Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar 24. nóvember 2025 07:03 Skattagleði ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur er komin á það stig að hún beinlínis hamlar þátttöku barna í íþróttum. Þetta er afleiðing stefnu sem byggir á misskilningi, rangfærslum og þeirri hættulegu hugmynd að hægt sé að skattleggja sig út úr öllum vandamálum. Það hefur alltaf verið staðreynd að neytendur borga allar álögur – ekki fyrirtækin. Þrátt fyrir síendurtekin og mótsagnakennd skilaboð ríkisstjórnarinnar mun kostnaðurinn af nýju kílómetragjöldunum og hækkuðum vörugjöldum á vélknúin ökutæki enda á fólkinu í landinu. Einn hópur sem lítið hefur verið rætt um í þessari umræðu er börn sem stunda íþróttir. Ferðakostnaður er þegar einn stærsti útgjaldaliður barna- og unglingastarfs, sérstaklega á landsbyggðinni þar sem vegalengdir eru miklar. Fjölmörg lið og foreldrar treysta á bílaleigubíla til að komast í keppnir og mót og nú á að leggja hækkanir á þessa þjónustu sem nema tugum prósenta með einu pennastriki, bæði með kílómetragjaldi og hærri vörugjöldum. Þetta er algjört skeytingarleysi hjá ríkisstjórninni. Atlaga að ungu fólki í mótorsporti Í mótorsporti ungs fólks, sem hefur vaxið hratt síðustu misseri, er ríkisstjórnin að ráðast sérstaklega harkalega fram. Þar á að leggja allt að 40% vörugjöld á keppnistæki ef undanþágur verða felldar niður. Afleiðingin er augljós: færri börn fá tækifæri, ójöfnuður eykst og öryggi tækja versnar þar sem endurnýjun dregst saman. Þessi skattlagning mun vafalaust hafa mjög slæm áhrif á greinina í heild sinni, sem hefur vaxið gífurlega síðustu árin, og er því miður augljóst að efnaminni foreldrar munu síður geta leyft börnunum sínum að taka þátt. Þessi skattlagning er bein atlaga að börnum, dregur úr íþróttaiðkun og hefur í för með sér að öryggi tækja sem börn nota versnar. Þetta tel ég – og fjölmargir foreldrar sem ég hef rætt við – algjörlega óásættanlegt. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur virðist ekki gera sér grein fyrir því að hærri vörugjöld draga úr endurnýjun öku- og keppnistækja almennt. Það þýðir eldri og óöruggari tæki á vegum landsins, sem er slæm þróun bæði fyrir börn og fullorðna. En þetta er bara toppurinn á ísjakanum. Boðaðar skattahækkanir ríkisstjórnarinnar munu bitna á landsbyggðinni, veikja samkeppnishæfni fyrirtækja, fæla ferðamenn frá, þrengja rekstur heimila og bæta við flækjustigi sem mun þenja út báknið enn frekar. Það er ótrúlegt að sjá ríkisstjórn, sem annars talar fyrir jöfnuði, leggja fram áform sem valda meiri mismunun og skerða tækifæri barna um allt land. Sjálfstæðisflokkurinn hafnar þessum áformum alfarið og segir NEI við auknum álögum á fólk og fyrirtæki í landinu. Við viljum hjálpa ríkisstjórninni að læknast af skattsýkinni og bjóðum upp á ábyrgari leið: að fara betur með opinbert fé, draga úr sóun og stækka kökuna fyrir alla í stað þess að þrengja líf fjölskyldna með sífelldum skattahækkunum. Höfundur er þingmaður og ritari Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Skattagleði ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur er komin á það stig að hún beinlínis hamlar þátttöku barna í íþróttum. Þetta er afleiðing stefnu sem byggir á misskilningi, rangfærslum og þeirri hættulegu hugmynd að hægt sé að skattleggja sig út úr öllum vandamálum. Það hefur alltaf verið staðreynd að neytendur borga allar álögur – ekki fyrirtækin. Þrátt fyrir síendurtekin og mótsagnakennd skilaboð ríkisstjórnarinnar mun kostnaðurinn af nýju kílómetragjöldunum og hækkuðum vörugjöldum á vélknúin ökutæki enda á fólkinu í landinu. Einn hópur sem lítið hefur verið rætt um í þessari umræðu er börn sem stunda íþróttir. Ferðakostnaður er þegar einn stærsti útgjaldaliður barna- og unglingastarfs, sérstaklega á landsbyggðinni þar sem vegalengdir eru miklar. Fjölmörg lið og foreldrar treysta á bílaleigubíla til að komast í keppnir og mót og nú á að leggja hækkanir á þessa þjónustu sem nema tugum prósenta með einu pennastriki, bæði með kílómetragjaldi og hærri vörugjöldum. Þetta er algjört skeytingarleysi hjá ríkisstjórninni. Atlaga að ungu fólki í mótorsporti Í mótorsporti ungs fólks, sem hefur vaxið hratt síðustu misseri, er ríkisstjórnin að ráðast sérstaklega harkalega fram. Þar á að leggja allt að 40% vörugjöld á keppnistæki ef undanþágur verða felldar niður. Afleiðingin er augljós: færri börn fá tækifæri, ójöfnuður eykst og öryggi tækja versnar þar sem endurnýjun dregst saman. Þessi skattlagning mun vafalaust hafa mjög slæm áhrif á greinina í heild sinni, sem hefur vaxið gífurlega síðustu árin, og er því miður augljóst að efnaminni foreldrar munu síður geta leyft börnunum sínum að taka þátt. Þessi skattlagning er bein atlaga að börnum, dregur úr íþróttaiðkun og hefur í för með sér að öryggi tækja sem börn nota versnar. Þetta tel ég – og fjölmargir foreldrar sem ég hef rætt við – algjörlega óásættanlegt. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur virðist ekki gera sér grein fyrir því að hærri vörugjöld draga úr endurnýjun öku- og keppnistækja almennt. Það þýðir eldri og óöruggari tæki á vegum landsins, sem er slæm þróun bæði fyrir börn og fullorðna. En þetta er bara toppurinn á ísjakanum. Boðaðar skattahækkanir ríkisstjórnarinnar munu bitna á landsbyggðinni, veikja samkeppnishæfni fyrirtækja, fæla ferðamenn frá, þrengja rekstur heimila og bæta við flækjustigi sem mun þenja út báknið enn frekar. Það er ótrúlegt að sjá ríkisstjórn, sem annars talar fyrir jöfnuði, leggja fram áform sem valda meiri mismunun og skerða tækifæri barna um allt land. Sjálfstæðisflokkurinn hafnar þessum áformum alfarið og segir NEI við auknum álögum á fólk og fyrirtæki í landinu. Við viljum hjálpa ríkisstjórninni að læknast af skattsýkinni og bjóðum upp á ábyrgari leið: að fara betur með opinbert fé, draga úr sóun og stækka kökuna fyrir alla í stað þess að þrengja líf fjölskyldna með sífelldum skattahækkunum. Höfundur er þingmaður og ritari Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar