyrir framlög ríkisins, sveitarfélög sem ekki þurfa á framlögum að halda skyldu samt þiggja fé úr ríkissjóði. Sennilega verður það ekki fyrr en nær dregur jólafríi Alþingis að kemur í ljós hvort stjórnarandstaðan hyggst að nýju beita málþófi til að standa gegn því að réttkjörinn meirihluti á Alþingi nái sínum málum fram. Málþóf ætti með réttu að vera leið stjórnarandstöðu til þess að fá stjórnvöld til að fallast á að leggja umdeild má í dóm þjóðarinnar. Það er deginum ljósara að stjórnarandstaðan mátti ekki til þess hugsa að þjóðin ætti síðasta orðið um veiðigjaldið. Segir það ekki allt sem segja þarf um heilindi stjórnarandstöðunnar? Höfundur er hagfræðingur.
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar