Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar 21. nóvember 2025 14:45 Mikið hefur verið rætt um stöðu íslenskunnar að undanförnu, en margir eru hugsi út í ákvörðun stjórnvalda að draga úr íslenskukennslu fyrir innflytjendur. Frá ráðamönnum hefur heyrst að liggja þurfi fyrir stefna áður en ráðist er í fjárveitingar til málaflokksins. En stefnan er nefnilega löngu tilbúin. Fyrsta stefna Íslands í málaflokknum Í lok maí í fyrra gaf félags- og húsnæðismálaráðuneytið út fyrstu stefnu Íslands í málefnum innflytjenda. Hún var unnin í miklu samráði við almenning – yfir 500 manns sóttu opna fundi og fundi rýnihópa – og utanaðkomandi ráðgjöf var fengin frá OECD sem nýttist við gerð hennar. Aðalhagfræðingur OECD í málefnum innflytjenda hafði orð á því að hann hefði aldrei séð viðlíka samráð í stefnumótun á sínum áratuga ferli hjá stofnuninni. Upphaflega stóð til að leggja stefnuna fyrir Alþingi síðastliðið haust, en skyndilegt þingrof vegna kosninga setti strik í reikninginn. Stefnan er metnaðarfull og telur yfir 50 blaðsíður, en í henni er lögð megináhersla á íslenska tungu sem lykilinn að samfélaginu. Ábyrgðin liggi bæði hjá innflytjendum og innfæddum. Ljóst er að hefðbundið tungumálanám þarf að efla. Þörfin hefur aldrei verið meiri Hlutfall innflytjenda sem tala tungumálið er hvergi lægra en hér innan ríkja OECD, og ein ástæða þess er að við höfum ekki fjárfest í tungumálinu okkar. Staðan var slæm en hefur nú versnað eftir að fjárauki til málaflokksins var felldur niður í nýjustu fjárlögum – Danir verja nú hátt í tífalt meira en við í tungumálakennslu á hvern innflytjanda, Finnar fimm sinnum meira, og Norðmenn fjórum sinnum meira. Þeir sem una ekki þessari stöðu geta þó huggað sig við það að stefnan liggur fyrir – það þarf aðeins að hrinda henni í framkvæmd. Ég hvet félags- og vinnumarkaðsráðherra til að innleiða stefnuna, sem er þverpólitísk og byggir á víðtæku samráði og sérfræðiráðgjöf. Sömuleiðis vil ég hvetja löggjafarvaldið til að taka málið í sínar hendur og að þingheimur taki málið upp á yfirstandandi þingi. Því íslenskan skiptir máli. Höfundur vann skýrslu OECD í málefnum innflytjenda sem nýttist við mótun stefnunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Innflytjendamál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um stöðu íslenskunnar að undanförnu, en margir eru hugsi út í ákvörðun stjórnvalda að draga úr íslenskukennslu fyrir innflytjendur. Frá ráðamönnum hefur heyrst að liggja þurfi fyrir stefna áður en ráðist er í fjárveitingar til málaflokksins. En stefnan er nefnilega löngu tilbúin. Fyrsta stefna Íslands í málaflokknum Í lok maí í fyrra gaf félags- og húsnæðismálaráðuneytið út fyrstu stefnu Íslands í málefnum innflytjenda. Hún var unnin í miklu samráði við almenning – yfir 500 manns sóttu opna fundi og fundi rýnihópa – og utanaðkomandi ráðgjöf var fengin frá OECD sem nýttist við gerð hennar. Aðalhagfræðingur OECD í málefnum innflytjenda hafði orð á því að hann hefði aldrei séð viðlíka samráð í stefnumótun á sínum áratuga ferli hjá stofnuninni. Upphaflega stóð til að leggja stefnuna fyrir Alþingi síðastliðið haust, en skyndilegt þingrof vegna kosninga setti strik í reikninginn. Stefnan er metnaðarfull og telur yfir 50 blaðsíður, en í henni er lögð megináhersla á íslenska tungu sem lykilinn að samfélaginu. Ábyrgðin liggi bæði hjá innflytjendum og innfæddum. Ljóst er að hefðbundið tungumálanám þarf að efla. Þörfin hefur aldrei verið meiri Hlutfall innflytjenda sem tala tungumálið er hvergi lægra en hér innan ríkja OECD, og ein ástæða þess er að við höfum ekki fjárfest í tungumálinu okkar. Staðan var slæm en hefur nú versnað eftir að fjárauki til málaflokksins var felldur niður í nýjustu fjárlögum – Danir verja nú hátt í tífalt meira en við í tungumálakennslu á hvern innflytjanda, Finnar fimm sinnum meira, og Norðmenn fjórum sinnum meira. Þeir sem una ekki þessari stöðu geta þó huggað sig við það að stefnan liggur fyrir – það þarf aðeins að hrinda henni í framkvæmd. Ég hvet félags- og vinnumarkaðsráðherra til að innleiða stefnuna, sem er þverpólitísk og byggir á víðtæku samráði og sérfræðiráðgjöf. Sömuleiðis vil ég hvetja löggjafarvaldið til að taka málið í sínar hendur og að þingheimur taki málið upp á yfirstandandi þingi. Því íslenskan skiptir máli. Höfundur vann skýrslu OECD í málefnum innflytjenda sem nýttist við mótun stefnunnar.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun